Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 10
hvar fánar blöktu umhverfís mótsstaðinn og bííar fullir af fólki voru að koma úr öllum áttum. Ekki stanzaði okkar bíll, þótt svo mikið stæði til. Mjólk- in varð að komast á sinn ákvörðunarstað á rétt- um tíma. — Traustleg og falleg er brúin á Þjórsá. Hún er fárra ára gömul. Geysiháir stálbogar halda henni uppi. Við hlið hennar er gamla brúin, sem var mikið og fagurt mannvirki á sínum tíma og gegndi hlutverki sínu með prýði um nær hálfrar ald- ar skeið. Nú er hún lág og smá samanborið við hina. Nú er komið i Arnessýslu. Hún er víðlend, með margbreyttu landslagi. Auðug er hún að landkost- um, jarðhita, fallvötnum og sögulegum minjum. —- Ekki er lengi farið yfir Flóann og þá er Selfoss. Þar er miðstöð, skiptistöð eða endastöð flestra ferðalanga. Þar afhenda mjólkurbílarnir farm sinn við hinar miklu byggingar mjólkurbúsins, þangað koma þeir úr öllum áttum, hver eftir annan. Af- greiðslan gengur greiðlega. Aðrir bilar eru fylltir gerilsneyddri mjólk, sem á að fara til Reykjavíkur. Svona gengur það dag hvern árið um kring. Selfoss er allstórt og ört vaxandi þorp. Það er á krossgötum og mjög vel í sveit sett. Ölfusá renn- ur í gegnum þorpið, en meginhluti þess er þó aust- an ár. Þar eru stór og öflug samvinnufélög, Kaup- félag Árnesinga og Mjólkurbú Flóamanna, sem mestan þátt eiga í vexti þorpsins og atvinnu íbúa þess. Nokkrar fleiri verzlanir eru þar, —r- stórt, ný- legt sláturhús og ýmsar stórbyggingar. Nýlega var byggð þar rúmgóð og vegleg kirkja. Hún stendur vestan til í þorpinu á fögrum stað, örskammt frá árbakkanum. Eftir að hafa heimsótt nokkra kunningja á Sel- fossi, héldum við að Stóru-Sandvík. Það er stór- býli skammt suður með Eyrarbakkavegi. Þar búa margar fjölskyldur í sama húsi í eftirbreytnisverð- um samvinnufélagsskap og við mikla rausn, eins og alkunnugt er. Þar áttum við vinum að mæta og dvöldum þar til næsta dags. Þá var haldið að Selfossi aftur. Nú vildum við leggja lykkju á leið okkar og heimsækja kunnar slóðir, Iðu í Biskupstungum. Ekki þurfti lengi að bíða, því samgöngukerfi frá Selfossi í allar áttir er svo fullkomið, að hægt er að komast í nánd við hvert byggt ból með litlum fyrirvara. Á ferðaskrifstofunni fær maður greið svör við öllu, sem um er spurt viðvíkjandi ferðum og ágæta fyrirgreiðslu, hvert sem halda skal. Mjólk- urbíll með góðu farþegaplássi er að leggja af stað austur Flóann og svo upp Skeiðaveg. Blómleg eru býlin á báðar hendur, grasið bylgjast á víðlendum túnum og slátturinn er hafinn. Hjá Reykjum eru vegamót. Þar hefst Skálholtsvegur. Vörðufell, hátt og fallegt, er á vinstri hönd. Á nokkrum kafla ligg- ur vegurinn svo hátt, að vel sér um nærliggjandi sveitir, allt til afrétta. Þaðan sézt upp eftir sveit- inni fögru og gæðaríku, Biskupstungum. Þar er Geysir og Gullfoss, þar eru tignarleg fjöll og gróð- urríkar hlíðar og sléttur. Þar vaka fiskar í ám og lækjum, þar eru víðsvegar sjóðheitar uppsprettur, þar