Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 9
Skrúðurinn sannsögulegu gildi þeirra, átti hann samt ^ikinn þátt í því að gera hellisbúann eftir- ^hnnilegan í heimi þjóðsagnanna með því að yrkja um hann allra manna bezt, sem við tað hafa fengizt. Var það langt kvæði, sem hvergi hefur verið prentað, svo að ég viti til, °S munu fáir kannast við það nú á tímum °g enn færri kunna. Fer kvæði þetta hér á eftir. Heiti þess er: Fyrir Skrúðsbónda-minni Mjög er reisugt í Skrúð, þar sig bergrisans búð inn í brimþveginn hamarinn klýfur. Hvolfið, berginu mœnt, þakið guldeplað, grænt, sést í grisjaðri bjargfugladrífu. Hann er hrímþurs að ætt, hann fær hráætið snætt, hann er hundvís og fullur af galdri. Sér frá Hólmum á fjöl — þá rauk fjörður sem mjöl — seiddi hann fljóðið í norðanátt kaldri. Ekki dugði það, að hún daglega kvað hinar dýrlegu Maríurímur. Þetta fékk hana ei fest, er á seiðhjallinn sezt sá hinn sviplegi töfranna grímur. Ekki verndaði fljóð, þó að væri hún jóð þess hins vígða, sem hökli sig klæddi, er um hápáskadag undan heilögum brag hún úr hlaðinu vitstola æddi. Þar er hafsúla og már, þar er haftyrðill smár, þar eru hrafnar og lundar og skarfar, þar er æður og örn, þar sín ótal mörg börn elur svartfugl og skeglurnar þarfar. Henni ferðin gekk vel, henni freyðandi um stél, henni flugþveitti bláaldan þunga beint á hellisins vik — þó að býsn væri rík — fjölin bugar með prestsdóttur unga. Meir en steinsnarið hátt móti hafausturs átt stendur húmtjaldað eldjötnasmíði. Nærri teigslengdir tvær inn í náttmyrkrið nær, sem ei nema kann sólgeislinn fríði. Undir berginu blá stóð þar biðillinn þá, þursi, blásvartur, sköllóttur, loðinn. Hann þar skaut henni inn undir skinnbjálfann sinn allan skorpinn og begldan og snoðinn. Sú stóð hátimbruð höll síðan fyrst risu fjöll, þar er fámennt og tröllalegt inni. Gamall bóndi þar býr, — sá um bakið ei rýr — meður brúðinni margtrylltu sinni. ,,Þú skalt ganga með mér,“ sá hinn tröllslegi tér og með töfraða brúðina gengur inn í afhelli þann, sem nú enginn sér mann eða um getur forvitnazt lengur. HEIMILISBLAÐIÐ — 221

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.