Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1956, Qupperneq 30

Heimilisblaðið - 01.05.1956, Qupperneq 30
inn í kverkunum. Hún vildi vera alein. Julien kom nær. „Þú mátt alls ekki vera ein,“ sagði hann. ,,Við verðum hér þá bæði.“ Hún gat ekki sagt fleira, en hristi höfuðið. Loksins stamaði hún: „Þetta er móðir mín, mín móðir. Ég vil vaka ein hjá henni.“ „Lofið henni að ráða,“ sagði læknirinn. „Vökukonan getur verið í næsta herbergi." Presturinn og Julien samþykktu þetta. Þeir þráðu fremur að hvílast í rúmum sínum. Prest- urinn kraup og fór með bæn, reis síðan á fæt- ur og tautaði, um leið og hann fór: „Þetta var góð kona.“ Hann sagði þetta í sama tón og hann var vanur að segja: Dominus vobicum. Julien spurði í hversdagslegum tón: „Viltu ekki borða eitthvað?“ En Jenný þagði. Hún áleit satt að segja, að hann væri ekki að tala við sig. Hann endurtók því: „Þú gerðir samt rétt i því að fá þér matar- bita, til þess að geta vakað.“ Þá svaraði hún eins og í leiðslu: „Sendu strax boð eftir pabba.“ Og hann fór við svo búið og sendi mann á hesti til Rouen. Hún varð kyrr og sökkti sér niður í sárs- aukaþrungnar hugsanir. Hún beið þess að verða ein með móður sinni, til þess að gefa sig ör- væntingu sinni á vald. Það var orðið skuggsýnt í herberginu. Mad- dama Dentu reis á fætur og læddist um her- bergið með hljóðlausu göngulagi vökukonunn- ar. Hún kveikti á tveimur vaxkertum, sem hún setti á náttborð hjá höfðalagi rúsmsins. Hún virtist ekki sjá né heyra Jennýu, sem beið þess að verða alein. Julien kom aftur. Hann hafði borðað og spurði: „Viltu ekkert borða?“ Hún hristi aðeins höfuðið. Hann settist, með svip, sem gaf frekar til kynna auðsveipni en sorg. Þau sátu, öll þrjú, spöl hvort frá öðru, án þess að hreyfa sig eða mæla orð frá vörum. Vökukonan blundaði öðru hvoru og rak upp háar hrotur, svo að Jenný hrökk í kút. Loksins stóð Julien á fætur. Hann gekk til Jennýar og sagði: „Viltu þá helzt vera ein?“ Hún tók áköf utan um hönd hans: „Já, farið þið bara og lofið mér að vera einni!“ Hann þrýsti kossi á enni hennar, um leið °% hann tautaði: „Ég skal líta inn til þín seinna.“ Hann gekk út með maddömu Dentu, sem ýtti hæginda stólnum sínum inn í næsta herbergi. Jenný lokaði hurðinni og opnaði síðan báða gluggana upp á gátt. Hlýr vindgustur barst til hennar. Að vitum hennar lagði ilm af r1? slegnu heyi. I tunglskininu sá hún heysáturn ar á flötinni, sem hafði verið slegin dag'ir>íí áður. - Henni geðjaðist ekki að þessari þægile£u lykt. Á þessari stundu fannst heni hún an styggileg. Hún gekk aftur að rúminu, lyfti upp anI1 ari hendi líksins og fór að athuga móður sina- Andlit hennar var ekki lengur þrútið, einS og fyrst. Hún virtist sofa rólegum svefni, ro legri svefni en hún hafði sofið nokkru sinn1 fyrr. Bleikur ljósbjarminn af kertunum flökh til af vindgustinum frá glugganum og .lék nin andlit hennar, sem sýndist jafnvel lifandi- Jenný gat ekki hætt að stara á hana. Fjni 1 minninga frá æskuárunum kom fram í huga hennar. Hún endurlifði heimsókn móður sinnar ,1 klausturskólans, minntist þess, á hvern ha - hún hafði rétt henni pappírspokann með ko unum, og íjöldi annarra smáatvika kom heun' í hug, blíðuatlot, sem hún hafði sýnt henu1’ setningar, sem hún hafði sagt, raddhreimul' hlýtt handtak, hrukkurnar við augu henna1'’ þegar hún hló, og hátt andvarp, þegar kun settist. Nú stóð hún hér, starði á hana og endu1, tók í sífellu: „Hún er dáin.“ Ógn þesara °r a var rist djúpt í huga hennar. H ú n, sem lá þarna, móðir hennar, ^ Adelaide, — hún var dáin. Hún gat aldre^ framar hreyft sig, aldrei framar talað, framar hlegið, aldrei framar setið til borðs me pabba. Hún mundi aldrei framar segja: „G° an daginn, Jenný mín!“ Hún var dáin. Innan skamms mundi verða smíðuð han^ henni kista, hún lögð í hana og grafin. Og P var öllu lokið. , Aldrei framar mundi hún sjá hana. Gat P annars átt sér stað? Hvernig átti hún að velU án móður sinnar? Hvernig gat hún verið an ástvinarins, sem er okkur öllum svo kær, og við auðsýnir okkur umönnun og blíðu á meðan erum ósjálfbjarga? Aldrei framar mundi hun HEIMILISBLAÐIÐ 118

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.