Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 11
Frank W. Lane: Steinar falla uf himnum ofan Hin gamla ráðgáta um loftsteina og halastjörnur er ráðin , »Eg gæti heldur trúað, að tveir ameriskir askólakennarar segðu lygasögur, heldur að k- en steinar falli af himni ofan.“ Þessi orð ,Vað Thomas Jefferson hafa sagt, forseti sndaríkjanna, sem þó var sjálfur fyrsta °kks vísindamaður, þegar honum var sagt /a loftsteinum, sem fallið höfðu til jarðar vveston í Connecticutfylkinu þann 17. des- aniber 1807. Afstaða hans var einkennandi Vrir þá skoðun, sem öldum saman hafði Vei-ið ríkjandi meðal vísindamanna. Þó að enginn stjörnufræðingur nú á dög- Jítl efist lengur um þessar staðreyndir, eru þó ekki enn alveg sammála og í vissu Jhvernig loftsteinar verða til í geimnum. 10 vitnum hér í nokkrar fræðikenningar, fain eru ekki lengur í gildi: Loftsteinar eru ntar jarðskorpunnar, sem þeyttust upp við ^ °f eldgos; þeir eru molar frá tunglinu; 6lr *nyndast í efra gufuhvolfinu með því að * °g lofttegundir þjappast saman og þétt- t>eir eru orðnir til í geimnum milli stjarn- ^nna með því, að smáagnir fasts efnis tengj- ^ Satoan. Nú á dögum tekur enginn stjörnu- ^ðingur málstað þessara kenninga. s ^gnlega bendingu viðvíkjandi hinum na uppruna lofsteinanna fengu vísindin aranótt hins 27. nóvember 1872. Til þess að k. verð unna að meta þýðingu þessarar nætur, uni við að líta til baka til ársins 1826. Á þessu ári var uppgötvuð halastjarna, sem bar aðeins daufa birtu og hlaut nafnið Bielas. Menn fundu, að samkvæmt umferð- artíma hennar hlyti hún að birtast með jöfnu millibili, á tæplega sjö ára fresti á sjónarsviði jarðarinnar. Þegar hún kom aft- ur eftir áætlaðan tíma, kom ekkert óvenju- legt fylgifyrirbæri í ljós, þangað til á ár- inu 1846, þegar stjörnufræðingar komust að raun um, að halastjarnan hafði skipzt í tvo hluta. I staðinn fyrir halastjörnu Bielas sáu þeir tvær minni halastjörnur, sem virt- ust fara sína leið sem tvö alveg sjálfstæð himintungl. Árið 1853, þegar halastjarnan Bielas var nú aftur væntanleg, sáust aftur hinar tvær litlu halastjörnur, en í þetta skipti voru brautir þeirra átta sinnum lengra hvor frá annarri en 1846. Og aldrei síðan hefur hala- stjarnan Bielas sézt. En aðfaranótt 27. nóvember 1879, er hala- stjarnan Bielas var aftur væntanleg, gerðist mikið stjörnuhrap. Þessi skothríð úr geimn- um var svo áköf, að einn einasti athugandi taldi 100 vígahnetti. Nútíma stjörnufræðingur gat auðveldlega séð, hvað gerzt hafði: Halastjarnan Bielas hafði sundrast, og efnismagn hennar hafði leyzst upp í milljónir loftsteina. Nú á dögum gerir stjörnufræðin almennt ráð fyrir, að skúr af vígahnöttum stafi oftast af tortímdum (möluðum) halastjörnum. — Þetta á þó ekki við alla loftsteina. Sumir eru leifar af sundruðum, smáum reikistjörn- um. En þessar litlu reikistjörnur (asteroíd- ar) eru oft álitnar vera loftsteinar, sem eru sérstaklega stórir. Ennfremur getur verið, að nokkrar loftsteinategundir séu upprunn- ar utan sólkerfis okkar, en hvaðan er okk- ur ókunnugt um. Yfirleitt hallast nútíma- stjörnufræði að þeirri skoðun, að allir loft- steinar séu upprunnir í sólkerfinu. Nú mætti vel spyrja: ,,Ef loftsteinar stafa af halastjörnum og smástirnum, hvaðan koma þá halastjörnur og smástirni? Og við þessari spurningu verðum við að svara: Við vitum það ekki. Fjöldi þeirra loftsteina, sem komast inn í gufuhvoll jarðarinnar á einum sólarhringi, er mjög mikill. Ef við athugum stjörnuhröp á heiðskýrri nóttu og tunglskinslausri, er hægt að sjá tíu stjörnuhröp á klukkutíma. HEIMILISBLAÐIÐ — 143

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.