Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 28
Mansel höfðu fært sér í nyt, er þeir skriðu upp úr skipsskrokknum. Shamer, Górillan og Digs stóðu í kringum hann eins og veiði- menn fyrir framan holu, þar sem von væri á villidýri í gættina. Shamer hélt á logandi lugt í hendinni, og ljósglætu lagði einnig upp að neðan. Það leit út fyrir að hinir væru niðri. Shamer var alveg að missa þolinmæðina. ,,Larry,“ kallaði hann æstur. Höfuð birtist í opinu — það var maður- inn, sem hafði stýrt vélbátnum. „Hvað er eiginlega að?“ spurði Shamer gremjulega. Larry þerraði svitann af augunum. „Það hangir eins og teppi fyrir dyrunum," sagði hann. „Það er ekki hægt að komast í gegnum það.“ „Getið þið ekki komizt í gegnum teppi?“ grenjaði Shamer. „Nei, við höfum reynt að draga það nið- ur, en . ..“ Shamer stappaði í gólfið. „Draga — hver segir, að þið eigið að draga? Skerið það niður, ristið það niður — asnarnir ykkar!“ Höfuð Larrys hvarf. Sannleikurinn var auðvitað sá, að hvorki Larry né Mangey höfðu áhuga á þessu starfi, því að þeir héldu, að bak við þetta dular- fulla teppi lægju tveir örvæntingarfullir menn. Larry stakk höfðinu upp aftur og sagði við Digs: „Hefur þú hníf?“ Digs leitaði í vasanum. „Andartak," sagði Shamer vingjarnlega. Og þá kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti: „Hvar er hnífur Mangeys?" Það er ómögulegt að lýsa þeim þunga, sem hann lagði á þessi orð, og kyrrðin, sem kom á eftir, það var sannkölluð dauðakyrrð. „Mangey —“ kallaði Shamer hinn róleg- asti. Sekúndurnar liðu, og Mangey svaraði ekki. „Ég kallaði á þig, Mangey,“ sagði Sham- er. „Komdu hingað upp — mig langar til að tala við þig.“ Höfuð Larrys hvarf, og nokkru síðar — þó nokkru síðar — kom annað höfuð í Ijós. „Já,“ sagði Mangey þungur á brún. „Komdu hingað upp,“ sagði Shamer. „Al' veg upp. . Mangey kom hægt upp, en skreið e ^ alveg upp. Hann stóð kyrr í stiganum 10 brotinn olíulampa í hendinni. Hann sag ekki neitt, en pataði hjálparvana með hon ^ unum eins og hann vildi gefa til kynna a hann gæti ekki komizt lengra, vegna ÞeS® að hann þyrfti að nota báðar hendur til a skríða alveg upp. „Láttu Larry halda á lampanum,“ Shamer, „og gerðu eins og ég segi þer- Mangey hlýddi. Hann þerraði svitann af enninu og sag ^ „Það er laglegt, sem þeir eru búnm afkasta niðri. Þeir eru búnir að skera ai segldúkinn niður . . .“ „Það er ágætt,“ sagði Shamer vingarn lega. „Hvar er hnífurinn þinn?“ „Ég skil það ekki,“ sagði Mangey- ,Ég U var með hann í morgun, það man eg hlýt að hafa misst hann, þegar ég . . • „Horfðu framan í mig.“ Skipstjórinn lyfti höfðinu dræmt. Það er sagt, að morð komi alltaf í ^íoS’ en í þetta skipti var sannleikurinn dreginl1 í ljós — kreistur með hreinum og skmrun viljakrafti út úr sakbitnum manni. Mangey hörfaði eitt skref aftur á bak tók með handarbakinu fyrir augun. „Það var ekki ég, sem gerði það,“ kjökr(| aði hann. „Það var ekki ég, sem drap Júdas- „Segðu Júdasi, að það hafi verið ég, senJ sendi þig til hans,“ sagði Shamer og ska kúlu gegnum heila hans. ^ Varla var hægt að gera sér í hugarfun öllu kaldrifjaðra morð. Ekki var að sjá, a neinn viðstaddra væri skelfingu lostinn y þessu. Þeir stóðu grafkyrrir með lík Man^ eys liggjandi við fætur sér. Þá stakk ShalU er byssunni á sig og sneri sér að Digs. ^ Það var í fyrsta skipti, sem Shamer va litið í áttina til Tómasar og Mansel, og Þef ar hann gerði það, fann Tómas, hvern' hárið reis á höfði sér. Þótt dimmt væri °r ið, gat hann séð, hvernig augu ShamerS skutu gneistum. Hann var vægast sa® óhugnanlegur. Hann sagði eitthvað við Digs, sem klofa yfir líkið og skreið niður um opið. 160 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.