Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 36

Heimilisblaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 36
Viö, sem Yinnum elöMsstörfin Sitt af hverju fyrir húsmœður Góð rdð til þeirrafsem sauma heimo Nú, þsgar viö getum bæði fengið keypt tilbúin snið í öllum stærðum, blöð með sniðum og ótal gerðir af fallegum efnum, er það freistandi að sauma heima. Margar okkar sauma bæði á börn sín og sjálfa sig við góðan árangur, en sumar okkar sem hvorki hafa kunnáttu né reynslu að baki sér verða oft og tíðum fyrir vonbrigðum. Flíkin er ekki eins falleg og fyrirmyndin og fer illa. Við rekjum upp dg lagfærum og rekjum aftur upp. Þið kann- izt kannski við þetta taugastríð? Oftast liggja mis- tökin í því, að við kynnum okkur ekki leiðarvísinn scm fylgir með hverju sniði, nógu gaumgæfilega. Það er að segja við rennum jú augunum yfir hann, en það eru ekki allar okkar, sem fara eins nákvæm- lega eftir honum og uppskriftinni að uppáhalds brúntertunni okkar, og er það þó jafnsjálfsagt. Ef við færum alveg bókstaflega eftir leiðarvísinum yrðum við ekki fyrir vonbrigðum, þegar við gagn- rýndum nýja kjólinn í speglinum. Þegar við höfum fengið okkur snið, á það að vera okkar fyrsta verk að lagfæra sniðið eftir þörfum. Það eru aðeins fáar okkar, sem geta notað slík snið algjörlega óbreytt. Það er mjög mikilvægt, að snið- ið passi fullkomlega viðkomandi manneskju, áður en efnið er klippt. Þess vegna ættum við að slétta var- færnislega úr sniðinu og festa það saman með lím- bandi, þannig að hægt sé að máta pappírskjólinn og lagfæra það, sem með þarf. Ef sniðið — t. d. að pilsinu — þarf að vera stærra, klippum við niður í það á tveimur eða þremur stöðum, og þar sem aldrei getur verið um að ræða nema 3—4 cm, látum við okkur nægja að stækka það með límbandi. Eigi hins vegar að minnka sniðið, brjótið þér úr því á þeim stöðum, þar sem þér áður klipptuð niður í það. Ef blússan passar ekki, er of stutt eða of löng, för- um við alveg eins að, nema á þverveginn. Þegar við klippum efnið, er margs að gæta. Fyrst verðið þér að athuga, hvort reiknað er með saumrúmi í sniðinu. Þér skuluð aldrei kaupa snið einu númeri stærra eða minna en þér þurfið og hugsa sem svo, að þér sleppið bara að bæta saum- rúminu við. Það er að vísu ekki mikill skaði, hvað hliðarsaumana snertir, en öðru máli gegnir, hvað hálsmál og handveg snertir, ermin verður nefnilega minni og handvegurinn stærri með því móti! Þurfið þér sjálfar að bæta við saumrúmi, er það hæfilega áætlað 3 cm í hliðum, en 1% cm í hálsmáli og handveg. Áður en þér takið skærin, skuluð þér legPI0 hina einstöku sniðhluti á efnið, oftast tyH1* ^ga uppdráttur, þar sem sýnir, hvernig bezt er því til. En munið: að leggja sniðið rétt a að efnið Viss efni þarf að klippa með hinni mesiU virkni, t. d. röndótt og köflótt efni. Allt er auðvelt, ef þér eruð nógu nákvæmar, þcr khP?^ pvi til. Jin munið: aö leggja smðiö reu “ i þ. e. a. s. það á að fylgja einum af þráðunu efninu. Til að fullvissa sig um að efnið sé klippt ná lega eftir sniðinu, er nóg að festa það við efm títuprjónum og kríta vandlega kringum það. van(j. þstt* í'iwjjí tvö hliðstæðu sniðstykki undir eitt og áður ^ klippið, þá brjótið þér efnið vandlega saman 0a réttuna snúa inn, þannig að kaflar eða standist nákvæmlega á. Gul rönd yfir gu'rl rt blár kafli yfir bláum kafla o. s. frv. Ef joottn e ^eg af nákvæmni koma bæði kaflar og rendur að standast nákvæmlega á. . tjj að Pressingin er mjög mikilvæg. Okkur hst*11 ;g pressa flíkina fyrst, þegar við höfum lok'ð 'j.gyp sauma hana, og gleymum því, að hinni rcttUj1iutur flíkarinnar er fyrst náð, þegar hver einstakur hefur verið pressaður fyrir sig, t. d. ermar. pils, áður en þér saumið það endanlega saman- Saumavélin - sú ómissandi Hér koma tiu góð ráð í sambandi við sauma 1) Það er mjög mikilvægt að nota þ®1 . sapi' sem passa í saumavélina, og nál og tvinni pa an. Fyrir gróf efni ber að nota sterkan tvin 124 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.