Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 6
Skrúðurinn og Skrúðsbóndinn Saman hefur tekið Sigurður Helgason IJt og suður af Vattarnesi við Reyðar- fjörð, því sem næst í austur af norðurströnd Fáskrúðsfjarðar um það bil hálfan þriðja mílufjórðung undan landi, er eyja, sem Skrúður nefnist. Hann er með hæstu eyjum hér við land (161 m), strandlengjan um- hverfis hann er tæplega hálfan annan mílu- fjórðung og hann er hömrum girtur og hengiflugum nær því allt í kring. Mun flest- um þykja fremur ólíklegt við fyrstu sýn, að gengt sé þar á þremur stöðum allt frá sjó og upp á efstu kolla, en svo er þó, en allir eru þessir uppgöngustaðir brattir mjög og oarennilegir. Hann er grösugur vel, algróinn að ofan og utan í hliðum hans hefur grasið fest rætur alls staðar, sem hugsanlegt gat venð. Sauðfé var látið ganga þar sjálfala lengi vetrar og varð ótrúlega vænt. Eggja- og fuglatekja var þar og mikil. Hann liggur undir stórbýlið Vattarnes, yzta bæ á suður- strond Reyðarfjarðar, og hefur svo verið frá fornu fari. Hafa nytjar hans verið ábúendum jarðarinnar ómetanleg hlunnindi. En Skrúðurinn er samt ekki kunnastur fynr neitt af þessu, heldur er það Skrúðs- bóndinn, sem bjó þar forðum við rausn og prýði að sögn, sem fyrst og fremst hefur gert þar garðinn frægan. En bóndi þessi var tröllkarl, merkilegur á marga lund og af heldra tagi, enda hefur meira og fleira verið ritað og ort um hann en nokkum annan íslenzkan tröllkarl bæði fyrr og síðar. Sömu- leiðis hefur bæði verið ort og ritað um heim- kynni hans, Skrúðinn, og sjálfan bústaðinn sem var stór og mikill hellir, er myndazt hefur þar af sjávargangi einhvern tíma í fymdinni. Er þetta allt til samans býsna mik- ið mál af ýmsu tagi og bæði laust og bund- ið. Hefur sumt af því verið tekið upp og 218 — HEIMILISBLAÐIÐ fellt saman eftir föngum með örfáum ský1 ingum og fer það hér á eftir. Séra Ólafur Indriðason, er þjónaði Kol' freyjustaðarprestakalli 1833—61, var merk- isprestur á sínum tíma. Hann ritaði lýsin£a Kolfreyjustaðarsóknar, .sennilega eitthva5 um 1840, þar sem hann minnist á þetta efni> bæði Skrúðinn og bóndann þar. Er hins fyrr nefnda getið á þessum stað af þeirri eðlile£u ástæðu, að jörðin Vattarnes, sem Skruð111’ inn liggur undir, er í þessari sókn, en um hinn síðarnefnda virðist óneitanlega dálítlð öðru máli gegna í fljótu bragði. En í því efnl ber þess að gæta, að þjóðsagan hefur genSl5 svo rækilega frá sambandi SkrúðsbóndanS við þennan sérkennilega stað, að jafnvel enn í dag yrði varla ritað af neinni nákvæmni um eyjuna án þess að minnast einnig á hann Sama var að segja og ekki síður um Þa leyti, sem séra Ólafur Indriðason ritaði sokn arlýsingu sína. Auk þess hefur hann auðsja' anlega einnig haft annað í huga, og ef ** vill fyrst og fremst, eins og eftirfarandi k®f 1 ber með sér. Hann er á þessa leið: „Skrúðsey, almennt kölluð Skrúður, upphá, eins og lítið fjall, nærri kring er “FF11 at ciiiö Ug IILIO Ijail, nærri víðast hvar að sunnan, vestan og norðaI1 sett misháum, þverhníptum björgum neðan til, en grasivaxin að ofan og að austan sums staðar að sjómáli. Að austan (suðaustan gengur inn vík sú, er Hellisvík heitir. ^ henni heldur að sunnan flughátt bjarg, eU að norðan sæbrattar klappir. Upp af hen1^ gengur hellir mikill, rúmlega 50 faðma a^ lengd og meðal steinsnar á hæð. Hann skipf ist í tvo hluta. Innri hellirinn breikkar fy1’/ innan dyrnar mikið til suðurs og er þar lægt 50 föðmum á breidd. Sá fremri er tolu vert mjórri. I framhellinum er bjart að framan. | verpir fjöldi ritfugla upp um allt bergið er indæli mikið að skoða helli þennan, ein

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.