Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 3
Eyjan Kýp ur - brot úr sögu hennar ^ Kýpu. var forðum eyja ástargyðjunnar, ^innar yndislegu Afródítu. ^ Cato gerði hana að rómversku skattlandi. ^ Er PálJ postuli boðaði þar kristni, gerðist kraftaverk. ^ Eíkharður Ijónshjarta lagði eyjuna imdir sig. ^ Hún var Iengi aðalaðsetur musterisridd- aranna. ^ 'Tyrkir tóku hana af Feneyingum. ^ Eeaconsfield lávarður fór að með ráðum W þess að Bretar næðu þar fótfestu. ^ Bretar víggirtu eyjuna mjög ramlega í siðari heimsstyrjöldinni. ^ Mörg undanfarin ár hefur verið þar áköf ^notspyrna gegn yfirráðum Breta og ógn- aróld mikil með óeirðum og hryðjuverk- um. í norðausturhorni Miðjarðarhafsins, að- eins 85 km undan suðurströnd Litlu-Asíu, er eyjan Kýpur. Hún er 9600 ferkílómetra að flatarmáli, eða jafn stór og 1/11 til 1/10 af Islandi, en íbúar voru þar 460 þúsund árið 1950, eða tvisvar til þrisvar sinnum fleiri en hér á landi. — Tveir samhliða fjallgarðar liggja eftir eyjunni frá austri til vesturs, annar eftir norðurströnd hennar, en hinn tekur yfir allan suðurhluta landsins. Þar eru hæstu fjöllin, s. s. Olympsfjallið, sem er 1950 m á hæð. Milli fjalgarðanna er slétt- lendi, 35 km á breidd, Messaríasléttan. Þar er meginhluti bygðarinnar á eynni. Myndin er af Limasol, annarri stærstu borg Kýpur. Hún er við Akrotiri-flóa. Þar hélt Ríkharður ljóns- hjarta brúðkaup sitt með Berengeríu frá Navarre, árið 1191. Ekki Iangt frá Limasol eru borgirnar Amathus og Curium, þar sem mikil saltvinnsla er.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.