Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 5
^essari jörð. Dýrin eiga því raunverulega Saíria rétt og við menn til að lifa og þrosk- ast- Það lögmál vill þó — því miður — oft 8leymast. . Loks sé ég fyrir endann á austasta fjall- ltlu og fer þá leiðin að Skógafossi að stytt- ast- Þegar austur fyrir fjall þetta kemur, re'kkar undirlendið. Koma þá bæirnir arðshlíð og Drangshlíð í ljós. Standa þeir ^^dir bröttum hamrahlíðum í mjög fögru mhverfi. Telja sumir bæjastæði þessi einna riðustu á landi hér. Skarðshlíð er dálítil verzlun og skrepp bangað inn til þess að fá mér öl að drekka. ; bvi búnu held ég förinni áfram og líður nu °rt að því, að ég sé kominn á leiðarenda. Srátt kem ég að Skógá, þar sem hún reymir silfurtær til suðurs, við vesturtak- ^rk Skógasands. Kemur þá samtímis í ljós, . ukurn spöl til norðurs frá veginum, foss 0lUo mikill, sem þegar verður augljóst, að er neinn miðlungsfoss hvað tign og feg- ekki f snertir. Þetta er hinn nafnfrægi Skóga- °Ss- — Fer ég þá austur yfir ána á brú, . lTl barna er, og sveigi síðan í átt að foss- Uum. Spölkorn til austurs frá fossinum, austan 1 baeinn Skóga, blasir Skógaskóli við, — ■ ‘U'ð hús og veglegt. Er allur hans bygg- ^&urstíll á nánu samræmi við svipmót hinn- stórbrotnu náttúru þar umhverfis. SkAtkygli min beindist nú nær einungis að j °Safossi. Hin fagurgerða lögun hans og 01-111 allt verður æ greinilegra og áhrifarík- eftir því sem nær honum kemur. Mátt- 1 f . niður berst að eyrum mér og fyllir Urn kljómsterkum, laðandi tónum. Að lok- k ..er ég kominn í fossúðann og stend sem ^ *aður andspænis sjálfum fossinum. Hug- j^ Uimn fyllist djúpri lotningu og unaðar- r^nud> og ég finn og veit, að þessi stund aevilangt verða mér rík í minni. t 01 var enn hátt á lofti, er ég kom að ^ ’Uum, og. varpaði geislum sínum beint í Sv6yðandi vatnslöðrið. Var allur fossinn ^ eiÞaður skinandi geisladýrð. Úðinn frá j.^Þum skartaði í logaskærum regnbogans Urn svo að unun var á að horfa. Voru að tveir regnbogar í úðanum, annar ná- tum, Jafnaði'. °ea alve 0S; Þessir sífelldum breytingum, meðan ég L_ f~alveg niður við vatnsflötinn, neðan við o.SS.inn, en hinn dálitið ofar. Tóku regnbog- dvaldist þarna, og gerðu ýmist að hækka eða lækka. Misstu þeir þá öðru hvoru sitt eðlilegá form og sundruðust, svo að ljómandi litirnir dreifðust víðs vegar um úðann, eins og gullregn. Sjálfur var fossinn hvítur sem mjöll, í glitskrúða sólarljómans, og ólýsan- lega tilkomumikill og fagur á að líta. Beggja megin við fossinn er þverhnípis- berg, hátt og næsta hrikalegt útlits. Er það sýnilega ókleift með öllu. Á sillum ofarlega í berginu hafast fýlingar við og munu eiga þar ævarandi friðland. öðru hverju svífur einstaka fugl fram úr fylgsni sínu og sveim- ar fram og aftur meðfram fossbrúninni, eins og í könnunarflugi, en hverfur síðan aftur til félaga sinna i berginu. Voru fuglar þessir einu lífverurnar, sem ég sá við fossinn. Eftir að hafa virt allt þetta fyrir mér, vel og rækilega, tók ég mér dálitla hvíld og snæddi af nesti mínu. Að því búnu labba ég upp að fossbrún, austan megin árinnar. Er þar upp snarbratta brekku að fara, en þó > auðvelda uppgöngu. Af hæðinni austan við fossinn er einkar gott útsýni yfir undirlendið til suðurs og austurs. Sér þar yfir Skógasand allan og Sólheimasand, allt austur í Mýrdal. Eru sandarnir æði dökkir yfirlitum og yfir þeim hvílir ömurlegur auðnardrungi. Austan Sól- heimasands — i Mýrdalnum — rís einstakt fell, sem Pétursey nefnist. Sunnan og austan til við fell þetta er einkennilegur höfði með gati gegnum. Þessi höfði er hin alþekkta Dyrhólaey, annar syðsti oddi landsins. Ég geng nú nálega alveg að fossbrúninni og horfi niður í gljúfrið. Er býsna hátt niður að lita, enda mun fossinn vera um 60 metrar á hæð. Bergið er lóðrétt, þar sem vatnið steypist niður, og fossbrúnin jöfn og halla- lítil. Stuðlar þetta tvennt mjög að þvi að gera allt útlit fossins svo hrífandi fagurt, sem það er og löngu alkunnugt orðið. — En fegurð hans nýtur sín eigi nema að litlu leyti frá fossbrúninni séð. Hef ég þar því skamma viðdvöl, en labba dálítinn spöl upp með ánni. Eru þar víða fagrir, grösugir hvammar, þar sem friður frjálsrar náttúr- unnar nýtur sín til fulls. í einn af þessum hvömmum leggst ég til hvíldar og teyga að mér ilminn af grænu grasinu. Allt umhverfis ríkir djúpur friður. Skógá er hið eina, sem rýfur þögnina. Þýður ómur hennar berst að HEIMILISBLAÐIÐ — 93

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.