Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 12
með undrunarsvip. „Prestar hafa engin af- skipti af draumum barna og ekki heldur af draumum fullorðinna. Fólk dreymir það sem verkast vill.“ „Hlustaðu bara á áframhaldið," hrópaði Peppone. „Meðan flugvélin, sem send var af þessari platínutófu, sem á að heita sendi- herra hér, var á leiðinni yfir Atlanzhafið, dreymdi veika barnið draum. Og hvað skyldi það hafa dreymt? Það dreymdi Maríu mey! María mey bar það með sér í draumnum til himnaríkis og kynnti það fyrir Jesú Kristi, sem sagði, að svo væri Bandaríkjunum og Klöru Booth Luce fyrir að þakka, að allt mundi fara vel að lokum.“ „Hvað átti barnið að dreyma, herra borg- arstjóri?" sagði Don Camillo og baðaði út höndunum, eins og nú gengi alveg fram af honum. „Lenin hefði kannske átt að bera það með sér til Kreml og Stalín að útskýra fyrir því fimm ára áætlunina." Einhver í hópnum hló, og Peppone varð öskuvondur. „Við skulum ekki fara að blanda pólitik inn í þetta,“ hrópaði hann. „Við mundum aldrei bera það upp á börn, að þau dreymi svona lagaða drauma. I fyrsta lagi af því, að við notfærum okkur ekki börn í áróð- ursskyni, og í öðru lagi af því, að við þurf- um ekki að leita á náðir ævintýra . . .“ ,,.... og í þriðja lagi vegna þess, að enginn mundi trúa þeim ævintýrum, sem þið kæmuð með,“ sagði Don Camillo og lauk með því upptalningu Peppones. „Og hver heldurðu að trúi ykkar ævin- týrum, ef ég mætti spyrja?“ „Það er til fólk, og meira að segja all- margt fólk, sem ekki aðeins trúir á himna- ríki, heldur er einnig fúst til að hegða sér þannig, að það komist þangað. Það er fólk, sem lifir góðu og prúðmannlegu lífi og treystir á guðlega forsjá." „Guðlega forsjá, já, einmitt það. Af því að meðalið kom frá Bandaríkjunum! Ef það hefði komið frá Rússlandi, þá hefði þessi virðulegi prestur okkar sagt það vera véla- brögð djöfulsins!" „Nei, herra borgarstjóri. Hinn virðulegi prestur, eins og þú kallar hann, notar þá skynsemi, sem Guð hefur gefið honum. Hann mundi aldrei láta aðra eins heimsku eins og það út úr sér, því að hann veit, að guðleg forsjá gerir hvorki greinarmun a þjóðum né flokkum.“ „Amen,“ tautaði Smilzo. „En hvað sem því líður,“ hélt Don Cam illo áfram, „þá kom guðleg forsjá í þef^a sinn úr vestri en ekki austri.“ „Og hvers vegna eigum við að hropa húrra fyrir Ameríku og niður með Russ land!“ hrópaði Peppone. „Við getum hrópað húrra fyrir Ameríku, ef þú endilega vilt. En hvers vegna skyl um við hrópa: Niður með Rússland? Rúgs land gerði ekkert illt af sér í þessu máli, Rússland kom ekki í veg fyrir að barninu batnaði. Ég á mjög auðvelt með að álykta með ró og stillingu, herra borgarstjóri, °8 ég er alls ekkert hræddur við að segja, a þetta sé eitt þeirra tilfella — ef til V1 eina tilfellið — þar sem Rússland vann engum hið minnsta tjón. En, herra borgar stjóri, ættum við ekki, í staðinn fyrir a hrópa húrra fyrir Ameríku, að hrópa huira fyrir guðlegri forsjá, fyrst það var hún> sem læknaði barnið?“ Peppone var eins rauður í andliti októberbyltingin. „Hvers vegna kom þá guðleg forsjá ekk1 í veg fyrir að barnið veiktist?" spurði hann' „Guðleg forsjá átti enga sök á veikindura þess,“ útskýrði Don Camillo. ,,Sjúkdómal eiga rót sína að rekja til náttúrunnar, u náttúran stjórnast, sem betur fer, af mj°^ svo óhagganlegum lögmálum. Ef við g00 um þess ekki, að fara eftir þeim, leiðxr P óhjákvæmilega til vandræða. Þar sem P veizt góð skil á vélum, herra borgarstj°r|’ þá veizt þú, að vél gengur því aðeins V^J að allir hlutar hennar séu í góðu lag1- sé blöndungurinn í ólagi, hvort heldurðu P ^ að guðleg forsjá eigi sök á því eða skítur inn, sem hefur komizt inn í hann? A > sem efninu viðkemur, lýtur forsjá náttur^ unnar. Það eru líka til sjúkdómar í -^nsS. landi, þótt Lenín hafi skapað það en e Guð‘‘ - 0g Peppone hafði sefast smám saman, _ þegar Don Camillo hafði lokið ræðustúf sl1^ um, sneri hann sér að Smilzo og sagði bl0S andi og talaði mjög hægt og skýrt: „Smilzo, fyrst talið hefur nú borizt a^ blöndungnum, þá vildir þú kannske spy prestinn, hvort vélamaðurinn se fulltrlU 188 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.