Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 28
DORNFORD YATES: Vilji örlaganna XIV. KAFLI. „Það kann að þykja ótrúlegt," sagði Mangey með hægð, ,,en ég hef aldrei séð Formósu. En fyrir um það bil tveimur ár- um var hún dóttur minni mjög góð. Daisy lá veik með háan hita, og Formósa hugsaði um hana, gekk úr rúmi fyrir hana og hjúkr- aði henni, og sjálf svaf hún á gólfinu." Það varð stutt þögn. „Þér getið fallizt á tillögu mína eða ekki," sagði Mansel, „alveg eins og yður þóknast." Maðurinn sat niðurlútur og talaði eins og við sjálfan sig. ¦ „Ja, ég hef þó engu að tapa." Hann lyfti höfðinu. „Já, þá segjum við það, herra. Ég skal gera sem þér óskið." Mansel kallaði yfir öxl sér: „Komdu snöggvast nær." Tómas gekk nær. „Horfðu vel á þennan mann," sagði Man- sel við Mangey. Mangey virti Tómas vandlega fyrir sér frá hvirfli til ilja. „Já," sagði hann, „ég held, að ég muni þekkja hann aftur." Mansel sneri sér að Tómasi. „Biddu Martein að koma hingað andar- tak." Tómas fór upp, og Marteinn var grand- skoðaður á sama hátt. Marteinn fór upp aftur og Mansel stóð á fætur. „Þá erum við á einu máli," sagði hann. „Það er betra að hefjast handa strax. Ég vil aðeins láta yður vita, að ég hef gát á yður. Górillan mun ekki sjá mig, en ég mun vissulega vera til staðar og heyra það sem talað verður, hvert einasta orð. Svo að ég vil ráðleggja yður að gera ekki neina yfir- sjón — —" „Þér treystið ekki um of á mig," sagði Mangey og stóð á fætur. 8. hluti þessarar spenn- andi framhaldssögu um ástir og baráttu við óvægan glæpalýð.... -j „Hvers vegna skyldi ég líka gera Það- „Nei, það er satt," sagði Mangey og^ Hann var kominn í sólskinsskap, Þvl hann sparkaði duglega í líkið um lei° hann gekk fram hjá því, og Mansel fyté honum eftir með Tómas á hælum sér. Það var Tómasi og Mansel hulin raðgf*fg hvers vegna eiginlega Shamer hafði ra . Górilluna sem þann mann, sem alltaf a að vera á verði og hafa vakandi auga *n . öllu, því að nú steinsvaf hann í bifreiðin^ Þegar Mangey þreif í öxl hans, kipP hann við. t „Hvað er á seiði —" rumdi hann. »c,: þetta þú, Mangey? Hvar er Júdas?' Svar Mangeys er ekki hægt að hafa el .' en það féll í góðan jarðveg hjá Gtárill«*J því að það var grunnt á því góða milli þel Júdasar. Þorparinn flissaði, þegar n gekk út úr bifreiðinni. 7„ „En segðu mér, hvar er hann eiginle& spurði hann. »• „Hann gekk niður með fljótinu," . Mangey. Hann bað mig um að fara og segi^ þér það og biðja þig að aka bifreiðinni » vegamótunum og bíða eftir honum Þarj. „Hvers vegna gekk hann niður með W inu?" spurði Górillan. A „Til að njósna," sagði Mangey og spyV „Ég vona bara, að hann álpist ofan i hvert fúafenið. Ha, ha — bara af því að 6' gat það ekki á þriðjudaginn . . . •' 72 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.