Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 24
tim ... og kaupið síðan jóíatré fyrir afgang- • U mn. Við mamma brostum. Pappi hafði aldrei haft neinn skilning á peningum. Kaupmaðurinn var að loka, þegar ég lagði reiðhjóli mínu fyrir utan búðina. Hann maldaði í móinn, en hleypti mér þó inn. Ég keypti rauðkál, sveskjur, súkkulaði, hnetur, knöll, hrísgrjón og lítið jólatré. En kaup- maðurinn var nýbúinn að selja síðustu gæs- ina sína. Þá þegar vissi ég, hvað yrði um stóru gæsina okkar, sem þegar var komin inn í ofninn. „Ég verð þá í staðinn að fá stóra dós af fleskinu," sagði ég við kaupmanninn. Þegar ég kom heim átti ég í miklu stríði við hinn trygga, gamla húsálf okkar. „Ætlarðu að segja mér,“ sagði hún með hendurnar á mjöðmunum, „að þú hafir hugs- að þér, að læknirinn fái leyfi til að gefa okkar yndislegu gæs, sem ég hef fyllt með eplum og sveskjum og alls konar góðgæti. Nei, komdu þér út úr mínu eldhúsi,“ hélt hún áfram, „þá skal ég sjálf athuga, hvað er hægt að gera úr þessum dósamat.“ Þegar pabbi kom heim eftir skurðaðgerð- ina, fórum við þangað, sem Sören átti heima. 1 aftursætinu lá gæsin okkar, og bifreiðin var full af matvælum og öllum þeim leik- föngum, sem pabbi hafði getað komizt yfir. Það var ekki hlaupið að því — fyrst varð ég að skýra fyrir þremur litlu bræðrum mín- um, að við værum neyddir til að fara burtu eins og eina klukkustund, og síðan læddist pabbi upp í barnaherbergið og fyllti fangið af leikföngum þeirra. „Börnin fá hvort eð er svo mikið í kvöld,“ sagði hann og brosti afsakandi. Þá stóð hann kyrr andartak hugsi. — „Heyrðu — hvað með litlu systur hans Sör- ens?“ sagði hann. „Er engin einasta brúða til í húsinu?“ Eg hafði óttazt þetta. Inni í herbergi minu lá dýrmæt brúða í hollenzkum þjóð- búningi, sem ég hafði keypt til að gefa beztu vinkonu minni, en ekki farið með ennþá. Ég hafði pakkað henni vandlega í fallegan jóla- pappír, og ... en ég gat ekki staðizt pabba. „Taktu hana bara,“ sagði ég. Við numum staðar fyrir utan lítið hús, þar sem Sören bjó, og gægðumst inn um sprungnar rúðurnar. Inni í fátæklegri stof- unni sat eiliieg og útsiitin kona með ífti bam í kjölttmni; á gólfinu lágu tveir drengir og lítil telpa og léku sér að kubbum. ^ar var ekkert jólatré, ekkert logandi ljos ' ekkert, sem gaf til kynna, að það væri að- fangadagskvöld. Þá barði pabbi að dyrumi og við gengum inn. Sören gekk óttaslegin11 á móti okkur. (( „Viljið þér þá ekki jarðaberjasultuna? spurði hann skjálfandi röddu. „Þetta er bezta jarðaberjasulta, sena vi höfum nokkru sinni átt!“ flýtti hann sér a svara. Ég var svo hrærður, að lá við a drægi allan mátt úr mér, en ég reyndi a leyna því og sagði glaðlega við hina dreng" ina, hvort þeir gætu ekki hjálpað mér V1 að bera nokkuð inn, sem væri úti í bifneið- inni?“ Þeir komu út — stóðu grafkyrrir og ráku upp stór augu, þegar þeir sáu öll leikföng111; Loks fékk annar þeirra málið og hvíslað1 frá sér numinn að pabba: „Ert þú jólasveinn- inn?“ Pabbi hnyklaði vinstri augabrúnina. ,>^®( — ég er bara einn aðstoðarmanna hansi sagði hann. „Skilurðu, sleði jólasveinsins brotnaði rétt fyrir utan hús mitt — og lofaði að aðstoða hann ...“ —x— „Hvað greiddum við fyrir þessi bloixi' spurði mamma hljóðlátlega. „Það voru víst fjórtán krónur," svarað1 ég, næstum því afsakandi. „Blóm eru sV° dýr um þetta leyti árs.“ „Ég sit hér og verð alveg undrandi,“ sagð1 mamma. Þá fór hún að líta í pyngju sina- „Ég á nítján krónur og 45 aura — hve xnik1 átt þú?“ Ég taldi lausafé mitt — tólf krónur 20 aura. „Þá eigum við rúmar 30 krónur.“ Mamma var þegar lögð af stað út nr kirkjugarðinum. „Heldurðu ekki, að Sören> og fjölskylda hans búi á sama stað?“ „Við getum að minnsta kosti fljótlega athugað það,“ svaraði ég. 236 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.