Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 2
KOL ÁN RYKS OG ÓHREININDA Kolaframleiðendur í Ruhr-héraðinu í Þýzkalandi hafa fundið upp litarefni til að úða kol með, sem bæði litar kolin og rykbindur. Á hvern kolamola myndast gljáandi húð. Kolin er hægt að fá í mörg- um litum, græn, blá, rauð, gul, brún. Ekki eru kolin dýrari þótt kaupcndur fái þau þannig heimsend, því aðferðin til að breyta kolunum í þetta horf er nijög kostnaðarlítil. Hitagildi kolanna minnkar ekkert við þetta. MaSurinn, sem ber kolapokana heim til bcejarbúa í Sluttgart, er eins hreinlegur í kjœSaburSi og mjólkur- pósturinn! Húsjreyjurnar eru himinlijandi, því aS engin óhreinindi berast lengur inn til þeirra, þegar komiS er meS kolin og hvítar skyrtur eiginmann- anna óhreinkast ekkert þegar þeir bœta í miSstöSina eSa kolaofnana. Hvílíkur munur! „MAÐUR VERÐUR AÐ ÞEKKJA ANDSTÆÐINGINN“ Píus páfi XII. var síðustu daga ævi sinnar að læra rússnesku. Italskur stjórnmálamaður komst að þessu, þegar hann heimsótti höfuð kaþólsku kirkjunnar í sumarhöll hans, Castelgandolfo. Stjórnmálamaðurinn sá rússneska málfræði á skrifborði páfans og komst seinna að raun um, að Jesúiti nokkur kæmi reglu- lega, til þess að kenna páfanum rússnesku. Þessi frétt vakti furðu allra, er heyrðu liana. Aðeins fáir höfðu látið sér til hugar koma, að páfinn, sein þegar kunni átta tungumál, myndi enn einu sinni, þrátt fyrir hinn háa aldur sinn, grípa til kennslubókarinnar. En síðasta útvarpsræða páfa gaf þó til kynna ástæðuna til þess. Hún innihélt endanlega fonnælingu komm- únismans. „Sá, sem vill ná árangri í baráttu sinni við óvininn, verður að þekkja hann út í æsar, og fyrst og fremst mál hans og lieimsskoðun“, sögðu ítölsku hlöðin í sambandi við fréttina. En fyrir kristna menn, sem vilja skapa skilning milli kommúnistaríkjanna og kirkjunnar, var fregnin tákn, seni ekki var liægt að mÍ8skilja: Hin þægilega undanlátssemi er lífs- hættuleg fyrir allar kristnar þjóðir. Jesús sem barnavinur Á jólunum Jesús fœddist, í jötu var rúmiS hans; en englarnir sungu og syngja í sálu hvers dauSlegs manns. Þvi hann var í heiminn sendur á heilagri jólanótt aS minka hjá okkur öllum þaS allt, sem var dimmt og Ijótt. Hann þekkti hvaö var aS vera svo veikt og svo lítiS barn; hann blessaSi börnin litlu; svo blíSur og líknargjarn. Hann brosti þeim eins og bróSir, og bros hans var dýrleg sól. Hann fó! þau í faSmi sínum og flutti þeim himnesk jól. Hann sá inn í sálir þeirra, hann sá þeirra hjartaslátt; hann gladdist meS þeim í gleSi og grét ef þau áttu bágt. Þau komu til hans í hópum og hvar sem hann fór og var, þá fundu þaS blessuS börnin aS bróSurleg hönd var þar. Og því verSur heilagt haldiS i hjarta og sálu manns um eilífS í öllum löndum á afmcelisdaginn hans. Sig. Júl. Jóhannesson. (Úr ,,Bjarma“ 1. des. 1917) Fjallabúar Nýju-Guineu (Mae-Enga) skýrðu nýlef>a frá því, að þeir notuðu fjallgarð í norð-austurhIu*a heimkynna sinna sem almanak. Þessi fjallgarður 1|8Í ur þannig, að punktur sólaruppkomunnar fer á eU”' ári nákvæmlega frá einum enda til hins, staðnæ1”" ist þar í nokkra daga og hverfur síðan aftur 1 upphafsstaðarins. tt • «i« i i -v-v Kemur út annan hvern niÁ*1 Heimilisblaoio uð> tvö tölublöð saman, f blaðsíður. Verð árgangsins er kr. 50,00. í lausasð u kostar hvert blað kr. 10,00. Gjalddagi er 14. aP|r‘. Útgeftmdi: Prentsm. Jóns Helgasonar. UtanáskriR' Heimilisblaðið, Bergst.str. 27, Reykjavik, Pósth. 304 214 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.