Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 23
Hugsið fyrst til þeirra. sem á lífi eru — Eftir J. CHRISLER Enn einu sinni las ég áletrunina á leg- steini hans: Það var fróun í handtaki hans Og gæzka í hjarta hans Manna kraup á kné til að taka umbúðir utan af stórum blómvendi. „Ég hef það allt- af á tilfinningunni, að hann hlægi að mér, þegar ég geri þetta,“ sagði hún. „Manstu, hvernig hann var vanur að hnykla vinstri augabrúnina, þegar honum fannst eitthvað skoplegt?“ „Eða þegar hann varð undrandi,“ bætti við. Það var óvenjulega milt veður þetta að- fangadagskvöld. Himininn var heiður og blár. Það hafði einmitt verið svona veður daginn sem hann og ég höfðum setið sam- an. úti á svölum, og hann sagði allt í einu: „Við ættum heldur að ræða um tilhögun við útför mína. Það er alltaf bezt að hafa slíka bluti í lagi.“ Það fór alltaf hrollur um mig, þegar ég núnntist útlits hægri handar hans, sem lá breyfingarlaus og máttlaus — þessi hendi, sem hafði handleikið skurðhnífinn svo ör- ugglega óteljandi sinnum . .. „Hugsaðu þér“ — mamma var að hag- ræða blómunum — „ég get blátt áfram beyrt hann segja: „Því ertu eiginlega að bessu, mamma? Ertu strax búin að gleyma, bvað okkur talaðist til? Að miklum vand- ræðum hér á jörðu væri hægt að afstýra, ef við mennirnir vildum fyrst og fremst bugsa til þeirra, sem lifandi eru — ef við vddum beina allri þeirri ást, sem við ber- Urn í brjósti til þeirra dánu, í stað þess til beirra, sem lifandi eru . . .“ Hún stóð á fætur og settist á steinbekk- mn. „Hvað var það nú aftur, sem hann hét — litli drengurinn, sem hann var að tala við úti á þjóðveginum síðasta aðfangadags- kvöld?“ „Sören hét hann.“ „Já, Sören. Manstu, þegar pabbi kom þjót- andi inn um dyrnar og kallaði: „Fram með pyngjurnar ykkar, bæði tvö, og komið með dálítið af peningum!“ Honum var svo mikið niðri fyrir, að hann gleymdi alveg að spyrja, hvort nokkrar símahringingar hefðu verið um morguninn. Mamma brosti daufu brosi við endurminninguna. „Og ég varð að segja honum, að komið hefði slæmt botnlangatil- felli í sjúkrahúsið og hann yrði að vera reiðubúinn innan klukkustundar. Hann leit út eins og barn, sem hafði glatað eftirlætis- leikfanginu sínu.“ Ég man það greinilega. Við mamma vor- um einmitt að ljúka við að skreyta jólatréð. „Ég skal biðja Maríu að útbúa fyrir þig tebolla,“ sagði mamma um leið og hún gekk fram í eldhúsið, „um leið og þú skiptir um föt.“ „Já, en hvað þá um Sören?“ sagði pabbi æstur. „Hvaða Sören er þetta?“ spurði ég. „Lítill snáði, sem ég tók upp í á þjóðveg- inum og ók til bæjarins. Aumingja drengur- inn, hann var á leið til bæjarins til að selja eina krukku af jarðaberjasultu, svo að hann gæti keypt eitthvað fyrir litlu systur sína og litla bræður.“ Pabbi stakk hendinni í frakkavasann og hélt á lofti stórri sultu- krukku. „Ég keypti hana fyrir fimm krónur — og drengurinn var alveg að rifna af hrifn- ingu. Hann hafði búizt við að fá í mesta lagi 2 krónur fyrir hana. En ég sagði honum, að jarðarber væru mjög dýr um þetta leyti árs, og svo spurði ég hann, hvar hann byggi. Það er ekki svo ýkjalangt þangað, ég hafði hugsað mér að fara þangað seinna í dag með eitthvað af mat og leikföngum. Heyrið þið mig, hvað er þetta með peningana . . . ?“ Við mamma áttum 42 krónur í samein- ingu. „Verzlanimar loka rétt strax,“ sagði ég við hann. „Þú verður að koma út úr þér, hvað þú hefur hugsað þér að gefa þeim.“ Það tók hann ekki margar sekúndur að skrifa upp lista: „Náið í eina gæs, rauðkál og sveskjur . . . súkkulaði og hnetur .. . hrís- grjón og nokkrar möndlur . . . fullt af knöll- HEIMILISBLAÐIÐ — 235

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.