eru staðir, sem all mjög koma við sögu. Hauka- dalur, frægt menntasetur fyrr og nú. Þar er Skál- holt, sem á sögu meiri en flestir aðrir staðir. Saga þess er drjúgur þáttur í sögu lands og þjóðar langa tíð. Nú er þar mikið starfað að u:'pbygS’n®^ og endurreisn, því mjög hafði þessi helgi sta verið illa með farinn á síðari tímum. Nú er P m. a. í smíðum kirkja, sem ætlazt er til að ve dómkirkja, samboðin staðnum sem hún stendur • Turn hennar gnæfir hátt og mun marga laða 1 helgifara að húsi þessu, þá fullgert er. Meðan þetta er hugleitt, er komið að Iðu. ar áttum við heimili í 26 ár, svo allmargar minning ar eru bundnar við þann stað. Hólarnir eru vm gjarnlegir, sem fyrr. Brekkur og lautir brosa minna á gengin spor. Nokkur merki sjást erti handtaka. Gott var að hitta ágætt, fyrrveran sambýlisfólk og þiggja alúðar viðtökur þess og s^° annarra nábúa, en þvi miður var ekki kostur hitta nema suma. Gaman var að sjá og ganga P fögru, traustlega nýbyggðu brú á Hvítá. Það c‘ mikilsverð og lengi þráð samgöngubót, sem marg fagna. . . Tíminn líður óðar en varir. Enn er komiz mjólkurbíl, því ekki má lengur dvelja. Næsti vi _ komustaður er Mosfell í Grímsnesi. Þar voru sumardvöl Sigurbjörn sonur minn, kona hans yngsti sonur. Dvöldum við hjá þeim það sem e var dagsins. Þau voru að búa sig, ætluðu að skrePP^ heim til Reykjavíkur, svo við áttum samleið. mS ólfur prestur að Mosfelli var ekki heima, en skorti risnu og góðar viðtökur hjá konu hans, Rósu Blöndal. Um kvöldið kom áætlunarbíllinn 1 Geysi og tókum við okkur öll far með honum- Að Mosfelli tók sér forðum bústað Ketilbj°r ^ hinn gamli. Hann var forfaðir hinna fyrstu Þ holtsbiskupa. _ ^ Grimsnesið góða er falleg sveit. All vel sést veginum í Laugardalinn og fjöllin umhverfis na Birkikjarr er í vestur hluta þess. Þar er prasta' skógur. Svo kemur Sogið, svalt og tært. Það ren ur hér án allra þreytumerkja, þó búið sé noK ofar að knýja aflvélar, sem veita yl, birtu og til margskonar nota á þúsundum heimila og 1 vera, ^ Við vegamótin undir Ingólfsfjalli skildi eg þennan bíl og fólk mitt. Ég átti ólokið smá e‘ lU^ á Selfossi og fór því þangað. Þar var ég sv° nóttina hjá vinafólki, Jóhönnu og Guðmundi s smið’ . par Morguninn eftir hélt ég til Reykjavíkur. vorum við svo næstu daga, lukum ýmsum erl um og fundum kunningja og skyldmenni, 1 einnig suður í Kópavog og Hafnarfjörð. -j, Svo að kvöldi 14. júlí var stigið upp í ina, sem fljótlega hóf sig.á loft, Sveif hún fyrs^ nokkurn hluta borgarinnar, svo að vel sást vi j hennar. Síðan lágt yfir hraun og heiðar, svo ^ mátti greina lautir, hæðir og gilskorninga. v’e ust þorpin austan fjalls og sjórinn spegils e svo varla örlaði við skerjagarðinn. Brátt kemur í sjónmál Eyjan undrafagra juin úteyjum og dröngum umhverfis, böðuð ge aftansólar hins náttlausa dags. Svo broshýr ^ björt á brá bauð hún velkomin fósturbörnm ^ sem eftir skemmtilega fjarveru og ánæglu 186 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.