Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 17
i*að á þá að verða á morgun . . . Þér hafið Vlst ekki vindling í vasanum? Nei, engan vindling, sagði fangelsis- stjórinn. — En samkvæmt lögum hafið þér r®tt til að fá síðustu ósk yðar uppfyllta dag- 11111 áður en þér verðið tekinn af lífi . . . Corsac brosti. Hvers óskið þér? '— Þá vil ég gjarnan fá eina tunnu af rauðvíni, nýsoðinn humar, söngmenn til að ^gja ástarvísur fyrir mig síðasta kvöldið er á jörðinni — og fáeinar dansmeyjar. — að skal verða gleði og glaumur. Ég hef uað glatt og ég vil líka deyja í gleðskap. ^angelsisstjórinn varð aldeilis forviða. . Þetta er nú allt saman heldur óvenju- eSt, tautaði hann. ^ | En það eru lög, sagði Corsac og litlu, rillglóttu augun tóku sprett sitt á hvað í augnatóftunum. ^~~ Ósk yðar verður uppfyllt, sagði fang- e Slsstjórinn og fór sína leið. , ^egar leið að kvöldi, fór yfirfangavörður- íatl með vænan vínkút inn í klefann til ræn- ^Sjans. Fanginn bað hann að drekka með Ser fáein glös sér til heilla, og yfirfangavörð- J** gerði það, en hann var samt svo sár- ryggur, að hann gat ekki varizt því að tár- ia- Síðan fór Corsac að borða humarinn, °í? aður en máltíðin var úti, komu þrír ^0llgvarar með mandólín og sex dansmeyjar. ,eir fóru að leika á hljóðfæri sín og syngja, ^ist ástarvísur eða gömul danskvæði, sem . *tu viðkvæmar endurminningar hjá ræn- JíJanum. Hann tók samt undir viðlögin og SOtlS þá fullum hálsi. Framan við klefadyrn- j f’ fcar sem fanginn gat þó séð allt, sem fram °r> dönsuðu dansmeyjarnar og mjallhvítir q 0lrkjólar þeirra þyrluðust í allar áttir. °rsac andvarpaði og hugsaði með sér, að 0 væri nú ekki eins auðvelt og hann hefði ].j,rt sér í hugarlund að segja skilið við þetta i^ér á jörðinni. Og meðan þessu fór fram . u saman, dreypti hann á sig úr kútnum ut og þétt, þar til hann var orðinn eld- i ðUr í andliti eins og humarinn, sem hann a verið að borða. 0 Cfn miðnætti fóru mandólín-söngvaramir bá dansmeyjarnar Slna lelð- Corsac sneri sér ^ a® kútnum og hallaði honum til að sjá, ^nikið væri eftir í honum. Kúturinn var 1 . nalf£. ullur og Corsac rumdi ánægjulega. Morguninn eftir komu fangelsisstjórinn og yfirfangavörðurinn inn í klefann til hans, ásamt rauðhærðum böðli og prestinum, séra Benedikt. — Og þarna lá sá dauðadæmdi, alstrípaður á beru gólfinu með galtóman vínkútinn í faðminum og hraut eins og tíu fylliraftar til samans. — Fangelsisstjórinn steig öðrum fætinum þéttingsfast ofan á kviðinn á honum, en það kom allt út á eitt. . . . Hann hraut bara ennþá meira en áður. — Reisið hann á fætur, skipaði fangelsis- stjórinn. Yfirvörðurinn og böðullinn tóku undir handleggina á þorparanum, lyftu honum upp og reyndu að láta hann standa á fótunum, en það var engin leið. Hann hraut og hraut án afláts, kveikmáttlaus og hengdi niður hausinn. — Hann sefur, sagði séra Benedikt. — Hann er pöddufullur, sagði fangelsis- stjórinn. — En við hengjum hann samt. Séra Benedikt hristi höfuðið. — Það megið þið ekki, mótmælti hann. — Það er á móti lögunum. Hann verður að fá hina siðustu smurningu, eins og tekið er fram í dómnum . . . Ég get ekki útdeilt hon- um olíunni, ef hann er meðvitundarlaus. Fangelsisstjórinn vissi ekki sitt rjúkandi ráð. — Jæja, jæja, þá getum við ekki hengt hann, fyrr en á morgun, sagði hann og fór síðan snúðugt út úr klefanum. Um kvöldið fór fangelsisstjórinn aftur af stað til að hitta ræningjann. Þá var Corsac kominn í spjarirnar og sat framan á bekkn- um í klefa sínum. — Ég bið yður afsökunar á því, að ég gat ekki tekið þátt í skemmtuninni í morgun, sagði hann. Fangelsisstjórinn fór að rekja sundur skjalið, mjög harðneskjulegur á svip. — Vilon Corsac! byrjaði hann. — Það er skylda mín að kunngera yður . . . — Þetta er nóg! Þrjóturinn rétti upp aðra höndina. — Ég veit, hvað kemur næst. Það á að hengja mig á morgun . .. er ekki svo? Fangelsisstjórinn hneigði sig lítið eitt. — Samkvæmt lögunum á ég rétt á því að fá eina ósk uppfyllta daginn fyrir aftök- una; er ekki svo? spurði Corsac. Fangelsisstjórinn starði á þrjótinn og HEIMILISBLAÐIÐ — 149

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.