Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 12
um 250 franskir menntaskólanemar hver 17.500 franka (um 1000 krónur) og leggja af stað út í heiminn án foreldra, kennara og leiðsögumanna. Þeir verða að heita því að ferðást upp á eigin spýtur, ekki skrifa heim, ef farareyririnn hrekkur ekki, og vera burtu að minnsta kosti mánaðartíma. Næstum 2000 drengir 18 ára og yngri hafa síðan annarri heimsstyrjöldinni lauk, lagt þannig land undir fót algjörlega upp á eigin spýtur til að upplifa hið mikla ævintýri — þeir hafa svo að segja hlaupizt að heiman, en þó með leyfi foreldra sinna. Flestir þeirra ferðast um Evrópu, en einstaka hafa komizt yfir Atlantshafið til Bandaríkjanna og Kan- ada, eða haldið austur á bóginn og náð alla leið til Ceylon, eða suður á bóginn alveg til Mið-Afríku. Einn þeirra fór 30.000 kíló- metra leið á tveimur og hálfum mánuði. Þessir 17.500 frankar, sem þeir leggja upp með, hrökkva ekki langt, og þessir ungu piltar, sem fæstir hafa unnið fyrir sér áður, eru neyddir til að leita sér að atvinnu til að geta séð sér fyrir fæði og húsnæði. þeir hafa unnið á bóndabýlum og í kolnámum, ráðið sig á skip, þvegið upp diska, flysjað kartöflur, kennt frönsku og selt benzín. Einn þeirra ferðaðist um þvert og endilangt Frakkland og vann fyrir sér með því að syngja. Annar varð fyrir því óláni í gisti- húsi á Spáni, að öllum peningum hans var stolið, en í stað þess að fara í franska sendi- ráðið, gerðist hann leiðbeinandi ferðamanna í Granada og vann þannig fyrir heimferð- inni. Sá þriðji fór til Afríku og safnaði þar sjaldgæfum fiðrildum, sem hann seldi í svo stórum stíl, að hann kom heim með þó nokk- urn hagnað. Þrír skrifuðu bók um ferða- minningar sínar eftir heimkomuna og bættu með því f járhagsástæður sínar verulega. Þessar ferðir eiga þó ekki eingöngu að vera heillandi ævintýri. Drengirnir takast á hendur að kynna sér ákveðna iðngrein, list- grein eða eitthvað sagnfræðilegt viðfangs- efni. Þeir hafa leyst af hendi undraverða greinagóðar frásagnir um byggingarlist Mára á Spáni, trjá- og pappírsiðnað í Kanada, fiskveiðar Islendinga og hvalveiðar Norð- manna. Skrifstofa Jean Walters er alltaf opin „drengjum hans". Hann fylgist með þeim til að ganga úr skugga um, hvort þeir hafi þarf öðlazt þann þroska og hugrekki, sem . til að komast áfram í lífinu. Það er e* auðvelt að gera honum til hæfis, en hann í hæsta máta ánægður með þann aran^ ' sem náðst hefur. Það er enginn vafi a P að þessi ferðalög stuðla að líkamlegu þroska drengjanna. „Þegar ég lagði af u ' fannst mér 30 kílómetrar vera óendan vegalengd," segir Jean Rousselet. pegar ferðinní var um það bil að ljúka, hjólac^ 130 kílómetra á dag í roki og rigningu „Ég var algjörlega vöðvalaus," segir Jea»- allt Marie Desproges, „og ég varð að læra frá byrjun. Það liðu tveir dagar, áður e ,, uppgötvaðí, hvernig ættí að kveikja Fætur mínir voru orðnir útsteyptir í " um, áður en mér lærðist að hjúkra P sómasamlega. En þegar ég kom aftur n vissi ég, að ég var jafn að líkamsburðum hver annar." Jean Hardy öslaði með erfiðismunum yfir tuttugu sentimetra snjólag í Norðm" þjóð, þar til hann rakst loks á mannlau^ kofa. Hann kveikti upp í kofanum til a° sér kaffi og setti stígvél sín til þerris a inn. Á meðan hann sat og naut kaffis°P „ gleymdi hann algjörlega stígvélunum, þegar hann fór að huga að þeim voru V svo brunnin, að ekki var um annað a° » . en að fleygja þeim. Það eina, .sem hann eftir, voru tennisskór. Hann játar, ao gróf höfuðið í höndum sér og grét. Dag ^Q eftir gekk hann 50 kílómetra vegalengo að segja berfættur, en þá fékk hann ap: í vörubifreið. Til allrar hamingju hafði ekki meint af volkinu. Þannig læra drengirnir, að þeir ver að -----------o--------------------o--------1 — x— rfget^ beita skynseminni, vera sparsamir og » útbúnaðar síns. Þeir læra að skilja giW1." j£ inganna — og gleðjast yfir því sem Pe áorkað upp á eigin spýtur. Drengirnir eru hrifnir af þeirri veM. Id, sem þeir mæta meðal allra þjóðerna. >¦¦ er glaður yfir, að til er manntegund, aldrei mun deyja út," sagði einn drengJa ,,en það er gott fólk." Annar ákvað, að skyldi vinna að því allt sitt líf a* ^- meiri vináttu milli Þýzkalands og " ^ lands, aðallega vegna ógleymanlegra sem hann hafði átt á ferð sinni um Bay Þeir eiga ótæmandi endurminninga .f ferðina eftir heimkomuna, og allir eru 56 HEIMILISBLABIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.