Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 11
En fjölin þaut með hana fram langt á sjá; tíð er leið og löng. Hún flaug sem í loftinu bylgjunum á; já, satt er það, sorgin er ströng. °g siðast það til hennar sáu menn þá; tíð er leið og löng. Hún sveif inn í Skrúðshelli fjölinni á; já, satt er það, sorgin er ströng. En veðurtepptir ef að menn verða út í Skrúð; tíð er leið og löng. í*á vistir æ þeim færir hin hamratryllta brúð; já, satt er það, sorgin er ströng. Hyrir austan í Fáskrúðsfirði fagurt mjög þar er; tíð er leið og löng. í fegurð þó Skrúðurinn af öllu samt þar ber; já, satt er það, sorgin er ströng. Þannig hefur verið ritað og rætt um þá tvo, Skrúðinn og Skrúðsbóndann, en það, sem tilfært hefur verið hér í framanrituðum líhum um þetta efni, er aðeins nokkur hluti bess, sem alls er til um það. Með því helzta, Sem ekki hefur verið minnzt á sérstaklega, eru fyrst og fremst nokkrar sagnir um Skrúðsbóndann, fremur sundurleitar að gerð. Tröllið í Skrúðnum, úr Þjóðsögum Jóns ^■rnasonar, er sú eina, sem tilfærð er hér að framan. Hinar hafa birzt í ýmsum öðrum bjóðsagnasöfnum, s. s. Þjóðsögum J. Þorkels- s°nar, Sagnakveri Björns Bjarnasonar frá Viðfirði og víðar. Þá má nefna söngleikinn Skrúðsbóndinn eftir Björgvin Guðmundsson, þar sem efni tetta er enn einu sinni tekið til meðferðar, eu með nýstárlegum hætti. Enn fremur er ritgerðin Skrúður, eftir Einar Friðriksson fyrrum bónda á Hafranesi * Reyðarfirði (sjá Eimreiðina 1950), sem er Sreinargóð lýsing á eyjunni bæði í sambandi við örnefni þar og vinnubrögð við eggja- og ^Uglatekju, sem fyrrum var stunduð þar á Everju ári, en hefur nú lagzt niður að mestu e®ú öllu. Bóndans er þar að fáu getið. Svo er að lokum eitt enn: Það eru ekki einasta íslenzk skáld og þjóð- Sagnaritarar, ásamt áhugasömum liðsmönn- meðal almennings, sem gert hafa Skrúðs- bóndann að vel metnum og víðkunnum tröll- karli, heldur og að minnsta kosti einn er- lendur listamaður hefur lagzt á sömu sveif, danskur maður, Nielsen að nafni. Hann gerði höggmynd af skrúðsbóndanum, sem á að sýna hann á heimleið, þar sem hann stikar stórum með prestsdótturina í eftirdragi, en hún „stritar mjög á móti.“ „Myndarsmið- urinn“ hefur því hugsað sér hana nauðuga í för með karlinum og hann sem hvern ann- an ótíndan ofbeldismann, og vitanlega getur slíkt verið í fullu samræmi við mannlífið í okkar fögru veröld! Skáldin okkar, að minnsta kosti þau, sem hér koma aðallega við sögu, séra Ólafur Indriðason og Jón, son- ur hans, hugsa sér atvikin aftur á móti all- mjög á annan veg, flóknari, en sízt ósannari og ennþá hörmulegri. Þeir hugsa sér prests- dótturina tryllta af þrá til tröllkarlsins, svo að engin skynsamleg hugsun kemst að. — Og í samræmi við það óheilla ástand í sálar- lífi veslings stúlkunnar, hæfir bezt að ljúka þessum línum með orðunum sem skáldið læt- ur þann gamla segja, þar sem hann stendur neðan undir berginu, blásvartur og loðinn, og ávarpar ástmey sína: „Þú skalt ganga með mér.“ Sigurður Helgason tók saman. HEIMILISBLAÐIÐ — 223

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.