Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 20
HÆTTULEGUR LEIKUR Frænka Nitu, ungfrú Marlow, bar mikla umhyggju fyrir henni á öllum sviðum. Unga stúlkan hafði að venju setið hljóð undir fyrirlestri hennar. En þegar ungfrú Marlow gerði loks hlé á ræðu sinni til þess að ná and- anum, horfði hún spurnaraugum á bróður- dóttur sína og sagði: — Hvað segirðp um þetta, Nita? — Hvað viltu svo sem að ég segi? svaraði Nita. — Ég hef heyrt álit þitt á Bryce, og þú hefur sagt mér meiningu þína um William Dale. — Þú ert svo skynsöm, að þér er ljóst, hvers vegna ég hef gert þetta, sagði frænk- an. — Ég er nú einu sinni þannig gerð, að ég verð að tala hreint út um það, sem liggur mér á hjarta. Þeir eru báðir vitlausir í þér, og ef þú ert skynsöm, þá velurðu Bryce. William er laglegur og röskur. Mér kæmi ekki til hugar að tala niðrandi um frænda þinn. En hann er ekki maður fyrir þig. Bryce er aftur á móti glæsilegur og fjölhæfur mað- ur. Þú átt að taka honum, ef þú ætlar þér á annað borð að giftast öðrum hvorum þeirra. — Þú hefur ekki hingað til verið svo hrif- in af Bryce, sagði Nita. — Ef ég man rétt, kallaðir þú hann heimskan oflátung! — Þvaður, maður segir svo margt, svar- aði ungfrú Marlow. — Ég met hann mjög Smásaga eftir ROBERT STENG mikils eftir þau kynni, sem ég hef haft af honum. Hann er elskulegur og kurteis mað- ur. Ég hygg, að þú getir ekki valið þér betri mann. Hreint út sagt, Nita mín, þá óska ég þess, að þú takir honum. — Þú hefur verið mér ákaflega góð, frænka, sagði Nita. — Þú hefur alið mig upp og annazt mig. Auðvitað mun ég ávallt vera se 7 þér þakklát. En heldurðu ekki, að þa^ y heppilegast, að ég velji sjálf mannsefni n11 — Þegar ég var ung, tóku ungar stu* óskir ættingja sinna til greina, sagði unfí Marlow dálítið örg í skapi og leit á frsen sína. — Annars voru þær gerðar arflaU®^ Ég ætla bara að segja þér það, að ef? 1 ekki einn eyri af peningum mínum í hen., urnar á William. Hann hefur ekki hunds ^ á verðgildi peninga. Hann er vís til a^ ® ■ allar eigur mínar, svo að þið standið UP allslaus. Bryce er aftUr á móti hygginn Tlal málamaður. — Þú sagðir einhvern tíma, að fyrU’ ■tsek1 unn>’ ið, hans væru ekki rekin á traustum gr skaut Nita inn í. — Þú bættir því líka vl^j að þú kærðir þig ekki um ilmvatnsangan okurkarl í þínum húsum. — O, ég hef verið í slæmu skapi Þant daginn, mælti ungfrú Marlow. — í*u ve nú, hvernig ég er! William er viðkunnan ur maður, en ef þú velur hann, mun ég e ánafna þér einn eyri af peningum nnn ^ Ég ætla ekki að láta hann sóa þeino- veiztu það, stúlka mín. — Mér geðjast vel að Bryce, sagði — Og ég hef ekkert út á William að se \ En ef ég gifti mig einhvern tíma, þá £el1 . það ekki vegna peninganna. Ég er þér Pa ^ lát, frænka, og vil ógjarna særa þig, en skalt ekki nota auðæfi þín sem beitu. Hún reis á fætur og stóð með eldrau^ kinnar fyrir framan frænku sína. Hun grannvaxin, en glampinn í gráu augun gaf til kynna, að hún héfði til að bera traUfr^ skapgerð, eins og frænka hennar. En un® . Marlow var hörð í horn að taka, og Þa ekki gott að segja, hvað hefði gerzt, ef gran.g ur, svarthærður maður hefði ekki kon gangandi yfir grasflötina. — Góðan daginn, Bryce, sagði un^ur Marlow. — Gjörið þér svo vel og fá1^ y sæti og drekkið með okkur tesopa. 108 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.