Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 3
MlCHAEL SCUFLY: ytf- ? ' tJtvarpspresturinn í Andesfjöllum íbúarnir drukku í stað þess að starfa og heimili þeirra voru í megnustu niðurníðslu — en kornungur maður breytti öllu. Fyrir aðeins fáum árum var Sutatenza ekki svo mjög frábrugðið öðrum smáþorp- sem leynast í giljum Andesfjallanna í Vesturhluta Colombíu. Bændurnir í nágrenni Sutatenza virtust geta haft nægilega mögu- ^eika til að lifa góðu lífi. Þeir voru sterkir °g hraustir, af spænsk-indíánskum upp- runa, og dalur þeirra var óvenju frjósamur. ■^u allsstaðar mætti manni sami andi deyfð- ar og sljóleika. Þöglir og fálátir reikuðu þeir Urn til daglegra anna, nákvæmlega eins og i°rfeður þe irra höfðu alltaf gert. Húsin voru °hrein og í niðurníðslu, og gamla kirkjan í sorglegri vanhirðu. I dag er þar allt með öðrum brag. Það Svifa tónar í loftinu kringum Sutatenza, °g þorpsbúar eru gripnir stolti, von og fram- takssemi. Húsin eru hvítkölkuð, kirkjan er ^águð yzt sem innst og hátt yfir þyrpingu a^ nýjum byggingum gnæfir tilkomumikil Utvarpsstöng. Dagskrárnar, sem eru sendar ut á öldum ljósvakans, eru vandlega kann- aðar af sérfræðingum frá Sameinuðu þjóð- Ulrum, sem vilja reyna að koma á svipuð- um útsendingum annars staðar í heimin- Um. Vegna skarpskygni eins einasta manns hefur útvarpið þar hafið áhrifaríka tilraun, sem gefur fyrirheit um innihaldsríkari til- veru milljóna manna, sem lifa afskekktu lífi í óteljandi öðrum einangruðum þjóðfé- lögum víðs vegar í heiminum. Þessi maður, Jóakim Salcedo, kom til Sutatenza fyrir sjö árum sem kornungur prestur. Hann var nývígður og þetta var hans fyrsta brauð. Hann var sjálfur fædd- ur í þessum fjöllum, svo að hann þekkti sljóleika íbúanna, en hann var ekki bara einkennandi fyrir Sutatenza, heldur öllu frekar þjóðarvandamál, —- því að suður- ameríska ríkið Colombía er sannkallað völ- undarhús af slíkum einangruðum fjallagilj- um. Öldum saman hefur þetta fólk lifað þessari fábreyttu tilveru, langt frá sam- gönguæðum og skólum, og oft á tíðum án þess að hafa hið minnsta samband við um- heiminn. Flestir þeirra kunnu hvorki að lesa né skrifa. Tilveran drattaðist einhvern veginn áfram, og smám saman nálgaðist al- gjör stöðnun. Séra Salcedo íhugaði án afláts, hvernig hann gæti rifið íbúana upp úr þessum dvala, og dag nokkurn datt honum í hug, hvort hann gæti ekki notfærzt við sín gömlu á- hugaefni. Frá því að hann var drengur hafði hann haft áhuga fyrir útvarpi. Hann átti lítið senditæki, sem hann hafði sjálfur smíð-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.