Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 20
Hann gekk til gamla mamnsins og tók um axlir hans. Hann hristi hann. „Hvar er papp- írsblaðið, Jake frændi? Hvað gerðir þú við það?" Einhverri skilningsglætu brá fyrir í þess- um gráu augum. Gamli maðurinn bar hend- urnar upp að hattinum sínum, en ýtti hon- um enn fastar niður á höfuðið og nú sá Chris hvíta örina eins og hálfmána í lögun á brúnu enninu rétt fyrir ofan augabrúnirn- ar, og beindust hornin að hársverðinum. „Hann getur ekkert munað!" — Fickett hristi höfuðið ráðþrota og hóf hraða leit í vösunum, tæmdi þá, umhverfði þeim þar til gamli maðurinn leit út eins og fugla- hræða. Hann fór höndum um buxnastreng- inn, hann sleit jakkafóðrið frá saumnum og þreifaði innanklæða. „Reyndu skóna," stakk Dunkle upp á með rödd er bar vott um óþolinmæði. „Ég hugsaði aldrei út í það!" Fickett fékk gamla manninn til að setj- ast, og með taugaóstyrkum höndum dró hann skóna af fótum hans. Hann færði hann úr sokkunum og sneri þeim við á meðan Jake frændi starði á berar tærnar. Fickett lét seinni sokkínn detta og hristi höfuðið. „Hún getur hafa verið í vasa hans og dottið úr honum, þegar hann tók upp tóbakið sitt, án þess að hann yrði var við það." Það var örvinglun í rödd hans. „Ertu viss um, að hann hafi ekki látið þig fá hana?" Rödd Dunkles var vissulega alvarleg, en Chris fann þó að hann var að leika sér að Fickett, fullviss um að það væri enginn pappír og hefði aldrei verið. Fickett hristi höfuðið. „Ne-ei, ég er viss um það." En hann byrjaði að leita kyrfilega í vösum sínum. Hann lagðist á hnén og hlut- ir hans mynduðu ofurlitla hrúgu, — vasa- hnífur, snæri, dálítið af smápeningum, ým- islegt dót sem menn bera á sér. Hann leit upp til Dunkles. „Það er þýðingarlaust. Við erum ekki með hana!" „En hvað um skóna þína?" Fickett starði á hann. Roði kom í kinnar hans og hann herpti varirnar saman. „Jæja, svo að þú skemmtir þér." Hann sópaði upp hlutunum og stóð upp. Chris strauk andlit sitt með hendinni og sér til undrunar fann hann að það var sveitt. Það var tvennu ólíku til að jafna að hengja mann eða fara að því á þennn hátt. Og Þa að stúlkan var hérna gerði þetta allt mu alvarlegra. Dunkle sneri sér að Fuller, sem stóð W með snöruna vafða upp á handlegginn. „Við tökum þann gamla fyrst." Fuller togaði Jake frænda á fætur og Lissa rak upp einkennilegt, hálfkæft op fleygði sér í fangið á gamla manninuni. „Þú getur þetta ekki! Hann hefur ekk' gert neitt! Hann--------------" Rödd hennar brast og hún fór að kjökra. , Fickett gekk að Dunkle. „Lofið okkur.S minnsta kosti að koma fyrir dómara.' ^o hans var hás, eins og hann hefði verio æpa. „Gefið okkur tækifæri til að ve«a okkur." Svitinn rann í stríðum straurnu"1 niður andlit hans. „Ef þú drepur okk^ hvað mun systir mín gera? Hvert á hun ^ fara? Ef þú vildir bara gefa okkur eitt tseW' færi------------" ^ ;ði. I fyrsta sinn lét Dunkle nú í ljós rel Hann starði hörkulega á manninn. ,,-Pa ekkert á guðs grænni jörð, sem ég n eins og morðingja, mann, sem er tilt>u að drepa annan mann að ástæðulausu. ö Helfinger fannst með tvær kúlur í bak1 Við munum gefa ykkur sama tækifa31-1 , þið gáfuð honum!" Hann sló hönzkunurn lærið á sér. „Ég hef séð ykkar líka fc^ sem læðist um sveitina, stelandi öllu ^ hönd á festir. Þið eruð algerlega ein nýt!" Hann strunzaði fram hiá honum, hendurnar á axlir stúlkunnar og reii lausa úr örmum gamla mannsins. „A hann í burtu, Ed." .. ^. Stúlkan hljóðaði. Hún brauzt um í b°^jt um hans, og Fickett rak upp hálfni^ur ,* óp og ætlaði að ráðast á hann. Dunkle sv aði hnefanum, hitti hann á kinnina <>S hann niður. „Stumpy!" Rödd hans var n^ „Miðaðu byssunni á hann! Ef hann brey sig, skjóttu!" ^ r ufll| Fickett reis upp, óstöðugur á fotun andlit hans var rautt þar sem hnefúin hæft hann, og Stumpy spennti gikk1 .-^. stökk á bak við hann. Dunkle sleppti stu^^ unni og fór þangað, sem Fuller var ao gamla manninum fyrir á hestbaki, nn lausu. r 0g Lissa tók utan um andlit bróður síns, skis 64 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.