Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 22
hvinhljóð heyrðist. Varir Dunkles herptust saman, og af alefli sló hann í bakhluta hests- ins. Hesturinn tók snöggt viðbragð og þaut áfram .... Chris tók andann á lofti við þessa sýn. Hann varð þess var að kjökurhljóðið heyrð- ist ekki lengur og hann sneri sér við. Lissa lá á hnjánum með hnefana kreppta undir kinnunum og varir hennar bærðust í hljóði á meðan Fickett stóð einkennilega stífur á bak við hana, starandi eins og þrýst- ingur að innan myndi þá og þegar þrýsta bláum augum hans út úr augnatóftunum. Stumpy sást hvergi, og þá heyrðist hljóð eins og einhver væri að kasta upp á bak við húsið. Chris þrammaði eftir hestinum, sem hafði staðnæmzt vænan spotta í burtu frá trjánum. Það var farið að draga úr sólarbirtunni, og er hann leit upp, sá hann að sólin var að hníga til viðar á bak við Uglubjörg. Dag- urinn var stuttur hér undir háum fjalla- tindunum, og köld kvöldgolan keddi þeirri tilfinningu inn hjá honum, að nú hefði hann séð síðasta sólbjarta daginn á þessum slóð- um. En þar sem þeir voru byrjaðir á af- tökunum, urðu þeir að halda áfram verki sínu. Þeir gátu ekki frekar snúið við en þeir gátu stöðvað svarta skuggana, er féllu frá tindunum. Hann kom aftur með hestinn þegar Fuller sleppti reipinu og lét gamla manninn falla til jarðar. Dunkle beygði sig niður og tók snöruna af hálsi hans. „Gott og vel, við skulum ljúka þessu af.“ Rödd hans var hörkuleg. Hattur Jakes frænda hafði dottið af höfði hans, ög gráhært höfuð hans lá á brúnum, dauðum furutrésgreinum. Það virtist vera óviðeigandi að skilja hann þarna eftir. Chris tók hattinn upp, og lagaði hann ósjálfrátt til, stakk hendinni inn í kollinn og hristi trénálarnar úr honum. Hann var enn volgur af höfuðhita gamla mannsins, og svitaborð- inn var rakur viðkomu. Hann horfði á manninn og stúlkuna fyrir framan húskofann. Lissa stóð nú teinrétt og skelfingin og taumlaus fyrirlitning í augnatilliti hennar var eins og hnefahögg í andlit hans. Stumpy kom eins og á báðum áttum frá húsinu, freknurnar í andliti hans voru dök ar á sjúklega bleikri húðinni, og hann t sér stöðu á bak við þau. Það var einkenm legt, en Fickett hafði ekki hlaupið á brot á meðan enginn gætti hans, hugsaði Chi'is með sjálfum sér; og þá rann ljós upp fyr11 honum. Lissa hélt honum betur en nokkn* vopnaður varðmaður, og þannig skildi ha1111 þann mikla ótta, sem hlaut að hafa ga£n tekið manninn varðandi systur hans. Hann beit á jaxlinn og hann kramdi ha inn milli fingranna. Þá stirðnaði hann npP^ Hann starði á pappírsmiða inni í hattkolhn um, sem ekki hafði fundizt þar áður. Hann hafði runnið undan svitaborðanum. Hann rétti hendina hægt eftir miðanum, °S ^ hann tók hann út úr kollinum, fann hann hér hafði gerzt mikill harmleikur. Hann hattinn detta úr höndum sér og áður hann opnaði pappírsbiaðið, vissi hann hva á því myndi standa. Hann horfði á Dunk ® Stóri búgarðseigandinn hafði tekið hvíld og veitti Chris nú skyndilega athyS Hann gekk að honum og las yfir öxl hanS Chris hélt blaðinu opnu í rúma mínn^j og varð var við breytinguna á andardi03 Dunkles, áður en hann braut það sal11^ aftur hægt og rólega. Og þessi miði vir vera orðinn óþolandi þungur, svo að þyn hans olli verkjum í handleggjum hans. Hann sagði með þunga: „Við höfum Sel okkur seka um glæp.“ ^ Hann renndi augunum yfir bersvaeðiði^ hestinn standa undir stóru greininni, ^ manninn liggjandi hreyfingarlausan 1 s , skininu, og Fuller með reipið vafið nPP a handlegginn, var þannig útlits, eins honum væri skemmt yfir þessari bre- ingu á viðburðarásinni. Og nú kom Stuum ., sem fann á sér að eitthvað var að, yfir Fullers, reikull í göngulagi. -p Chris sá að öryggisvissan hvarf úr ^ Dunkles. „Við höfum gert okkur seka glæp,“ sagði hann aftur. . u Dunkle sneri sér við, hann starði a Þ . og Fickett, hann sneri sér við aftur, k°r á lík Jake frænda, og leit síðan a , þetta gerði hann allt hægt, til að gefa ^.j, tíma til að hugsa ráð sitt. Þegar hann til máls aftur, var það með einbeittm P manns, sem er búinn að taka ákvörðun og veit hverju hann á að svara. Chns’ 66 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.