Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 20
mín, sem á svo gott, að geta beint augum sínum að raunverulegum fjöllum. — Annar kunningi minn er ekki alveg eins lánsamur. Hann býr í íbúð uppi á fjórðu hæð og hefur aðeins útsýni yfir í næstu hús. Til að bæta úr því hengdi hann upp fyrir austurglugg- ann í svefnherbergi sínu rúllugardínu í lit- um. Hún sýnir tilkomumikið úthaf og freyð- andi bylgjur — og það er það fyrsta, sem hann rekur augim í á morgnana. Það er einnig hægt að finna sálarfrið með því blátt áfram að ganga inn í herbergi sitt og loka hurðinni á eftir sér. Ég þekki fá- tækrafulltrúa, sem býr í lítilli tveggja her- bergja íbúð. Dag eftir dag gengur hún milli dyra, stiga upp og stiga niður, í fátækra- hverfunum og hlustar á endalausar harma- tölur um neyð og vesæld. Kvöld eitt barði ég að dyrum hjá henni til að flytja henni skilaboð, og hún bauð mér inn. Litla her- bergið hennar var upplýst af kertaljósi. — „Þannig öðlast ég sálarfrið eftir erfiðan vinnudag," sagði hún mér. „Á hverju kvöldi læt ég þessi ljós loga í stundarfjórðung. Mér finnst ekkert veita jafnmikinn frið og hin unaðslegu áhrif frá birtu af logandi kerta- ljósum." Einnig er hægt að glæða sálarlífið með því að gleðja aðra. Næst þegar þér þjáist af ótta eða áhyggjum, ættuð þér að reyna að fara í heimsókn í næsta elliheimili. Ef þér fáið ekki leyfi til að fara inn og tala við gamla fólkið, þá skiljið eftir góða bók eða blómvönd. Eða skreppið til unga mannsins í hjólastólnum hinum megin við götuna og gefið honum einhverja smágjöf, sem hann mun hafa mætur á. Jafnvel matarhlé ætti að geta endurnært sálina. Hugsið um, hve hljómlist getur haft nærandi áhrif á sálina, þegar vandamálin streyma að og taugarnar eru alveg að bila. „Af matarhléi mínu nota ég tuttugu mínút- ur til að borða, en afganginn nota ég til að hlusta á eitthvert af verkum Brahms“, heyrði ég einu sinni störfum hlaðinn kvenritstjóra segja. Er hún hefur sótt sér endurnæringu í tónlistina, hverfur hún aftur til vinnu sinn- ar með nýjum krafti. Það er hægt að öðlast sálarfrið með því að fara í heitt bað. Einn af elztu helgisiðum mannkynsins er einmitt hreinsunin, þar sem menn þvo sig hreina af óhreinindum og illsku lífsins. Og heit böð eru notuð sarnkvaem nútíma-læknisráði til að lina kvalir °8 vöðvaspenning. Um margar aðrar leiðir er að ræða. F°r stöðukona fyrir mötuneyti var nýlega spu að því, hvernig hún gæti alltaf verið svona róleg og haldið jafnvægi, þar sem hun a mötuneytisins hefði heimilis og stórs barna hóps að gæta. „Það skal ég sannarlega seg3a yður,“ svaraði hún. „Hafið þér séð stóra ruggustólinn í setustofunni minni? í>a^ ®r sama, hvað ég hef mikið að gera, ég f®r S1 degis dag hvern þangað inn, sezt góða stuU í ruggustólinn og hvíli mig í ró og naeði. Hugsanir okkar þurfa ekki aðeins að eiga sér griðastað, heldur líka sálin. Munið þa ’ sem stendur í Biblíunni, það er „tign °j’ heiður, lof og hróður í helgidómi Hans- Við getum skynjað þetta, ef við setjUIIlS um morgunstund á leið til vinnu inn í kirkJu og beinum hugsunum okkar frá önnum dags ins. Við getum upplifað þetta, hvar sem er’ ef við einungis hlustum ... En ekkert okkar kemst hjá því að upph a fyrr eða síðar svo örvæntingarfullar stun^ir’ að okkur finnist við hvergi eiga lengur a . hvarf, hvorki úti í náttúrunni, í einverun111 né í Biblíunni. Hvað skal þá til bragðs taka? Þegar ófarir dynja yfir eitthvert af skiP um enska flotans, er þegar í stað bla merkið: „Rólegir." Það þýðir: „Hugsið uin’ hvað er skynsamlegast að gera.“ Þegar merkið kveður við, eru aðeins ir af áhöfninni sem gera sér fyllilega b° ’ hvers kringumstæðurnar krefjast. En þel111 verður það ljóst á þeim fáu augnablikur^ sem ríkir algjör kyrrð yfir allt skipið, e að skipunin hefur verið gefin. Hver einst ^ ur íhugar, hvernig er komið fyrir ser skipsfélögum sínum og breytir eftir þvl- Þetta merki veldur í fyrstunni skelfingu bjargar svo síðar óteljandi mannslífum- Við ættum að læra að hegða okkur eiu^ þegar vanda ber að höndum. Fæst ok vita þegar í stað, hvað ber að gera, þe^ ^ í óefni er komið. „Ef ég aðeins vissi, hva ^ væri skynsamlegast, ‘ ‘ kveinum við og gtey111 um, að skipunin er: Verið róleg. Reynið að fylgja þessu ráði næst, þe» þér verðið skelfingu lostin — sama þ° allt virðist vera vonlaust. Grípið ekki og en 152 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.