Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 36

Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 36
Fimm mínútna galdrar „Þetta er annað og meira en leikni — það eru galdrar", sagði einhver, sem sat við næsta borð. Andlit þess sem talaði var þung- lyndislegt og undrandi. Skegg hans var dökkt og rakt, og hárið lafði niður á ennið. Annar fylgdarmaður hans hellti öli í glas, néri saman höndum og sagði: „Það er ekki annað en leikni!“ „Það eru galdrar“, fullyrti dökkhærði maðurinn þrákelknislega og tuggði skegg sitt í staðinn fyrir að drekka ölið. Maðurinn, sem hélt leikniskenningunni fram, leit kankvíslega á þriðja manninn við borðið og sagði: „Jæja, ef þið kærið ykkur um, skal ég sanna það, að það eru engir galdrar með í spilinu“. Sá dökkhærði brosti þunglyndislega. „Þér eruð kannske sjálfur töframaður?“ „Ja, það kæmi mér ekkert á óvart. Að minnsta kosti vil ég veðja hundrað rúbl- um, að ég geti skorið alla hnappana yðar af og saumað þá á aftur á fimm mínútum“ Af einhverjum ástæðum togaði dökkhærði maðurinn í vestishnappa sína, áður en hann svaraði: „Á fimm mínútum? Skorið alla hnappana mína af og saumað þá á aftur? Það er ómögulegt!" „Það er áreiðanlega mögulegt. Jæja, vilj- þér veðja? Hundrað rúblum?“ „Nei, það er of mikið. Ég á aðeins fimm“. „Það gerir heldur ekkert til — veðjið hverju sem þér viljið. Við skulum segja þrjár flöskur af öli“. Dökkhærði maðurinn rétti út höndina og sagði illgirnislega: „Eins og þér viljið. En þér tapið, verið vissir um það“. „Geri ég það? Jæja, við sjáum til“. Hann rétti fram höndina og þrýsti þess dökkhærða. Sá þriðji í hópnum ski hendur þeirra að. „Þér takið tímann! Og sjáið um, a^ noti aðeins fimm mínútur!“ .. Þegar hér var komið höfðu allir fen°’ áhuga. Meira að segja syfjulegi þjónnmHi sem var sendur eftir disk og beittum nn ’ lifnaði við. „Einn, tveir og þrír! Nú byrja ég Mað' urinn, sem hélt því fram að hann væri töfm maður, tók hnífinn og setti diskinn á bor ið. Svo skar hann fyrst alla vestishnapPana af. „Eru nokkrir á jakkanum?“ „Auðvitað ... að framan, að aftan, a ermunum og vösunum“. Hnapparnir féllu fyrir hnífnum og skul u í diskinn. „Það eru líka nokkrir í buxunum mínm11 og stígvélunum“, sagði sá dökkhærði glotti. _ . „Það er ágætt gamli vinur. Ég ætla a ekki að svíkjast um einn einasta hnapP’ Veðmál er veðmál. Verið bara rólegir, e£ skal sjá um að skera þá alla af — hvern einasta!” Þegar hann hafði lokið við fötin byrjaði hann á nærfötunum. Og a lokum var búið að skera þá alla af. Sá dökkhærði þerraði svitann af enniu11’ tók diskinn með öllum mislitu hnöppunm11 á, sem litu út eins og ber. Svo sagði hann- „Búið! Þetta eru allir hnapparnir!" Þjónninn klappaði hrifinn saman hón umun. „Áttatíu og tveir! Það er stórkost legt!“ „Hæ þér þarna“, kallaði töframaðurinn á þjóninn. „Náið fljótt í nál og spotta! En þriðji maðurinn í hópnum veifaði ur inu sínu skyndilega út í loftið og barði svo á glerið. „Það er of seint. .. fimm mínút urnar eru liðnar. Þér hafið tapað!“ Maðurinn, sem hann hafði talað vló> fleygði hnífnum önuglega frá sér. „Hvaða vandræði. . . Jæja, það er ekkert við því að gera! Þjónn, færið þessum berra þrjár flöskur af öli á minn kostnað. Og lá-ti mig fá reikninginn um leið!“ Dökkhærði maðurinn fölnaði. „Hvað mt ið þér að gera?“ Töframaðurinn geyspaði. „Eg ætla a fara í rúmið. Ég er dauðþreyttur. Maður 168 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.