Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 36

Heimilisblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 36
Tið, sem Yinnum eliiísstörfin Sitt af hverju fyrir húsmœ&ur Fallegur kjóll Takið mja&mamáliS og prjóniS Prjónakjólar eru alltaf í tízku. Þeir falla þétt að líkamanum sem og vera ber. Þá er betra að sjálfs- gagnrýnin sé í lagi. Það má nefnilega hvorki vera of mikið né of lítið inn í kjólnum. Hins vegar er prjónakjóll alltaf klæðileg flík fyrir þær, sem hafa vöxt til að bera hann, og það má nú sem betur fer segja um flestar okkar. Þessi kjóll er í stærðum 38-40. Mjaðmamálið þarf helzt að vera um 90 cm og brjóstvídd 92 cm. Lengd kjólsins er 125 cm og ermalengdin, að innanverðu, 30 cm. Æski maður að hafa kjólinn lítið eitt stærri eða minni, er auðvelt að finna lykkjufjöldann með því að taka mjaðmamálið, deila í það með 5 og margfalda með 18 (lykkjuþéttleikinn). Síðan skipt- ið þér lykkjufjöldanum í tvennt og prjónið tvö eins stykki eftir uppskriftinni. Kjólinn má einnig prjóna á hringprjón upp að handveg, þá losnið þér við að sauma hann saman í hliðunum, Ef þér eruð ekki alveg tággrannar má auka vídd- ina lítið eitt í pilsinu með því að pressa prjónið út frá mjöðmum og niður úr. Agætt er líka að fóðra pilsið. Kjóllinn er prjónaður á tuttugu og átta klukku- stundum — vel af sér vikið! Efni: 600 gr fjórþætt ullargarn eða bómullargarn nr. 8. Prjónar nr. 2%. Lykkjuþéttleiki: 18 lykkjur (2 sl. 2 br.) =5 cm. Framstykkið og bakið er prjónað eins. Fitjið upp 160 1. og prjónið brugðning (2 sl. 2 br.). Þegar þér hafið prjónað 90 cm, hefst úrtakan fyrir ermarnar. Þér fellið af 5-3-2-2 1. í báðum hliðum og prjónið því næst beint upp, þangað til handvegurinn mælir 9 cm. Lokið þeim 36 lykkjum, sem eru í miðið og prjónið hvert axlastykki fyrir sig. Prjónið beint upp handvegsmegin, en lokið 2X3 1. hálsmálsmegin. Lokið síðan 2 1. í upphafi hvers prj., þangað til að eru 12 1. eftir, lokið þeim í einu lagi. Prjónið hitt axlastykkið á samsvarandi hátt. Ermarnar: Fitjið upp 60 1. og prjónið 16 prjóna, 2 sl. 2 br. Prjónið einn sléttan prjón og aukið jafnt í, unz þér hafið 80 1. á prjóninum. Haldið áfram að prjóna 2. sl. 2 br. og aukið i 1 1. hvern 10. prj., alls 5 sinnum. Prjónið beint upp, þangað til að er er orðin 30 cm. Lokið því næst báðum jj 5-4-3-2-2 1. og takið siðan 2 1. saman í UPP ^ hvers prj., þangað til að þér hafið prjónað allt 43 cm. Takið 2 1. saman í báðum hliðum á prj., þangað til að ermin mælir 45 cm, lolíl Prjónið hina ermina eins. Frágangur: Saumið hliða- og ermasaumana sa an og setjið ermarnar í. Takið upp hálsmáls ^ urnar á framstykkinu og prjónið 6 prj. 2 sl. Lokið. Takið upp hálsmálslykkjurnar á bakstj inu og gerið eins. Saumið síðan hálsmálsrennmg saman við axlasaumana. 80 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.