Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 23
<— Það er ekki að undra þótt amerískar kvikmynd- ir verði dýrar, þar sem fátt virðist sparað til þeirra. Fyrir nokkru var Ava Gardner að leika í kvikmynd á Ítalíu, ,,The nake Maja“. Þurfti að senda hárgreiðslumeistara frá Ameríku til að aðstoða leikkonuna. Carol Fageros heitir þessi stúlka. Hún er góður tenn- isleikari, en er ef til vill frægari fyrir að ganga með gullkeðju um annað lærið. Er hún því nefnd „stúlkan með gullkeðjuna". Henni var neitaður aðgangur að Wimbledon-mótinu, þar eð menn töldu að gullkeðjan vekti of mikla athygli. —» <— Heimsmeistarakeppn- inni í knattspyrnu í Sví- þjóð lauk með sigri Brasil- íu. Hér sjást brezkir knatt- spyrnumenn að æfingu. Verðandi flugmenn i ame- ríska flugflotanum eru æfðir í fallhlífarstökkum á þennan hátt. Fjórir til átta saman hoppa þeir út úr turninum á stálvírana og síga þaðan til jarðar. —» <— Þriðju Asíu-leikarnir voru haldnir í Tokíó og var þá tendraður eldur, eins og við opnun Olym- píuleikanna. Það er jap- anski íþróttakappinn Mi- mido Oda, sem tendrar eldinn. Flest kaupstaðabörn eru sólgin í að komast í sveit á sumrin til að fá tæki- færi til að umgangast dýr- in, og verður þar oft gagn- kvæm vinátta. Þessi lilti drengur ljómar af ánægju yfir því að halda á litla kiðlingnum í fanginu. —» HEIMILISBLAÐID — 111

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.