Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1958, Blaðsíða 36

Heimilisblaðið - 01.01.1958, Blaðsíða 36
bæði sem spilamönnum og manneskjum, og lærði að bera virðingu fyrir þeim. Margir af farþegunum, sem ég minntist á, voru einmitt Kínverjar, og allir voru þeir meistarar í Mah-jong og póker. Kaldir og ákveðnir, fullir sjálfsstjórnar, og ofar öllu tilbúnir að tapa og vinna, eins og þeir væru heiðursmenn. Að minnsta kosti einn þeirra, Wang-Foy, var heiðursmaður. Það mun ég hvenær sem er og hvarvetna staðfesta, ef með þarf, jafn- vel inn í miðri Ástralíu eða Kaliforníu. Hann var alveg eins ástríðufullur spila- maður og ég, og allan þann tíma sem hann var um borð, sátum við báðir, það segi ég satt, við spilaborðið dag og nótt. Það var varla að við létum eftir okkur að sofa nokkur andartök eða fórnuðum nokkrum tíma til að gleypa í okkur mat. Ef til vill hefðum við ekki strandað á sandrifinu við Ugra, ef ég hefði ekki verið svona upptekinn af spilunum. En við strönduðum einmitt þegar myrkrið var að skella á, og þá vörpuðum við akkeri fyrir borð og héldum kyrru fyrir. f níu tilfellum af tíu skolar straumurinn sandinum frá skipsskrokknum yfir nóttina, ef maður hefur aðeins varpað einu akkeri fyrir borð, svo við lögðum ekkert aukaerfiði á okkur og létum okkur nægja að stramma á akkerisfestinni með gangspilinu. Þá borð- uðum við kvöldmat, og þegar því var lokið, fórum við Wang-Foy aftur að spila. Fyrst í stað spiluðum við póker — en án lágspilanna frá tvistinum til sjöunnar og með joker. Wang var prýðilegur blekkingameist- ari, og um níu-leytið, þegar Pjotr, snúninga- strákurinn minn, kom með te handa okkur, var hann búinn að vinna flest-alla peninga mína af mér. Þá breyttist lánið, eins og það gerir ávallt, ef maður hefur bara nógu mikla þolinmæði og betlar það ekki um neitt, og um miðnætti stóðum við mjög líkt að vígi í peningamál- unum. Það er að segja, á borðinu fyrir framan okkur báða lá væn peningahrúga, að mestu leyti gylin og Singapore-dollárar. Um þetta leyti var kolsvarta myrkur úti, og við fundum að skipsbotninn losnaði af sandrifinu, og skipið byrjaði að vagga ofur- lítið, þar sem það lá við festar. Við vorum báðir orðnir fremur leiðir 3 að spila póker, og samkvæmt uppástungu Wangs fórum við að spila Bakkarat eða öl u heldur „Chemin de fer“, einskonar einfa Bakkarat, sem ekki leyfir neina varkárni, eU sem með hundrað prósent vissu reitir annan spilamanninn gersamlega inn að skyrtunn1’ Brátt varð þetta spennandi, því hafði heppnina með sér, og þar sem ég faldaði alltaf upphæðina, sem ég lagði un ir, þegar ég tapaði, var upphæðin eftir hvelJa umferð svo há, að aðeins eitt tap enn he sett mig alveg á hausinn og Wang niyu hafa orðið tíu þúsund rúblum ríkari. Og nú byrjaði það mest taugaæsandi sp sem ég hefi nokkru sinni tekið þátt í a h leiðinni. Ég varð eitt sinn var við högg eins og Þe& ar rekadrumbur rekst utan í skipshliðina °% eftir á var mér og ljóst að ég hafði hey þrusk eins og þegar menn læðast og h°rr hljóð frá káettunni, þar sem Pjotr svaf. Það var ekkert að heyrn minni — ^ mín höfðu nokkrum sinnum heyrt óven]u leg og grunsamleg hljóð og sent skilabo samvizkusamlega upp í heilamiðstöð m1113 En miðstöðin, það er að segja heilinn, of upptekinn af spilamennskunni og ^ e skilaboðunum sem þýðingarlausum hlut markleysu til hliðar. Auðvitað hafði ég ekki látið mig drey^ um að Hugusen-ræningjarnir myndu arse,j_ að ráðast á skip sem var vopnað sex v byssum, og að einmitt þar sem við höf° ^ rekist á sandrif væri hópur þeirra á str°u^^ inni rétt hjá. Þetta var ein af þessum viljunum, sem virðast henda mann, b®111 línis af því hvað hún virðist ólíkleg. . En það var einmitt það sem gerzt ha Ræningjarnir höfðu í skjóli myí'kurS*nS’ læðst upp í tvo báta og látið straum1-^ bera sig að skipinu og höfðu þannig hljóðlaust um borð, og gátu komið val^ mönnunum að óvörum og gert þá °vl, áður en þeir gætu komið upp nokkru hl] og gefið aðvörunarmerki. ^ Ég sat þarna með bakið að dyrunum, 0 ^ eins og eðlilegt var sá Wang þá fyrst, eð hann sat beint á móti mér og þurfti e nema að líta upp, til þess að dyrna1 glugginn blöstu við honum. og Hvenær hann varð þess var, að allar ga ttir 34 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.