Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 15
Læknirinn fljúgandi í frumskógum Kongó Eftir GEORGE KENT ★ I yfir tuttugu ár hefur hann verið eini læknirinn, sem þúsundir innfæddra í hjarta Afríku hafa getað leitað til. ★ Litla þorpið Bulape liggur eiginlega falið inni í hinum miklu skógum Belgísku Kongó, aðeins nokkur hundruð kilómetra frá mið- Laugi. Það er snoturt og hreinlegt, lítið þorp, °S íbúar þess heilsa og kveðja með því að klappa saman lófunum. I Bulape er einnig bækistöð kristniboða. ■^ark Poole, 47 ára, veitir henni forstöðu ~~~ hann er hár og grannvaxinn Ameríku- ^aður, sem hefur í yfir tuttugu ár verið eini læknir fyrir þúsundir innfæddra, sem eiga heima í frumskóginum kringum þorpið. ^júklingar koma oft langar leiðir að fótgang- andi til að leita hjálpar dr. Poole; oft fer Lann einnig til þeirra, annaðhvort siglandi eftir fljótinu í bát, sem er búinn til úr hol- u*n trjástofni, eða akandi eftir frumstæðum Vegum i bílgarminum sínum. í seinni tíð er Lann þar að auki farinn að fara fljúgandi í ®igin flugvél. Hann er einasti fljúgandi lækn- irinn í Kongó, og á síðustu þrem árunum hefur hann farið 65.000 km leið í loftinu til aðstoðar íbúum, sem aldrei fyrr höfðu þekkt Ueitt til læknishjálpar. f augum hinna innfæddu er dr. Poole hinn Lviti verndari, sem getur gert kraftaverk. Á Lverjum einasta degi allt árið hjálpar hann Lundruðum sjúklinga, og oft verður hann að vinna alla 24 tíma sólarhringsins. í hverri viku framkvæmir hann um tíu skurðaðgerð- ir> og margar þeirra gera fyllstu kröfur til kunnáttu hans sem skurðlæknis. Það er þrælavinna, sem myndi buga hvern þann mann, sem hefði ekki eins og dr. Poole helg- að alla tilveru sína þessu starfi. íbúarnir í héraðinu kringum Bulape þjást af alls konar hættulegum sjúkdómum. — Loftslagið er svo rakt, að þeim hættir til að fá lungnabólgu og aðra lungnasjúkdóma, og berklaveikin leikur þar lausum hala, þar sem þeir þjást af næringarskorti. Þeir þjást einn- ig af blóðskorti og kynsjúkdómum. Loks eru þar margir hitabeltissjúkdómar: svefnsýki, og illkynjaðir húðsjúkdómar. Malaríu og iðraorma hafa þeir allir. Og þar við bætast allar hinar mörgu hætt- ur í frumskóginum. Þeir innfæddu eru bitn- ir af krókódílum, rifnir eftir klær hlébarð- ans og særðir eftir tennur fílanna. Og þau galdralyf, sem læknar þeirra bera í sárin orsaka oftast heiftarlega bólgu. I þessu sjúkdómshrjáða héraði hefur Mark Poole reist sjúkrahús með 120 rúmum. Að- stoðarmenn hans eru duglegur hópur inn- fæddra, sem þar til fyrir fáum árum þekkti ekkert til meðferðar á sjúkdómum, og sem samkvæmt tíðarandanum voru algjörlega sljóir fyrir mannlegum þjáningum; nú gang- ast þeir upp i starfi sínu af eldmóði. Þeir aðstoða við fæðingar, taka blóðsýnishorn, taka þátt í sýklarannsóknum í rannsókna- stofunni og gefa blóð. — Þar eru einnig þrjár lærðar hjúkrunarkonur, þeirra á meðal Sara, eiginkona dr. Pooles, auk aðstoðar- manns á rannsóknarstofunni. Hver einstak- ur tekur sinn þátt í daglegum störfum, og enginn vinnur skemur en 12 tíma í sólar- hring — en öll ábyrgð hvílir á dr. Poole. Allt frá fyrsta degi var meira en nóg að starfa í Bulape — samt gat dr. Poole ekki látið hjá líða að hugsa um þá mörgu, sem enga hjúkrun fengu. Ég minnist þess, einu sinni þegar ég heimsótti hann árið 1947, að hann stóð og' starði inn í frumskóginn. „Þarna búa menn, sem aldrei hafa séð lækni,“ sagði hann — „sjúkir menn, sem þjást. Einhvern tímann ætla ég að fá mér flugvél og fara þangað og hjálpa þeim.“ Fljúga kunni hann. Og 1951 fékk bæki- stöð hans gefna flugvél frá kirkjusöfnuði í Flórída. Þegar dr. Poole hafði sótt hana til Leopoldville, höfuðborgar Kongó og sneri aftur til Bulape, streymdu þúsundir nakinna HEIMILISBLAÐIÐ — 227

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.