Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 6
Sem Honorius stjórnaái. Kýpur taldist vitan- lega til Austur-rómverskaríkisins. Þar komst Komnenasar-furstaættin til valda á 11. öld, og maður nokkur af þeirri ætt, sem hafði verið skipaður landstjóri á Kýpur, sleit að fullu og öllu sambandi eyjarinnar við stjórn keisarans í Konstantinopel og lýsti yfir sjálf- stæði eyjarinnar. Eftirmenn hans héldu þar síðan völdum þar til skömmu fyrir alda- mótin 1200, en þá gerðist atburður, sem hafði mjög afdrifarík áhrif á framtíð henn- ar. Það var sigur Saladíns Egyptasoldáns 1187, er hann vann Jerúsalem á nýjan leik af krossförunum og hrakti þá brott þaðan. Þessar hrakfarir kristinna manna í land- inu helga urðu fyrst og fremst til þess, að konungur Englands, Ríkharður I., að viður- nefni Ljónshjarta, stofnaði til þriðju kross- ferðarinnar. Leið hans til landsins helga lá um Kýpur, og lagði hann eyjuna undir sig árið 1191. Árið eftir lét hann hana af hendi gegn ærnu fé við Guida Lusignan, konung frá Jerúsalem, er ríkt hafði yfir ríki því, er krossfararnir höfðu sett á stofn í Gyðinga- landi, en orðinn var landflótta, er hér var komið. Og næstu 300 ár sat ætt hans að völdum á Kýpur og eyjarbúar áttu við ágæta velgengni að búa, eftir að vernd og hand- leiðsla musterisriddaranna kom til sögunnar. Musterisriddararnir töldust til riddara- munkreglu, sem stofnuð var 1119 í Jerúsal- em til verndar kristnum pílagrímum, er komu til borgarinnar helgu. Þáverandi kon- ungur í Jerúsalem Balduin annar fékk þeim aðsetursstað í álmu þeirri í höll sinni, sem byggð var að sögn á grunni musteris Salo- mons. Voru þeir þess vegna kallaðir must- erisriddarar, en regla þeirra hét raunar fullu nafni: „Fátækir Krists-riddarar úr musteri Salomons.“ Auk venjulegra klausturheita urðu þessir riddarar Krists að gangast undir heitið um ævilanga baráttu til verndar gröf Krists fyrir þeim vantrúuðu (þ. e. Múhameðstrúarmönn- um). Eugen páfi þriðji fékk þeim sérstakan einkennisbúning, hvíta skikkju með rauðum krossi. Æðsti stjórnandi reglunnar var kall- aður stórmeistari og voru allir skyldugir að hlýða honum skilyrðislaust. Fullgildir með- limir reglunnar, riddararnir, urðu að vera aðalbornir og fengu ekki inngöngu í félags- skapinn fyrr en nákvæm athugun hafði verið Makarios erki- biskup, leiðtogi Grikkja á Kýp- ur í frelsisbar- áttu þeirra. — Hér sézt brezki landstjórinn, John Harding, heilsa biskupn- um við komu sína til eyjar- innar. gerð á hæfni þeirra, en auk þess voru el1111^ teknir í regluna „þjónandi bræður , s voru af borgaralegum uppruna, og var P skipt í tvo hópa, vopnabræður og hand1 ^ aðarbræður, sem bæði nutu virðingar höfðu áhrif innan hins almenna sami® vegna sambands þeirra við musterisrid ana, en það hefði að öðrum kosti verið 1 hugsanlegt á þessum tímum. . , . Árið 1291, þegar kristnir menn U118^ Akko, síðasta vígi sitt í landinu helga> s^.g ust musterisriddararnir að á Kýpur. En það að flytjast burt úr landinu helga u11*^ reglan þá undirstöðu, sem hún hafði upP ^ lega byggzt á. Urðu því athafnir henna1 . einkenni önnur upp frá því en áður hafð1 - höfðu verið. Furstar og önnur stórmenni 1 gengið í regluna og gefið henni miklar eignir. Er svo sagt, að hálfri annarn ^ eftir að hún var stofnuð hafi hún rn ^ yfir geysimiklum eignum í flestum l°n Evrópu, og meðlimatalan hafi verið um þúsund riddarar. f't£eku Upp úr þessu varð regla hinna fa riddara Krists að alþjóðlegu auðfélagi> s lagði stund á ýmiss konar bankastarts ^ tók t. d. við fjársjóðum auðmanna til aV unar. Og jafnframt því, sem fátsekt r_® ^ unnar breyttist í auðsöfnun urðu ströngu lífernisreglur og sá járnharð1 8 sem áður einkenndi hana, að óhófi, alls konar siðspillingu og stjórnleys1- ^ sem áður höfðu lotið þeim fyrirmselum 138 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.