Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 37

Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 37
Maður með sál 'Enarna létti mikið, þegar hann slysalaust j^ar búinn að biðja stúlkunnar. Eftir að aHn — fyrir viku síðan — kynntist Alice, , a^i hann alltaf litið upp til hennar. Og er ekki auðvelt, þegar mann langar til f biðja sér stúlku. Stilltur og rólegur beið ann nú dóms síns. ’’Jimmi“, sagði Alice hugsandi, „þér er- góður og viðkunnanlegur drengur — en.. « ”Má ég þá vona?“ Andlit Jimma ljómaði. >>Maður hefur alltaf leyfi til að vona, ^ið það. Þér eruð ágætur drengur, það sjá á yður, og þér hafið góðar tekjur, jð má sjá á bílnum yðar. Mér er sannar- e§a mjög hlýtt til yðar, góði Jimmi. En ég mig aðeins manni með sál!“ »Haldið þér þá að ég hafi enga sál, Alice?“ k »Paestir samlandar yðar hafa sál, Jimmi. eir hafa ákaflega mikið vit á verzlunarmál- Urtl> og eru þar að auki ofurlítið viðkvæm- Verður þreyttur af að þvælast um allan dag- mn11. >>En hnapparnir mínir. Þér verðið að Sauma þá í aftur!“ »Hvað? Hnappana yðar? Hvers vegna ég að hafa fyrir því, úr því ég hvort Sem er> er búinn að tapa. Ég er búinn að . °rga, er það ekki? Góða nótt, herrar mín- lr' ' Hann stóð á fætur og gekk hægt að dyr- ^um. Hökkhærði maðurinn rétti hendurnar rðjandi út á eftir honum. En þegar hann ferði það, runnu öll fötin hans niður. Hann freif í buxumar sínar og horfði skelkaður 1 kringum sig. „Hvað í ósköpunum á ég að gera?“ kveinaði hann. Eg fór út með þriðja manninum í hópn- J1111 -— honum, sem tók tímann, og sem nú rast hnappalausa manninum. Þó að við þekktum ekki hvorn annan, staðnæmdumst við á götuhominu, og höll- ^ðum okkur hvor að öðrum og hlóum svo að okkur lá við köfnun. ir — það er allt og sumt. Hafið þér nokk- urn tíma skrifað kvæði, Jimmi?“ „Ne-ei — nei — ekki man ég eftir því“, stamaði Jimmi. „Hafið þér nokkurn tíma reynt sjálfsmorð vegna vonlausrar ástar til konu?“ „Nei, Alice, en — ef þér óskið þess . . .“. „Standið þér oft við gluggann um miðja nótt, og starið þögull og hugfanginn út í tunglskinsbjarta náttúruna?" „Nei, — frá glugganum mínum sé ég að- eins skýjakljúfa og risavaxna ljósaauglýs- ingu fyrir tómatsúpu, Alice“, sagði Jimmi þunglyndislega. „Maður með sál — maður með sál . . .“, hvíslaði Alice með sjálfri sér ofurlítið efa- blandin. „Eruð — eruð þér þá músíkalskur, Jimmi?“ Augu hans ljómuðu. „Já, já, það er ég — alveg áreiðanlega, Alice!“ „Getið þér spilað á hljóðfæri, og eruð þér fær um að túlka dýpstu tilfinningar yðar með leik yðar, Jimmi?“ „Já, Alice, já!“ sagði Jimmi himinlifandi. Hann var ánægður yfir því að geta loksins sannað, að hann hefði sál. „Oft þegar ég hef hóp af ungu fólki hjá mér í heimsókn, og byrja að spila — tangó eða jazz — þá gríp- ur hljóðfallið fætur og hjörtu allra. Allir, sem viðstaddir eru, rísa upp frá stólum sínum, eins og þeim væri lyft af yfimáttúr- legum öflum, og byrja að dansa, hægt og hálf ómeðvitandi — og það dansar, þangað til síðustu tónarnir deyja.“ „Það er dásamlegt, Jimmi,“ sagði Alice með nýrri, og óþekktri ástúð í röddinni. „En þér leikið líka alvarlega tónlist, er það ekki, Jimmi, tónlist, þar sem sálin virki- lega birtist?" „Jú, auðvitað!" sagði Jimmi hrifinn. — „Mozart og Beethoven, já, meira að segja Hándel og Bach. Ég hef séð harðgert vinnu- fólk gráta af hrifningu, þegar ég spilaði Bach!“ „Þá hafið þér sál,“ sagði Alice og kinkaði sannfærð kolli. „Jimmi, þér megið gjarna kyssa mig!“ Það gerði Jimmi. Lengi. Alice varð móð. Loks spurði hún: „Á hvaða hljóðfæri leik- ið þér eiginlega, Jimmi. Píanó — eða fiðlu?“ „Ó, nei,“ sagði Jimmi, „grammófón!" HEIMILISBLAÐIÐ — 169

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.