Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 14
bjargað barnslífi, þá er ég reiðubúinn til að hrópa húrra fyrir pólitískum áróðri. Ef ég ætti barn, og líf þess væri undir því komið, að það fengi meðal frá Rússlandi, þá get ég fullvissað þig um, að ég . . . “ ,,Það gegnir öðru máli með mig,“ greip Peppone fram í. ,,Ég á börn, en ef líf þeirra væri undir því komið, að þau fengju meðal, sem ameríski sendiherrann sendi eftir í flugvél, þá mundi ég heldur láta þau deyja!“ Don Camillo svaraði engu, en starði á hann með skelfingarsvip. Peppone var ómögulegt að festa blund, þótt klukkan væri orðin þrjú eftir miðnætti. Hann fór fram úr og klæddi sig og leit síðan, með skóna sína í hendinni, inn í herbergi litla drengsins síns. Hann kveikti ljósið og virti andlit barnsins fyrir sér með athygli. Eftir stundarkorn slökkti hann ljós- ið og læddist burtu. Fáeinum mínútum síð- ar var hann kominn út í næturkuldann með frakkakragann brotinn upp undir augu og stefndi út á kirkjutorgið. Þegar hann kom að glugganum á prestshúsinu, laut hann niður til að leita sér að steini, en þeir voru allir freðnir niður í klakann á jörðinni. Hann krafsaði niður í gaddinn, og honum varð órórra innanbrjósts með hverri mín- útunni sem leið. Að lokum tókst honum að losa stein og fleygði honum í hlerann fyrir öðrum glugganum til vinstri á ann- arri hæð. Það var eins og honum yrði hug- hægra, er hann heyrði steininn glymja á hleranum. Þá var hleranum hrundið frá, og einhver kallaði með óþýðri rödd: ,,Hvað vilt þú?“ ,,Komdu niður." Don Camillo vafði rúmteppinu utan um sig, kom niður og opnaði dyrnar. „Hvað ertu eiginlega að vilja hingað á þessum tíma? Hvað er að?“ „Það er ekkert að,“ sagði Peppone fýlu- lcga. ^ „Það var gott. Eg varð dauðhræddur, þegar ég kom auga á þig.“ „Hræddur við hvað? Ég er ekki inn- brotsþjófur.“ „Ég verð alltaf hræddur, þegar ég er vakinn um miðja nótt. Fólk kemur ekki til prestsins á þessum tima sólarhringsins til þess eins, að segja honum brandara.“ Peppone stóð niðurlútur stundarkorn tautaði svo: „Þegar menn lenda í umræðum frainrn1 fyrir almenningi, segja þeir oft meira þeir meina í raun og veru.“ » „Ég veit það,“ sagði Don Camillo. ,i-^a er ástæðulaust að taka slíkt allt of alvai iega." „En annað fólk tekur það alvarlega. „Vitleysa! Það veit, við hverskonar i'° færslu er að búast við af blöndungi- Peppone kreppti hnefana. „Það ert þú, prestur, sem talar bjána lega.“ „Það er kannske rétt. En samt he ^ blöndungur enga heimild til að vekja P1 klukkan þrjú að nóttinni." Peppone hrærðist hvergi, þangað til Pie urinn spurði hann: </ „Vantar þig eitthvað, félagi PepP°nt> Vantar þig dósahníf?“ , , „Ég á dósahníf,“ sagði Peppone þung inn á svipinn. „Það er gott! Gættu þess þá, að tý11^ honum ekki. Og Guð láti svolítið mcira^^ ljósi sínu skína á þig, næst þegar þu frammi fyrir almenningi." ,,. Peppone fór, og áður en Don CamiH0 aftur í rúmið, kraup hann niður frainl fyrir krossinum í herberginu sínu. , - „Drottinn," sagði hann, „hann er hv<n^ orðinn að blöndungi né neinum öðrum arlausum vélarhluta. Hann er alveg vesalingurinn og hann hefur alltaf ve Lof sé guðlegri forsjá!“ _ ^ Og síðan tókst honum loksins Hka 190 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.