Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 16
MORGAN LEWIS: Týnda sönnunargagnið Gufan þeyttist út úr stút kaffikönnunnar og reif Chris Holden loks úr þungum hug- leiðingum. Hann setti könnuna til hliðar og varð aftur djúpt sokkinn í hugleiðingar sín- ar, þar sem hann stóð með hendur á mjöðm- um við ofninn, hár og grannur, rétt yfir tví- tugt með þykkt, dökkt hár. Hann renndi gráum augunum yfir herbergið með öllum þess kunnuglegu hlutum: gamla, rispaða eld- húsborðið, borðið og stólana smíðaða á iðju- leysisstundum vetrarins, blaðamyndirnar festar á veggina og, í næsta herbergi, auða rekkjuna, rúmfötin samanvafin til ferðalags. Hann hafði staðið á eigin fótum frá því að hann var fjórtán ára, og baráttan til við- halds lífinu og komast áfram hafði sett spor sín í djarflegt, ungt andlit hans. Hann hafði þjálfað sjálfan sig í að verða harðan og framtakssaman, eins og stóri Jim Dunkle, sem átti stóran búgarð niður á sléttunni, en örvæntingarglampa brá fyrir í augum hans; það var dapurlegt að vera nú að borða síðustu máltíðina á búgarði sínum. Heim- skautakuldinn og eyðingarmáttur vetrar- snjóanna hafði lagt hann að velli. Núna, þegar vorið var að koma, rotnuðu skrokkar búfénaðar hans, þar sem hann hafði drepizt. Og það var enginn möguleiki til að byrja á á nýjan leik og peningar voru eins sjaldgæfir og vatn í eyðimörk. Hann hrökk við, er hann heyrði kall úti, og gekk út í þröngt anddyrið. Jim Dunkle sat á baki jarpa hestinum sínum fimm fet frá húsinu, sterklega vax- inn maður með andlit flatt eins og skóflu- blað, og frakkann hnepptan upp í háls vegna kuldanæðingsins. Á bak við hann voru hæð- ardrögin, sem lágu niður að blómlegri jafn- sléttunni, sem tilheyrði honum. Hann sló þungbúinn hendi sinni á hart lærið. „Taktu hest þinn Chris, og komdu með mér! Við höfum fest hendur í hári þ0^ aranna, sem stálu kvikfénaðinum! Ed . og Stumpy hafa þá í vörzlu sinm Pawnee-sléttu.“ Rödd hans skalf af reiði- Af gömlum vana kinkaði Chris kolli sneri inn aftur. Dunkle hafði haft hann ^ vinnu í þrjú ár, hafði hjálpað honum til ®, byrja búskap, og hann fann að hann st j þakklætisskuld við hann. Hann tók tvö sk1" og sneri við. • ,,Ég held að það sé til einskis að ég með, herra Dunkle.“ Stóri búgarðseigan01 ^ vildi gjarnan láta titla sig. ,,Ég er buinn vera hér. Það var ætlun mín að fara burt' ,k' Þykkir rauðir hárlubbar yfir eyrum Eun les og ávani hans að hafa glampandi aUn galopin, minntu mann á uglu. „Síðasti v var slæmur, en ég vissi ekki að hann n yfirbugað þig.“ Rödd hans var alval e^ „Mér líkar ekki að þú hverfir héðan " þykir mikils virði að hafa mann hérna, g ég get treyst.“ Það var ekki laust vlí^ ^ framkoma hans bæri vott um mikilmenn ^ „Má vera að við getum fundið leið ti koma fótunum undir þig aftur.“ Óþolin111^ gætti í rödd hans. „Hvað um það, taktu hestinn þinn og komdu með mér. Við nlU um tala um þetta seinna.“ ^ Chris var fullur aðdáunar á þeSjug- heppna jarðeiganda. Jim Dunkle var ^ legur og þróttmikill, einbeittur x hugsuU^ gæddujjsterkum viljakrafti að fá þaði hann vildi, eiginleikar, e* höfðu hjálpað ^ um upp á toppinn. Og Chris vildi vera toppinum! 0g „Jæja þá, herra Dunkle,“ sagði hélt aftur inn í húsið til að ná í byssu f1^. Jim Dunkle gekk aldrei á bak orða sin - ef hann sagðist ætla að hjálpa mann1 gerði hann það. Dunkle var þegar lagður af stað þa 60 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.