Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1958, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.01.1958, Blaðsíða 18
Trú mín á lífið eftir dauðann Fólk, sem hefur vakað við dánarbeð, segir, að það hafi séð orð Biblíunnar verða að veruleika. Eftir séra Norman Vincent Peale. Dag einn, þegar ég fékk þau boð, að móðir mín væri dáin, gekk ég inn í kirkju mína og kraup í ræðustólnum. Ég vildi finna nær- veru mömmu; því að hún hafði svo oft sagt við mig: „f hvert einasta skipti, sem þú ert í ræðustólnum, þá er ég hjá þér.“ Að því búnu gekk ég inn í skrifstofu mína. Á borðinu lá þessi gamla, snjáða Biblía, sem ég skil aldrei við mig, hvert sem ég fer. Ósjálfrátt lagði ég hönd mína á hana, eins og til að leita mér huggunar. Meðan ég stóð þarna og horfði út um gluggann, fannst mér allt í einu, að tvær mjúkar hendur væru lagðar blíðlega á höfuð mitt. Ég fylltist ólýs- anlegri gleði. Ég hef alltaf fundið þörf hið innra með mér til að kryfja hvert mál til mergjar, og jafnvel nú reyndi ég að dæma þetta atvik persónulega. Skynsemi mín sagði mér, að þetta hlyti að hafa verið ímyndun, tilkomin vegna sorgar minnar — en ég gat ekki feng- ið sjálfan mig til að trúa því. Og frá því augnabliki hef ég ekki nokkra stund efazt um það, að móðir mín var raunverulega hjá mér. Ég veit, að hún lifir, og að hún mun lifa að eilífu. Ég efast alls ekki um, að það sé líf eftir dauðann. Það er mín sannfæring, að þegar við deyjum, munum við hitta þá, sem okkur þykir vænt um og sameinast þeim aftur að eilífu. Ég held, að persóna okkar lifi áfram í víðtækari skilningi, í lífi, þar sem hvorki er til þjáning né sorg eins og við búum við hér á jörðu. En ég vona, að við þurfum áfram að berjast fyrir einhverju — því að baráttan er holl. Það mun einnig áreiðan- lega vera um áframhaldandi þróun að ræða, því að líf án andlegrar þróunar yrði óendan- lega snautt. Fyrir allmörgum árum las ég álit vísinda- manns á þessum málum. Hann lýsti því með þessari setningu: „Þegar manneskja deyr, er sem blásið sé á lífsneistann eins og þegar slökkt er á kertaljósi." Það var hlustað hann með takmarkalausri virðingu, þvl þá stóðu andleg vísindi ekki á háu stig1- í dag myndu menn blátt áfram biðja 11 um skýringu á skoðun sinni. Hvernig hann vitað þetta? Sannleikurinn er sa. .5 hann gat ekki vitað það, og þaðan af s^a sannað það. ^ ^ að ekk' okkat fun^10 prá Við trúum á eilíft líf vegna þess, getum ekki sannað það, en við reynum^ sanna það vegna þess, að við getum e annað en trúað á það. Og einmitt ósjálfráða hugboð, að við höfum sannleikann, er ein sterkasta sönnunm- eftir eilífu lífi er svo almenn, að heimurir^ getur varla skellt skolleyrum við henni- - ^ sem við þráum svo innilega, og það, sem skynjum svo sterkt, hlýtur að endurspef? áþreifanlega í tilveru okkar. Menn trúa ekki slíkum sannindum, að hægt er að sýna fram á og sanna — það er trú og innsýni, sem gera ÞaU ,»j veruleika. Innsýni er líka mikilvægt a í vísindalegri tileinkun sannleikans. Fran ^ heimspekingurinn Henri Bergson sag^1’ þegar vísindamenn næðu ekki lengra rannsóknum sínum, kæmi innsýni þeirra að góðu haldi við leit að sannleikanum- . Vísindalegar rannsóknir styrkja m® ^ okkar og trú. Efnishyggjuleg skoðun a verunni er við að hverfa. Vísindin vl kenna óákvarðanlegan, andlegan k]a sem lífið felur í sér. ggr Ég ræddi einu sinni við konu Tóma^^ því þaa að Edisons um skoðun manns hennar a ður eftir dauðann. Þessi frægi hugvitsm3 trúði því eindregið, að sálin lifði áfra10’ yfirgæfi aðeins líkamann við dauðann- ar líf Edisons var að fjara út, tók ^ hans eftir því, að hann reyndi að segJa *j hvað. Læknirinn laut yfir hann og 11 e' hinn deyjandi mann segja: „Það er 1 fagurt þarna fyrir handan.“ 16 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.