Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1956, Page 17

Heimilisblaðið - 01.05.1956, Page 17
erfitt með að skilja, að þessi mildu áhrif betels- ltls skuli geta vakið þessa óstjórnlegu ílöngun Ueytendanna. Að vísu er um eitrunaráhrif að r®ða, en þau eru með allt öðrum hætti en áhrif atlnarra nautnalyf ja. Vilji menn kynna sér þetta 111 af nánar, verða þeir að byrja á því að rann- Saka sögu og útbreiðslu betelsýkinnar. Við vit- Urn> að ekki er unnt að skilja til hlítar eðli og astand fjarlægra þjóða og menningarsamfélaga " sérstaklega þeirra, sem eru dreifðar um svo Seysistórt landssvæði — ef við ekki þekkjum ^ina sérstöku siði þeirra og tilhneigingar, astríður þeirra og ílanganir. Því má halda fram miklum rétti, að eitur og mannsandi, eitur °§ nianndómur, eitur og ástand mannlegs þjóð- félags standi í nánu sambandi hvort við annað. 0ft er allt menningarástand þjóðfélagsins undir ^Vl sambandi komið. Frá Kyrrahafi til Austur-Afríku. f^fenn ættu að reyna að gera sér í hugarlund, Vað gerast mundi, ef eitthvert mikilvægt llautnalyf til dæmis tóbak hyrfi skyndilega úr nffum heiminum einhverja nóttina. Ef slíkt eit- Urlyf hyrfi fyrirvaralaust, yrði eitthvert annað skilyrðisiaust tekið í notkun í staðinn, og ef um lnbak væri að ræða, yrði ef til vill eitthvað angtum skaðvænlegra fyrir valinu. Enginn ^^ttnlegur máttur gæti komið í veg fyrir, að ^enn yrðu sér úti um einhverja uppbót fyrir a®- Ef betel hyrfi allt í einu úr sögunni í Indó- Uesiu, Austur-Afríku, Indlandseyjum, Kína og Vrt'ahafseyjunum, væri ekkert fyrir hendi, Sern komið gæti í þess stað, og þá mundi þjóð- Urn °g menningarsamfélögum vera voðinn vís °S þau mundu hrynja til grunna. Svo geysi- ^ikla þýðingU hefur betel fyrir neytendur sína, °S það skyldu menn gera sér fyllilega ljóst. Neyzla til forna. ■^förgum öldum áður en tímatal okkar hefst 6r arekapálmans og hneta hans getið á sanskrít Undir nafninu ,,guvaka“, og á pali-tungumáli er eittnig getið um betelblöðin. I kínverskum rit- Urn frá árinu 150 fyrir tímatal okkar er einnig ®etið Um arekahnetur. Persneskur söguritari ^stur um það árið 600 e.Kr., að í höfuðborginni, anyakubja, hafi verið þrjátíu þúsund betel- búðir. Hinir miklu ferðalangar miðaldanna, Marco Polo, Masudi og Ibn Battuta, segja ná- kvæmlega frá betelneyzlu í Indlandi, Kína, Persíu og öllum löndum Múhameðstrúarmanna og nefna einnig ræktun betelpiparjurtarinnar, vöxt arekapálmans og kalkblöndun beteltugg- unnar. Betelneyzlan breiddist út um Asíu, til Mada- gaskar og alla leið til Afríkustranda og þaðan til Kyrrahafseyjanna og Fijieyjanna. Það hefur verið reiknað út, að betelneyzlan nái yfir hundrað lengdar og tuttugu breiddargráður og landflæmi það, sem hún nær yfir, nemi átta milljón ferkílómetrum. Arekapálminn (areca catechu) er upprunn- inn á Malakkaskaganum og í Kotsjin-Kína, en hefur síðar einnig verið ræktaður í Suður-Asíu og Austur-Afríku, og hann getur orðið allt að 24 metrar að hæð. Ávextir hans eru appelsínu- gulir og egglaga, um það bil fimm sentimetrar að lengd, og fullþroskað tré getur borið allt að 800 ávexti. Ávöxturinn er hýddur utan af kjörnunum, sem einnig eru nefndir arekahnet- ur eða betelhnetur. Helzta efnið, sem úr þeim má vinna, nefnist arecolin, og nota dýralæknar það sem lyf við bandormum og iðrakveisu í hestum. Aðaláhrif betelsins stafa af arecolininu, sem örvar munnvatnsrennslið og ertir fyrst tauga- kerfið, en hefur síðan lamandi áhrif á það. Áhrif þessi og eitrunareinkenni eru svo mild, að varla er hægt að kalla þau raunverulega eitrun. Hið eina, sem réttlætir slíka nafngift, er hin sterka löngun, sem beteltuggan veldur, ástríðufull betelsýku, sjúklegt betelhungur, sem menn geta ekki sigrazt á. Ef betelneytandinn getur ekki orðið sér úti um betel, veldur það honum sárum þjáningum. Lyf gegn fæðuefnaskorti. Hinn lærði ,,eiturlyfjaprófessor“ Dr. L. Lewin hefur lagt fram furðulega og athyglisverða út- listun á betelvandamálinu, sem verðskuldar fyllstu athygli. Verða rakin hér helztu atriði hennar: ,,Ef litið er á það öryggi, sem ætla má að betelneyzlan veiti gegn skaðvænlegum lofts- lagsáhrifum, svo að alveg sé sleppt nautninni 105 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.