Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 27
tekkja hann aftur. Ef hún hefði hrópað upp ^lr sig af fögnuði, hefði það getað orðið orlagarikt. Þar sem hún sat þarna, virtist Uri vera alveg aðframkomin. Það var eins °S hún væri enn á lífi, líkamlega séð, en sál ennar slokknuð. Hún hreyfðist ekki, þegar þeir gengu inn, y%di þeim heldur ekki eftir með augunum, eldur sat og starði fram fyrir sig, eins og Un væri algjörlega ein. Kvenpersónan, sem ^ar við hlið hennar, stökk hins vegar á ^tur og ætlaði að æpa upp yfir sig, en Man- Sef hélt henni í skefjum með skammbyss- Urini. nRóleg, Mabel," sagði hann stuttaralega. ’jf’að er þá hérna, sem hægt er að hitta þig. £ hélt, að þú starfaðir fyrir Rudy. Og þetta ®r Pormósa get ég ímyndað mér. Já, þetta Uafur allt gengið vel, en nú held ég að röðin Se komin að okkur.“ Hann kinkaði kolli í attina að vistabátnum. „Upp á þilfarið með t11?, Mabel. Það bíður flutningavatn inni í skóginum.“ ^íabel stóð eins og þvara og gapti af undr- Un og augu hennar voru næstum eins stór °S Undirdiskar. oLeynilögreglumaður frá —“ hrökk út úr henni. M; »1 þjónustu Rouen-lögreglunnar,“ greip unsel fram í fyrir henni. „Það má vel segja had. Komdu. Það er mikið að gera í kvöld.“ Mabel stóð önug á fætur, en Katrín sat kyrr. >)Engar mótbárur, Mabel. Ég hef handjárn, þú óskar að reyna þau.“ Svar Mabelar er ekki til að hafa eftir, en J^aUsel hló bara. Þá sneri hann sér að Eutrínu. >)Komdu, Formósa," sagði hann. Hann tók utan um hana og hjálpaði henni til að standa a fætur. „Hún er eitthvað sljó,“ sagði hann sneri sér að Tómasi. „Farðu upp með ^ubel, ég skal hjálpa Formósu." Tómas gekk á eftir konunni, sem stóð í úetudyrunum. Um leið og hann stakk höfðinu fram til a^ fylgja henni eftir, sló hún hann í andlitið, áður en Tómas hafði náð aftur jafnvægi, afði hún stokkið upp á eitt sætanna og haðan út í fljótið. . >)Ágætt,“ sagði Mansel, ,,þá erum við laus- lr við hana. Það er einmitt það, sem ég var að vona. Þá skulum við fara upp í vista- bátinn, vinur minn. Þér á undan, svo lyfti ég Katrínu upp til yðar.“ Andartaki síðar hvíldi Katrín í örmum Tómasar. „Tómas — Tómas —“ hvíslaði hún. Hann laut höfði og þrýsti kinn sinni að hennar. „Katrín — elskan mín — loksins fann ég þig aftur." „Ó, Tómas, ég þori varla að trúa, að það sé raunverulegt." „Þig hefur dreymt illa, vina mín, en nú ertu vöknuð. Hérna er Marteinn, hann get- ur sagt þér, að þú sért frelsuð og örugg.“ Þá sagði Mansel: „Einhver verður að fylgja henni tafarlaust inn í skóginn og vera hjá henni, þangað til við höfum lokið störf- um okkar hérna. Ég get ekki verið án Car- sovs, svo að annarhvor ykkar verður að fara.“ Tómas fól Katrínu á hendur Marteini. „Þú verður að fylgja henni,“ sagði hann. „Það er maður hérna, sem ég þarf að heilsa upp á.“ „Berðu honum líka kveðju mína,“ sagði Marteinn. „Þú veizt, hvað ég á við.“ „Hérna er veski ungfrúarinnar," sagði Mansel. „Tómas — ó, Tómas!“ Hún þrýsti sér að honum. „Þetta verður bara augnbliks aðskilnaður. Við höfum brátt lokið okkur af. Bíddu hjá Marteini inni í skóginum, svo komum við fljótlega." „Ég veit það, ég heyrði samtal ykkar. En fyrir alla muni, vertu varkár, Tómas. Sham- er veit, að Júdas er dauður, og hann er viti sínu fjær. Ég hef fyrr séð hann óðan, en aldrei eins og nú.“ Tómas fylgdi þeim að borðstokknum og horfði á eftir þeim inn í skóginn, þá sneri hann aftur til Mansel og Carsovs, sem stóðu við lúkaropið. Mansel lá flatur á maganum og gægðist gegnum stigaopið niður í salinn. Tómas lagð- ist við hlið hans og hlustaði, áfjáður í að heyra það, sem fram fór niðri. Þessum fimm mönnum hafði ekki orðið mikið ágengt þarna niðri. Einn þessara földu niðurganga stóð opinn — sá, sem var hlið- stæður þeim leynigangi, sem Tómas og HEIMILISBL AÐIÐ — 159

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.