Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1958, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.01.1958, Blaðsíða 10
um steingerfingana, var Niels kallaður heim til Kaupmannahafnar af konungi, sennilega að frumkvœði Griffenfelds, til að taka stöðu sem konunglegur líffærafræðingur og þá jafnframt líkskurðarmaður. Háskólinn í Kaupmannahöfn sá sér þó ekki fært, hvorki 1664, þegar Niels kom heim sem heimsfræg- ur vísindamaður eða nú, að veita honum neinn heiður eða starf. Meiningamunur var of mikill. Hvort Niels hefur þarna verið beittur órétti eður ei, verður ekki mælt á nútíma mælikvarða, en aldarandinn þá var slíkur, að guðfræðingur einn danskur sagði, að ef Niels yrði hleypt að háskólanum, væri það sama og að daðra við hina babylönsku hóru. Skilningur á trúarskoðunum hans virðist því ekki hafa verið á háu stigi. Að vetrarlagi 1673 hélt Niels eitt sinn opinberan fyrirlestur um krufningu og líf- færafræði við líffærafræðistofnunina við vorrar Frúar torg. Á eftir fyrirlestrinum fór svo fram opinber krufning. Það væri synd að segja, að ekki væri margmenni samankomið til að vera viðstatt atburð þennan, og lét kennari hans frá æsku, Thomas Bartholin, prenta fyrirlesturinn í riti, er hann gaf út. Er við sitjum þarna á hörðum trébekk í kapellunni, þar sem jarðneskar leifar Niels- ar liggja, koma oss fyrir hugskotssjónir nokkrar setningar úr ræðu hans frá 1673. Hver sá, er á fagurri árstíð lítur fagurt landslag, finnur við það eins konar unaðs- kennd, en beygi hann sig niður að smáblómi og athugi það nánar, blöð þess og blóm, finnst honum það vissulega enn fegurra er hann sér formfestu þess og hversu öll bygg- ing þess hefur sínu hlutverki að gegna. Þann- ig hélt Niels ræðu um fegurð hins skapaða —— um Guð og um leit vora að þekkingu. „Fagurt er það, sem við sjáum, fegurra þó það, er við öðlumst þekkingu á, en enn fegurst það, er við ekki skiljum né þekkjum til fulls.“ Þannig leiddu hugleiðingar hans á fegurðinni hann inn í heim trúarinnar. Niels gat ekki fest rætur í Kaupmanna- höfn, hann varð að halda áfram. 1675 fer hann svo aftur til Ítalíu, tekur þar prests- vígslu og biskupsvígslu tveim árum seinna. Er hann nú sendur til Þýzkalands til trú- boðsstarfa, fyrst í Hannover, en síðar til fleiri staða. Nú mikil lágu fyrir barátta, u: honum erfið íz yfir lauk árið og starfsar 1686 1 Schwerin, en þar dó hann úr ákaflega kval fullum sjúkdómi, sennilega nýrnasteinun1- Lík Nielsar var nú flutt til Lorenzo-k'1"^ unnar í Firenze og jarðsett í kapellu un^a aðalhvelfingunni. En fyrir fjórum áruin, 1953, voru jarðneskar lel a. aðalki*; unni. Viðstaddir athöfn þá voru margú" v^_ indamenn frá öllum löndum heirns, 3 25. október hans fluttar í nafnkapellu hans í fjölda kennimanna. Og eins og áður er , , er nú unnið að því að fá nafn hans óafmá^ lega skráð meðal dýrlinga hinnar rómve1 kirkju. Niels var í trú sinni svo auðugur af Þ Jf n||l* sem kallað er kærleiki til náungans, ao geta sótt til hans þekkingu á, hvernig krlS , um manni ber að lifa í heimi hér, svo Guði, skapara hans, sé þóknanlegt. ,g, Það ber því gleðilegan vott aukinni V1 sýni, er Kaupmannahafnarháskóli, sem ^ þrern hundruðum ára hafði ekki víðsýn1 þekkingu til að nota sér vinnukraft Pe stórmennis, hefur nú alveg breytt um s , ^ og heiðrar minningu hans m. a. með >V1 3Si stilla svo til, að nt h1111 svo til, að einn af trúfélögum séra Scherz, varði einmitt nú í haust, e orsritgerð um líf og starf Stensens. _ ,j. Frá ræðustól þessa háskóla hljómuðu ur harðir fordæmingartónar um skeð ^ Stensens, en nú er líf hans og starf fy1'11 ^ mannkyn metið þar og lofað að verðleik Færi betur, að svo yrði víðar. 8 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.