Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 38

Heimilisblaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 38
„En hvað jólatréið er fallegt,“ segir Palli hrifinn. „Já, það er það fallegasta, sem við höfuð átt,“ segir Kalli ánægður, „en ég hef gleymt að kaupa stjörnu á toppinn.“ Af því skaltu ekki hafa áhyggjur, því að við höfuni stjörnu," segir Palli og bendir út. Jú, á kvöldhimninum lindraði stór, skær stjarna og sendi geisla siua niður til þeirra. Þeir settu jólatréð í dyrnar og létu stjörnuna bera við toppinn á trénu. Aldrei höfðu þetf haft eins fallega stjörnu á jólatrénu sínu. Síðan komu dýrin til jólaliátíðarinnar og allir sungu fallegu jóla- söngvana. Á eftir fékk hver sinn jólapakka, eins og venja er. Það er gamlárskvöld. Klukkan er að verða tólf. Kalli og Palli eru hágrátandi, af þvi að þeir gleymdu alveg að kaupa flugelda til að skjóta. Þetta ætlaði að verða dauflegt gamlárskvöld! En dýrin vorkenna Kalla og Palla, vinum sínum, og ákveða að hjálpa þeim. Þegar klukkan slær tólf, bregður Kalla og Palla heldur en ekki. Ljónið hyrjaði að öskra, og það öskraði svo hátt, að hávaðinn var meiri heldur en þótt tnörg sktp píptu samtímis. Og storkurinn lék flugeld með hjálp vasaljóss. Og slöngurnar hringuðu sig og mynduðu ar- talið 1958 til að þakka Kalla og Palla fyrir liðna árið. 250 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.