Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 6
eyrum mér, eins og friðandi lag. Ég hlýði á þennan óm og nýt áhrifa hans meðan ég hvílist, eftir mína löngu og lýjandi férð. Og þarna, í örmum sjálfrar náttúrunnar, gleym- ist þreytan fyrr en varir, og brátt er ég lagð- ur enn af stað og held nú til baka, niður með ánni. Degi er nú tekið að halla, og þykir mér því tímabært að fara að hugsa mér fyrir náttstað. Hef cg helzt í hyggju að gista í Skógaskóla nótt þá, sem framundan er, ef þess er nokkur kostur, — og legg því leið mína þangað. Þegar að skólahúsinu kemur, sé ég að margt fólk er þar fyrir og að skólastjórinn, Magnús Gíslason, er önnum kafinn við að sýna því húsið. Voru þetta flest allt ung- lingar, sem virtust vera á skemmtiferðalagi og langt að komnir. Ég þurfti skiljanlega að ná tali af skólastjóranum, því að hjá honum varo ég að fá leyfi til þess að gista í skól- .anum. Var því eigi um annað að ræða en að bíða, unz fólk þetta héldi á brott og skóla- stjóranum gæfist tóm til að sinna mér. Varð sú bið ekki löng, því að innan lítillar stund- ar var fólk þetta farið, og gafst mér þá þegar tækifæri til þess að tala við skólastjórann og gera honum grein fyrir ósk minni um að fá að sofa í skólahúsinu. Tók skólastjórinn, sem'er einstaklega alúðlegur maður, þessari málaleitun minni vel, og vísaði mér á svefn- herbergi, sem hann sagði að ég mætti sofa í. Ég hafði heyrt þess getið, að Skógaskóli væri mikið og glæsilegt hús, og er það vissu- lega ekki ofmælt. Hygg ég, að skólahús þetta muni vera eitt allra fullkomnasta héraðs- skólahús á landinu, og er vissulega öllum þeim, sem að byggingu þess stóðu, til sóma. Staðurinn, sem skólinn er reistur á, virðist einnig vel valinn og vænlegur til þroska fyrir þær kynslóðir, sem þangað munu sækja menntun sína um langa framtíð. Ég fór snemma að sofa þetta kvöld, því að nóttina áður hafði ég litið sofið og var auk þess hvíldar þurfi eftir lýjandi göngu. Var ætlun mín að vakna tímanlega að morgni næsta dags og skoða mig þá nokkuð um bekki áður en ég legði af stað heimleiðis. En heim ætlaði ég í mjólkurflutningsbil næsta dag, ef unnt yrði, — og fór það sam- kvæmt áætlun. Ég svaf vel um nóttina og vaknaði árla næsta morguns í góðu ásigkomulagi- Ve u var enn hið fegursta, logn og sólarljómi y öllu, nær og fjær. Hraðaði ég mér því ut að njóta morgundýrðarinnar sem bez^ 13 litast um. Upp frá skólahúsinu eru grænar brekkur og held ég fyrst þangað. En eins og °SU rátt sveigi ég til vesturs, í átt að Skofí3 fossi. Langar mig enn að verja litlum ÞU1‘ til þess að horfa á hann og hlusta á magn^ þrunginn nið hans í kyrrð þessarar l0”e). morgunstundar. Oðinn upp af fossinum eins og hvítur reykur til að sjá, en sjm sést hann ekki þaðan sem ég er, né hei frá skólahúsinu. Leið mín liggur um grösugt land og bl°u ^ legt. Fjölmörg fiðrildi flögra upp úr dög£ votu grasinu, þar sem ég geng. Fugm kvaka og jörðin ilmar. Öll náttúran er, ^ á brá og skartar því fegursta, sem hun a Um það bil miðja vega milli skólans fossins stendur bærinn Skógar. Þar fer um hlaðið, því að stytzta leiðin að fossinUI^ liggur einmitt þar. Enginn maður sést P á ferli, enda er þess naumast að vænta sv ^ snemma morguns. Frá Skógum er stutt fossinum og er ég brátt kominn þangad- Og enn á ný stend ég hljóður og lu lotningar andspænis þrumugný þessa = lega vatnajötuns, starandi á villt hrun ins, aflþrungið og ægifagurt í senn. gC allmikið skortir þó á, að fegurð fossms ^ jöfn og daginn áður. Sólargeislarnir na ekki að leika um hann og sveipa úðann r bogalitum. Til þess að það geti orðið, ver)UU drottning himinsins — sólin — að svífa ^ hærra upp í himindjúpið, og þess er syn| ^ enn langt að bíða, að hún nái því mar*°' j Og tvísýnt virðist, að geislar hennar n^egi verma fossinn nokkra stund á þessum . og klæða hann hátíðarskrúða, því ^)U hafinu í suðri eru dökkar blikur á loftii j seilast æ lengra upp í himinhvelið. ^ ^ ýmsu marka, að úrkoma sé í aðsigi og .. urblíðan verði skammvinn að þessu si , En ég hef lokið erindi mínu og 1113 vel við una. Bíllinn, sem ég ætla í heimlel ^ er væntanlegur innan lítillar stundar, _ verð ég því að hraða mér til baka, að S skóla, til þess að vera kominn þangað i tíð. Eyþór Erlendsson- vatns Eu 94 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.