Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1958, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.01.1958, Blaðsíða 28
ekki gengið út frá því með vissu, að Katrín verði flutt um borð aðfaranótt þriðjudags. Tveir hljóðeinangraðir klefar eru í bátnum og svo vel faldir, að báturinn getur auð- veldlega tekið höfn í Rouen með hana um borð, án þess að nokkur hafi minnstu hug- mynd um það eða verði þess var.“ Tómas tók á öllu, sem hann átti, til að tala eins rólega og hann gat: „Hún er ef til vill þegar komin um borð?“ ,,Það er hugsanlegt, en ég tel hað ósenni- legt. En auðvitað getur það átt sér stað. Það liggur því í augum uppi, hvað við verð- um að gera. 1 fyrsta lagi verðum við að reyna að ganga úr skugga um, hvort hún er komin um borð eða ekki. Ef við komumst að því, að hún sé ekki komin um borð, verð- um við að hafa gát á vistabátnum og ekki sleppa augum af honum, fyrr en gufuskipið, sem á að taka við farminum, er á leið út úr höfninni. Það varð stutt þögn. ,,Hvernig?“ sagði Marteinn stuttur i spuna, og Mansel' hló. „Það er ekki eins erfitt og það lítur út fyrir,“ sagði hann. „Það er bara um að gera að vera djarfur, án þess að vera óvarkár.“ Aftur varð stutt þögn. Tómas vætti varirnar. „Ég hef hugsað mikið um, hvað ég ætti að segja við yður,“ sagði hann, „þegar ég sæi yður aftur, en það eina, sem ég get sagt, er, að ef ég gæti einhvern tíma í framtíðinni orðið yður til’ hjálpar þurftið þér bara að gefa mér bend- ingu, þá er ég boðinn og búinn . . . .“ Mansel lagði höndina á öxl hans. „Kærar þakkir,“ sagði hann blátt áfram. „Meira er ekki hægt að fara fram á. En þér skulið ekki fá þá grillu í höfuðið, að þér standið í einhverri þakkarskuld við mig. Ég er þakklátur fyrir að fá að hjálpa yður og þessari vesalings ungu stúlku. Ef ég væri hins vegar að þessu til að afla mér peninga, get ég sagt yður það, að ég gæti fengið 100.000 krónur fyrir að koma upp um þann mann, sem við nefnum ekki á nafn. En ég geri mér engar vonir um að græða peninga á þessu tiltæki. Þetta er mitt áhugamál." Þeir óku í stundarfjórðung. Þá hægði Carsov á ferðinni, og þremenningarnir fóru út úr bifreiðinni á stað einum í skóginum, þar sem þrjár leiðir mættust. „Ég hef þörf fyrir yður seinna, Carsov, sagði Mansel. „Leggið bifreiðinni í skógar þykkninu á vanalegum stað og komið r>iður að mjóu brúnni, þar sem stíflan er í anni- Bifreiðin ók í burtu, og Mansel áfram beint í suður og beygði því næst 11111 á stíg til hægri. „Nú erum við staddir," sagði hann, >> nesi, sem liggur út í fljótið. Við Carsov þekkjum þennan stað vel, því að við höfn111 dvalizt hér í um vikutíma við njósnir. SelU stendur liggur vistabáturinn við festar vestanverðu við nesið í skjóli við skóg1IlU’ sem við komum bráðlega að. Þetta eru Þ^1 upplýsingar, sem ég hef aflað mér. Nesið ® um 10 kílómetrar að lengd, og það V1 segja, að við munum finna bátinn innaU tveggja tíma. En það er ekki til neins a leita hans, fyrr en tunglið er komið npí^ Strax og Carsov kemur ætla ég að sen ^ hann eftir matvælum, sem eru hérna 1 u3 grenninu, og við snæðum kvöldverð n1 við fljótið." Undir laufi trjánna borðuðu þeir og Að drukku það, sem Carsov færði þeun- afloknum snæðingi, var tunglið komið nP og þeir hófu leit sína að vistabátnum- Þeir læddust meðfram fljótinu og bo þegar farið sex kílómetra, þegar MaIlS sem gekk á undan hinum, nam staðar lyfti hendinni í viðvörunarskyni. » „Það kemur bifreið gegnum skóg11111^ sagði hann. „Segið Carsov það og & ^ mér eftir.“ Hann tók til fótanna og leit við °S ^ til vinstri í áttina til skógarins. Tómas 0® það sama og kom í þeirri andrá auga a í fjarlægð. Bifreið með fullum ljósum nálgað^ um, eins og hún ætlaði að æða yfir v^r sem fjórmenningarnir fóru eftir, en Þ3^ alveg óhugsanlegt, hún varð að nema einhvers staðar á árbakkanum. * Tómas sá nú, að Mansel stefndi Þang0j., m hún mvndi að líkindum nema sem hún myndi að líkindum nema og hann skildi, hvers vegna Mansel hlj°p k°ul' allt hvað af tók. Hann ætlaði að vera f inn þangað og búinn að taka sér stöðu, en bifreiðin kæmi. 3, Þeim tókst það, en það mátti engu 111 og þeir höfðu rétt komizt í felur, þegal 26 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.