Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1956, Page 40

Heimilisblaðið - 01.05.1956, Page 40
Eplin eru þroskuð. Palli og Kalli biðja gíraffánn að hjálpa sér að tína eplin af trjánum. „Þú hefur svo langan háls, og þá þurfum við engan stiga!“ segja þeir. Gíraffinn er fús til verksins. En eplin bragð- ast svo vel, að hann gleymir að henda þeim niður í körfuna til Kalla og Palla. Hann borðar öll eplin. Það var ljótt af honum! En um kvöldið verður hon- um hræðilega illt maganum. Hann biður Kalla og Palla um hjálp. Þeir gefa honum lyf og leggja hita- poka á kvið hans. Daginn eftir er gíraffinn orðinn heilbrigður. Hann fer strax til Kalla og Palla og biður þá að fyrirgefa sér. Frænka Kalla og Palla hefur skrifað þeim, að hún ætli að heimsækja þá. Kalli og Palli eru önnum kafnir við að taka til í húsinu. En þá vantar gólf- teppi. Þeir biðja tígrisdýrið að leggjast á gólfið fyrir framan hægindastólinn, en þá er eins og nýtt gólf- teppi sé á gólfinu. Frænka sezt í hægindastólinn og setur fæturna á fallega „gólfteppið". En tígris dýrið kitlar svo mikið, að það fer að urra, og Kal1 og Palli segja upp alla söguna. Frænka hlær og se® ir, að tígrisdýrið megi til með að setjast heldur til borðs með þeim og fá sér kaffisopa. Það líka tígrisdýrinu heldur betur.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.