Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1956, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.05.1956, Blaðsíða 22
Dr. med. K. M. K. Að anda Við fyrsta andardráttinn vöknum við til lifsins, og lífinu lýkur, þegar við „gefum upp andann". Að anda er að lifa, og að lifa er að anda. Varla er nokkur athöfn líkamans jafn þýðingarmikil fyrir heilbrigði og vellíðan og andardrátturinn. Kaldur loftstraumurinn, sem’ sog- ast inn í gegnum nefið, örvar starf- semi heilans. Loftið flytur súrefni, sem er undirstaða allra efnaskipta líkamans, ofan í lungun og gegn- um þau út í blóðið, og um leið tek- ur loftið á móti úrgangsefnunum og flytur þau burt úr líkamanum með útönduninni. Ef öndunin er í lagi, reynir minna á hjartað en ef henni er í einhverju ábótavant. Sé önd- unin rétt, léttir reglubundinn og mismunandi þrýstingur þindarinnar á innýflin undir með meltingunni. Sé fullt jafnvægi á inn og útöndun, hefur það róandi og stillandi áhrif á allt taugakerfið og hinn andlega næmleika. Þetta eru aðeins fáein höfuðatriði hins margþætta sambands, sem er á milli öndunarinnar og afkomu þeirrar einingar likama og sálar, sem nefnd er maður. Það er sízt að furða, þótt kennifeður útbreiddra heimsskoðana, svo sem Yoga-spek- innar og Búddatrúarinnar, líti á þjálfun öndunarinnar sem grund- völl að uppeldi sálarinnar, skapgerð- arinnar og líkamans. Engri tölu verður komið á aðferð- ir þær, sem bent hefur verið á til öndunaræfinga og öndunarþjálfun- ar, og það ber vott um, að menn hafi enn ekki komið sér niður á neina aðferð, sem tvímælalaust taki öðrum fram. En þó eru menn sammála um eina staðreynd, og hún er sú, að útöndunin sé að minnsta kosti jafn þýðingarmikil og innöndunin. Flest- ir sjúkdómar í öndunarfærunum, t. d. astma, eru truflanir á útöndun- inni. Þér ættuð að gera ofurlitla til- raun við tækifæri. Þegar þér eruð er að lifa. á gangi úti einhvern daginn, skuluð þér athuga hlutfallið milli skrefa yð- ar og andardráttarins. Sé öndunin heilbrigð og eðlileg, ætti útöndun- in að taka um það bil þrisvar sinn- um lengri tíma en innöndunin. Ef þér takið 3—6 skref meðan þér and- ið að yður, ættuð þér að geta tekið 15—18 skref meðan þér andið frá yður, án þess að neyðast til að anda að yður fyrr. Ef þér eigið létt með það, þurfið þér ekki að hafa neinar áhyggjur, en að öðrum kosti mundi ég ráðleggja yður að tala við heimilislækninn yðar. Rétt öndun er skilyrði fyrir and- legri og líkamlegri heilbrigði manna á öllum aldri. Sérstaklega mikilvæg er hún þó fyrir barnið. Takið þér ekki, móðir góð, litla barnið yðar upp strax, þótt þér heyrið það hrína hástöfum. Gráturinn er önd- unaræfing þess! Leyfið því að þjálfa með honum öndunarfæri sín hálfa klukkustund á dag. Leyfið börnunum yðar líka að hafa hátt og ólmast. Það er þó auð- vitað ekki nauðsynlegt, að slíkur fyrirgangur eigi sér stað í beztu stofunni og á helzt ekki að vera, þvi að loftið þar er ekki alltaf nógu gott. Ef börnin fá að ólmast, þang- að til þau eru að lotum kómin, anda þau líka hraustlega. Við eigum ekki að hindra þau í slíku, heldur ættum við að taka þau okkur til fyrirmyndar. Einn af viðskiptavinum Levinskys var alþekktur fyrir það, hversu skuldseigur hann var. Hann var, að heita mátti, ófáanlegur til að borga það sem hann keypti. Levinsky skrifaði honum því í örvæntingu sinni eftirfarandi bréf: „Herra minn. Hver keypti af mér heilmikið af vörum og borgaði ekki ? — Þú. Og hver lofaði að borga eftir tvo mánuði? — Þú. Hver horgaði ekki eftir tvo mánuði? — Þú. Hver er fantur, þjófur og lygari ? —- Þinn einlægur A1 Levinsky." Syngman Rhee er kristinnar trua1’ útskrifaður doktor frá Princetou Tjgx háskólanum í Bandaríkjunum. m. a. nemandi Wilsons forseta. Korrl fyrst fram sem stjórnmálamaður ur ið 1910, þá foringi sjálfstæðishrej ^ ingar Kóreumanna (gegn Japönum Fyrst kosinn forseti 1919 (af útla6a stjórn í Shanghai), aftur 1948 og n nvleea í briðia sinn. Louise Sutherland hjúkrunarkon frá Nýja-Sjálandi fékk fyrir fjórU árum þá hugmynd, að hjóla hverfis jörðina. Henni virðist '® að takast það. Nýlega kom hún Englands frá New York og hafðl hjólað 20,000 km. Hún hvílir sig^a ferðalaginu við hjúkrunarstörf e aðra vinnu. HEIMILISBLAÐIÐ 110

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.