Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 4
svo sé. Hann varpar sér fram af svimháu hengibergi og sést langt að. Má auðveldlega ganga bak við fossinn og sýnir götuslóði, sem þangað liggur, að margir hafa notfært sér það. Ég fylgi þeirra dæmi og geng eftir götuslóða þessum, unz ég er kominn að baki fossins. Hráslagalegur gustur næðir þarna um í endalausri hringrás og dreifir úðalöðr- inu víðs vegar um þennan skuggalega hamrakór. — En einkennileg sjón er að sjá fossinn frá þessum stað, þar sem hann fellur í samfelldri bunu gegnum loftið og kastast niður í sína freyðandi þró, með organdi gný, svo að sjálft bergið stynur við. Dvöl mín bak við fossinn varð ekki löng, og þótti mér gott að koma aftur út í sólar- ylinn framan við fossinn. Fór ég þá að huga að nesti mínu, því að mér fannst tími til kominn að snæða árbít. Grængresið næst fossinum er aldöggvað fossúðanum, eins og fágætar perlur séu þar á hverju strái. Ég fer því þangað, sem grasið er þurrt, og tylli mér þar niður. — Foss- niðurinn heillar mig og dregur að sér allan minn hug. Þróttmikill, eilífjafn og áhrifarík- ur hljómar hann í eyrum mér, og vekur ein- hverja fróandi algleymiskennd í vitund minni. — En Seljalandsfoss hefur fleira til síns ágætis en röddina eina. Hann er meðal prúðustu fossa og verður ógleymanlegur öll- um þeim, er séð hafa. Er ég hafði matazt og virt fossinn fyrir mér að vild, held ég af stað meðfram Selja- landsmúla, en svo nefnist hamrahryggur sá, sem skagar þarna til suðurs og umræddir fossar falla fram af. í fyrstu fer ég hægt yfir og hef því gott næði til þess að virða útsýnið fyrir mér. Veður er mjög fagurt og allt umhverfið laugar sig í ylríku geislaflóði. Sést því öll mótun landsins og einkenni eins vel og frekast getur orðið. Til norðvesturs og vesturs er flatneskja mikil og víða auðn- arleg. Þar flæmist Markarfljót yfir svarta sanda, sem þenja sig yfir víðáttumikið svæði. Að norðan- og austaverðu er land allt stórbrotið, með gnæfandi jöklum og stórfenglegri fjallaauðn. Til suðurs breiðist hafið, geislum merlað, að yztu takmörkum hins sýnilega hluta þess. Skammt undan landi, að því er virðist, rísa Vestmannaeyj- ar, svipmiklar og fagurlega mótaðar. Líkjast þær ævintýrahöllum og prýða mjög útsýnið. Brátt er ég kominn suður fyrir Seljala11 ^ múla og liggur þá leiðin til austurs, með j Eyjafjöllum. Tekur þar hvert fjallið v' . öðru, i óslitinni röð að kalla, á löngu Hvarvetna undir fjöllunum standa hýstir bæir og er víða skammt á milh Þe ^ Er víðast fagurt umhverfis bæi þessa ° sums staðar svo, að af ber. Einkum a P ^ við um austurhluta byggðarinnar. Þal fegurð náttúrunnar mest og fjöllm brotnust. Getur þar víða að lita hrika e múla, hömrum girta og alsetta gínandi gn ^ um hið efra. — Mest allra þessara fjalla ^ Steinafjall, og minnist ég eigi að hafa s stórfenglegra hamrafjall í byggð. Víða falla bunandi lækir ofan af fj° um og steypast í ótal fossum niður a un ^ lendið. Eru þeir til mikillar prýði og ^ sjá eins og hvít bönd á dökkum grunn'- ^ Auk þessa falla nokkrar straumþungar fram um skörð milli fjallanna. • Lítt sést til Eyjafjallajökuls af ÞesS^r leið, því að þverhniptar brúnir fjallanna hvarvetna við himin. Samt kom hann 1 Ijos á tveim stöðum. 1 síðara skiptið sá ég han^ móts við Þorvaldseyri og þá mun betui ^ áður. Var fegurð hans undursamleg, Þal _ hann gnæfði mjallhvítur að fjallabaki, vafinn tærum himinbláma. Austan til við prestssetrið Holt er s!*'' ‘ lón eitt, sem Holtsós nefnist. Er víðáttumikið og nær nálega upp að fj° um á dálitlu svæði. Löng þykir mér leiðin austur með fjðH; unum, og hraða ég þó göngu minm eftir Þv' ~ — & ..... 80 sem unnt er. Gef ég mér þó ætíð tom ^ athuga það helzta, sem fyrir augun ber, er það einmitt tilgangur fararinnar. Og vel sumt hið smávægilegasta dregur eiríflS. að sér athygli mína og verður mér um e unarefni. — Þannig verður áll einn, seU\ . sé í litlum læk rétt við veginn, til að e,^_ huga mínum inn á svið hinnar lífrænu _ úru. Ég veit, að þessi litli fiskur á sér ful lega sögu, að allur hans ferill er dula ævintýri. Og þannig er einmitt ^1^ .S heild, leyndardómsfullt og torráðið. Ma ^ lífið er það ekki öðru lifi fremur, ÞV1 sérhver lifandi vera er hlekkur í keðju Þ ^ ar þróunar, sem gervallt lífið stefnir a > ^ sem staðið hefur yfir frá morgni lífsin 92 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.