Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 32
„Hvert á hann að senda það?“ ,,Það veit ég ekki eins og er. Ef til vill til Carcassonne. En ég skrifa honum um það.“ ,,Þú heldur áfram að ferðast í leyfi þínu?“ ,,Já, því ekki það?“ sagði Tómas. ,,Ég á ekki að mæta aftur í skrifstofunni fyrr en síðast í næsta mánuði.“ „Var það þess vegna sem þú fékkst þér nýja bifreið?" „Nei,“ sagði hann, „það var það nú ekki. En hvað um það úr því sem komið er?“ Hún svaraði engu, og skömmu síðar lyfti Tómas handleggnum upp í birtuna til að sjá á armbandsúr sitt. Klukkan var hálf eitt. „Hamingjan hjálpi mér,“ sagði hann, „mig óraði ekki fyrir að væri orðið svo framorð- ið.“ Hann drakk koníak sitt og stóð á fætur. „Þú verður að fara til hvílu nú. Ég get alveg séð um mig.“ „Þú mátt ekki fara nú,“ sagði hún. „Bíddu í fimm mínútur, ég þarf að segja þér dálítið.“ Hún stóð á fætur og gekk út að handrið- inu. Tómas gekk hægt á eftir, og hún sneri sér að honum. „Mér varð nokkuð ófyrirgefanlegt á í dag,“ sagði hún. „Ég hef enga aðra afsökun fyrir því en þá, að ég er kona, og þegar um er að ræða hjartans mál hættir konum til að gera ýmislegt ófyrirgefanlegt. Fyrir fáum dög- um,“ hélt hún áfram, „hafnaði maður, sem er ástfanginn í mér, kjörnu tækifæri til að ég yrði ástfangin í honum, einungis af þeim ástæðum, að hann hélt, að það myndi hafa skaðvænleg áhrif á mig. Það er sjaldgæf ást og ekki einskis virði. Það er varla um eitt slíkt tilfelli að ræða af fimmtíu þúsund. Og svo í dag af eintómri fyrirtekt, ákvað ég, að reyna hann enn betur. Og við vitum bæði, hvernig það fór. Hann stóðst raunina. Og ef þér er nokkur huggun að vita það, ætla ég að segja þér, að mér hefur aldrei fyrr fundizt ég vera jafnlítils virði. Sigur minn fékk mér engrar gleði. Mér fannst eins og ég hefði slegið tryggan hund. Og þetta er allt, sem ég hef að segja — að því undanskildu, að ef þú vilt mig, skal ég gera mitt bezta til að reynast þér góð kona.“ Tómas lagði hendurnar aftur fyrir bak. „Ég segi kærar þakkir,“ sagði hann hinn rólegasti. „Það er óvíst, að mér verði nokk- um tímann sýndur annar eins heiður. En ég get ekki gengið að því, Katrín, og ég skal segja þér hvers vegna. Þú heldur, að þú elsk- ir mig, vina mín, en ég elska þig af öllu hjarta. Þú elskar aðeins auðsveipni mma, það er af því að þú heldur, að ég leggi mig allan í sölurnar fyrir þig, að þú vilt launa mér það. Það er mjög fallegt af þér, en ég kæri mig ekki um það. Ég vil heldur fá einn af hönzkum þínum, því að hann er raun- verulegur. Þú skilur, ég get ekki látið mer nægja neitt hálft í þessum efnum, það er þess vegna sem ég fer í kvöld.“ Hún hafði staðið og horft niður fyrir sig, meðan hún talaði. Nú leit hún allt í einu upP — með svip, sem hann hafði aldrei fyrr séð í andliti hennar. „Ég á engan hanzka,“ sagði hún. „En her er bréfsnepill. Þú hefur ef til vill áhuga á því, sem stendur á honum.“ Tómas tók bréfið og gekk að borðinu, þar sem stóð logandi lampi. Bréfmiðinn var skeyti — það var þetta skeyti, sem Marteinn hafði veitt viðtöku hérna í höllinni fyrr um daginn. „Verið svo góður að fara, áður en við komum. Haldið um mig, hvað þér viljjð, en ég vil hafa hann alveg út af fyrir rrug- Katrín.' Hann leit upp og mætti augnaráði hennar. „Katrín," stundi hann. „Ástin mín —- ást' in mín —“ Og þau féllust í faðmlög. „Elsku kjáninn minn,“ hvíslaði hún og greip báðum höndum um andlit hans. ,,E§> hef beðið eftir þessari stundu í heila viku. „Ég varð þó fyrst og fremst að taka tillit til þín, vina mín.“ „En nú skilurðu, hvað þetta hefur ver* erfitt fyrir mig,“ hló hún. „Ég varð þó a vinna þig. Þú varst orðinn f jarlægur mér og ég varð að byrja alveg á byrjuninni.“ Hann þrýsti henni að sér. „Segðu mér eitt,“ sagði hann. „Hvenær vannstu mig?“ „Viltu vita sannleikann?" spurði Katrm og kastaði til höfðinu. „Auðvitað." „Daginn, sem kvikfjárreksturinn skil i okkur á götunni í Brooch.“ Endir. 244 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.