Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 28
Dornford Yates: Vilji örlaganna Framhaldssaga 10 XXI. kafli. Katrín var alveg róleg, hún var ef til vill langrólegust af þeim öllum, og það benti til þess, að óhætt væri að segja henni sannleik- ann. Það var auðvitað ábyrgðarhluti að segja ungri, vel menntaðri stúlku, sem komin var af góðri fjölskyldu, að hún hefði í þrjú ár verið mjög umtalað glæpakvendi, en eftir nánari umhugsun ákváðu þau að gera það. Sama kvöldið og þau komu heim frá Brooch, sagði Tómas henni allt. Hann sagði henni hennar eigin sögu, eins og hann hafði heyrt hana af vörum hennar, og hann þagði ekki yfir neinu, heldur sagði henni allt frá upphafi til enda. I annað skipti þennan dag tók hún fram bréfið, sem Mansel hafði feng- ið frá Scotland Yard, og las það, og allan tímann, meðan Tómas talaði, einblíndi hún á hann. >>Nú skil ég þetta allt,“ sagði hún að lok- um> >>°g ég skil, að mér ber að vera mjög þakklát. Ég stend í hræðilegri þakkarskuld við — við ykkur öll.“ ,,Ef þér viljið greiða fyrir hjálpina,“ sagði Mansel, ,,þá er það heimilt. „Hvernig ætti ég nokkru sinni að geta það?“ ,,Með því að bjóða mér til Cardinal — einhvern tímann. Ég hef áhuga fyrir öllum ævintýrahöllum, sem eru umgirtar hávöxn- um skógi.“ Katrín sneri sér að Lillu. „Viljið þér koma með?“ spurði hún. „Já, með ánægju.“ „Það er ágætt, þá getum við farið í könn- unarferð saman. Kannski að Marteinn og Tómas vilji vera leiðsogumenn okkar?“ Hún stóð á fætur. „Nú verð ég að komast í hátt- inn.“ Tómas opnaði dyrnar fyrir henni og Lillu> en Katrín nam staðar fyrir framan hann og horfði í augu hans. „Góða nótt, Tómas, og margfaldar þakk- ir.“ Tómasi tókst að brosa. „Sofðu vel, Katrín.“ Hún rétti honum höndina. „Mér þykir þetta svo leitt,“ sagði hún. „Gefðu mér dálítinn tíma. En þú skalt ekki láta þér finnast þú vera bundinn af heiti þínu við mig. Hvernig sem allt fer, get ég ekki afborið þá umhugsun, að þú sért skuld- bundinn loforði, sem ég sjálf hef gleymt, að þú hafir gefið mér.“ Næstu dagar voru þeir átakanlegustu, sem Tómas hafði nokkru sinni upplifað. Hann ákvað að draga sig í hlé og fara burt, en Katrín bað hann að vera. „Mér finnst það hljóti að vera svo óþægi" legt fyrir þig,“ sagði Tómas. „Ég skal vissulega láta þig vita, þegar mér finnst nærvera þín vera óþægileg fyrir mig.“ „Lofaðu mér því,“ sagði Tómas. „Því lofa ég.“ Þetta var allt annað en auðvelt fyrir Tómas. Mótsetningin milli þess, sem áður var og nú, stóð eins og rýtingur gegnum hjarta hans. Hún hafði elskað hann, eins og hann hana. Nú stóð hann einn eftir — hún hafði verið tekin frá honum. Hún gerði sitt bezta til að draga úr sárs- auka hans. Enginn gat verið blíðari og skiln- ingsríkari en hún — en þurr brauðsneið er lélegt viðurværi, þegar maður er vanur alls' nægtum. Dag nokkurn að afloknum kvöldverði> þegar Katrín og Tómas gengu saman á svöl' unum, tók hún allt í einu undir hendi hans og sagði lágum rómi: »Ég fer til Cardinal, Tómas. Ég vil gjarn- an sjá þann stað. En mér finnst ég þurfa aó hafa einhvern kunnugan fylgdarmann, þegar ég kem þangað. Ég veit hvorki hvar herbergi mitt er né hver er Konráð og hver Jósep — Tómas, „ég er að' reyna að útvega mér aðra „Við Marteinn förum með þér,“ sagði Tómas, „ég er a ðreyna að útvega mér aðra 240 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.