Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 29
bifreið, og ef þú viít, skal ég aka okkur þremur þangað. En hvað þá um Lillu og bróður hennar?“ „Þau geta ekki komizt fyrr en í október, og ég get ekki beðið svo lengi með að sjá staðinn. Þar að auki get ég ekki leikið hús- ráðanda, þegar ég þekki ekki húsið.“ „Ágætt,“ sagði Tómas. „Ég fæ bifreiðina á föstudaginn. Hvenær vilt þú leggja af stað?“ „Á föstudagskvöldið. En ég vil helzt, að Marteinn fari með lestinni.“ Tómas hleypti brúnum. „Já, en . . . en hvers vegna?“ „Vegna þess að ég vil gjarnan vera heilan dag alein með þér. Heilan dag. Hann getur komið með lestinni frá París, þú sagðir, að hún kæmi tii Cruiser klukkan 9 um kvöldið.“ „Já,“ sagði Tómas, „það var lestin, sem hann kom með síðast. Ef við gistum í Nev- ers, verðum við þar um hádegi.“ „Það er of seint,“ sagði Katrín. „Ég vil vera heilan dag með þér. Við verðum að vera komin þangað snemma um morguninn. Hvers vegna getum við ekki ekið um nótt- ina, þá erum við þar um sjöleytið?“ Tómas hló. „Alveg eins og síðast? Og þar að auki aftur á sunnudagsmorgni, þegar .. .“ Hún þagnaði allt í einu. „Var það á sunnudegi?11 spurði hún. Hann sneri höfðinu og horfði á hana. „Þú veizt þó vel, að það var á sunnudegi, — og ég get ekki látið það eftir þér, sem þú biður mig um.“ Hún nam staðar og lagði höndina á öxl hans. „Ég bið þig um það, Tómas.“ Hann hristi höfuðið. „Mín vegna, Tómas. Viltu ekki að ég fái minnið aftur?“ „Nei,“ sagði Tómas. „Ég vona, að þú fáir það aldrei aftur, og ég vil ekki stuðla að því. Það gæti auðveldlega átt sér stað, ef við færum aftur saman þessa ökuferð til Card- inal. Það vil ég ekki.“ „Mér finnst einkennilegt, að þú skulir segja, að þú viljir ekki, að ég fái minnið aft- ur.“ „Það er líka ef til vill einkennilegt. En þannig er það. Mér er alvara. Ég er orðinn þeirrar skoðunar, að minnistap þitt hafi grætt hjartasár þín. Ég held nefnilega, að það, sem þú hefur upplifað, hafi skilið eftir djúpt sár í sálu þinni, og ég er nokkurn veg- inn viss um, að það hefði aldrei gróið um heilt meðan þér hefði verið allt það í minni. Þess vegna held ég, að minnistap þitt hafi í raun og veru orðið þér til mikillar blessun- ar. Náttúran hefur gefið þér mikla gjöf, Katrín. Heldur þú, að ég vilji stuðla að því að ræna þig henni?“ Hún lét hönd sína falla af öxl hans. „Þú hefur ef til vill rétt fyrir þér,“ sagði hún. „Eigum við að fara inn?“ Tómas fylgdi henni eftir inn í húsið, og hjarta hans var þungt sem blý. Tómas og Katrin lögðu af stað í bifreið á föstudagskvöldið, en Marteinn fór með lest- inni. Tómas áleit ekki, að Katrín myndi fá minnið aftur við að sjá Cardinal. Hins vegar myndi endursögn atburðarásarinnar og endurupplifun vissra atvika getað orðið hættuleg. Gleymskan hafði gert það að verk- um, sem gleymska ein megnar að gera, og þau voru öll komin að þeirri niðurstöðu með tilliti til Katrínar, að það yrði örlagaríkt fyr- ir hana, ef hún fengi minnið aftur. En þrátt fyrir allt var ekki hægt að kom- ast hjá því, að viss atvik endurtækju sig að vissu leyti. Katrín hafði gert innkaup með Lillu fyrir ferðina, og það var einkennilegt að veita því athygli, að hún vildi einnig nú þá sömu hluti, sem höfðu fallið henni í geð áður. Síðari hluta mánudagsins sat hún ásamt Tómasi úti á akri undir linditré. Þau höfðu nýlokið snæðingi, bifreiðina höfðu þau skilið eftir spölkom í burtu, og Katrín var næstum nákvæmlega eins klædd og í fyrsta skipti sem Tómas sá hana — í skyrtu- blússu, vel saumuðum síðbuxum og með marglita skýlu yfir kastaníubrúnum lokk- unum. Hún sat og hallaði sér á aðra hliðina, studdi sig við aðra hendina og með stórt landabréf útbreitt fyrir framan sig. „Þú ert mjög gætinn,“ sagði hún. „Við höfum tekið á okkur stóran krók.“ Tómas yppti öxlum. Þó öll heimsins gæði hefðu verið í boði hefði hann aldrei ekið sömu leið og síðast, þegar þau óku til Car- dinal. „Ég er nú ekki svo kunnugur,“ sagði hann. HEIMILISBLAÐIÐ — 241

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.