Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 24
skilið,“ sagði Mansel. „Hann var ósvífið fúlmenni. Mannslífið mat hann einskis. Hann myrti, þegar honum bauð svo við að horfa. En hann mat heldur ekki sitt eigið líf mikils. Hann kjökraði ekki einu sinni. Ef við ættum að segja eitthvað gott um hann, hvað mynduð þér þá segja, Avalon?“ Tómas svaraði án þess að hika: ,,Að hann bar að minnsta kosti ekki beizkju í brjósti." ,,Einmitt,“ sagði Mansel. ,,0g það er mjög sjaldgæft af hans manntegund að vera. Og því eigum við að þakka, að við höfum þennan ómetanlega lykil. Hann þýð- ir eiginlega náðun fyrir vissa ungfrú, sem við þekkjum." XX. kafli. Nú, þegar skrímslið hafði verið lagt að velli, snérust allar hugsanir Tómasar Ava- lons um heilsu Katrínar. Það var ekki að sjá á henni nokkur sjúk- dómseinkenni, en hún var óeðlilega þögul, og allir óttuðust þeir, að hún myndi falla saman, ef hún ætti að fara að ryfja upp það sem hún hafði gengið í gegnum síð- ustu tíu dagana. Þeir fundu veg heim að afskekktum bóndabæ, vöktu upp húsfreyjuna og báðu hana að sjá til þess, að unga stúlkan fengi rum. Tómas lá á hnjánum við rúmið með hönd hennar á öxl sinni, þangað til hún sofnaði. Hann var sammála hinum um, að svo framarlega sem Katrín væri ferðafær, skyldu þeir halda til Southampton annað kvöld. Mansel bauð þeim að dveljast nokkrar vik- ur á sveitasetri hans. Þegar Tómas og Mar- teinn mótmæltu, brosti Mansel og klapp- aði Tómasi á öxlina. „Þetta er ekkert heimboð," sagði hann, „þetta er skipun. Og það er ég, sem hef ennþá stjórnina." „Já, nú fyrst þér lítið svo á það,“ sagði Tómas. „Það geri ég,“ sagði Mansel. „Alveg burt- séð frá ásigkomulagi ungfrú Valentin, er bezt að við höfum okkur á brott úr þessu héraði, eins fljótt og auðið er. Ég þarf ekki að skýra það nánar, en það væri synd og skömm, ef allt yrði nú eyðilagt fyrir okk- ur af einhverjum ástæðum. Aðalpersónurn- ar geta ekki ljóstrað neinu upp, en vista báturinn er ónýtur og vélbáturinn er hoif inn, og þegar hann finnst, mun lögreglaU verða önnum kafin, og þó að það þurfi nU ekki að þýða, að þeir finni út úr samheng inu, þá kýs ég heldur, að við hverfum 3 sjónarsviðinu. Eg þarf þar að auki, eins og þið kannski vitið, að leysa af hen 1 starf, sem mér hefur verið trúað fyrir. Loks held ég, að litla systir mín gæti orðið góð^ ur félagi ungfrú Valentin, og húsið er 1 friðsælu og rólegu héraði.“ Þeim til mikils léttis svaf Katrín vseiL og hún lá í rúminu fram eftir næsta degi- En þó hún bersýnilega hefði það betra og hefði gaman af að sitja og hlusta á °S skrafa, þá minntist hún ekki í eitt einasta skipti á brottnám sitt. Sama kvöld stóðu Tómas Avalon °% Katrín á þilfari gufuskips og horfðu a> hvernig ljósin á hinni frönsku strönd sukkn í sæ. _ „ „Tómas, þú mátt aldrei yfirgefa niig> sagði hún alvarlega. Hann leit á hana hamingjusamur. „Aldrei, elskan mín. Ég yfirgef þig a drei.“ „Ég vona, að ég þurfi heldur aldrei að y 11 gefa þig,“ sagði hún. „Ég veit ekki, kv°r gimsteinarnir geta komið því kraftavei til leiðar, sem við ætlum. Lögreglunni el ekki um að eiga skipti við fólk eins og^®1^ En ég er orðin síngirningur, Tómas. Ég eX reiðubúin til að eyðileggja þitt líf til a reyna að bjarga mínu.“ Hann þrýsti henni að sér. „Vertu áfram síngjöm,“ sagði hann, ,>a af. Það er allt, sem ég bið þig um.“ „Meiri ást fyrirfinnst ekki.“ Hann lagði kinn sína að hennar, og I1 stóðu þannig þögul, þangað til að síðas a ljósið var horfið. « „Þetta var mjög fallega gert af Shainei, sagði Katrín hægt, „að hugsa um uug á síðustu stundu. Það gleður mig.“ .* „Hann sagði, að hann vonaðist til að vi yrðum hamingjusöm." „Ef hann hefur sagt það, þá hefur han11 líka meint það. Hann hafði marga ga en hann meinti alltaf það, sem hann sag u —o— Um níuleytið næsta morgun komu þa 200 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.