Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 42

Heimilisblaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 42
ingnum í stóra skál eða margar litlar, sem þér hafið bleytt að innan með köldu vatni, látið búð- inginn síðan standa í kulda í c. 4 klukkustundir. Hvolfið búðingnum síðan á fat og skreytið hann með þeyttum rjóma, kokkteilberjum eða einhverju handhægu. APPELSÍNUBÚÐINGUR: 2 egg, 3 matsk. sykur, safi úr 2 appelsínum, niðurrifinn börkur af 1 appelsínu, 6 blöð matarlím, M líter rjómi. •Þeytið rækilega eggjarauður og sykur, bætið saman við appelsínusafa og berki og síðan matar- líminu, sem þér hafið brætt yfir gufu í því vatni, sem hangir við það, er þér hafið lagt það í bleyti. Hrærið varlega í búðingnum, þangað til hann byrj- ar að stífna, setjið þá stífþeyttar eggjahvíturnar og rjómann saman við, hellið búðingnum í form, sem þér hafið bleytt með köldu vatni og látið hann standa í kulda í 3 klst. Hvolfið honum síðan á fat og skreytið með appelsínurifum, þeyttum rjóma og niðurrifnu súkkulaði. SlTRÓNUBÚÐINGUR: Notið sömu uppskrift og að appelsínubúðingum, nema sítrónusafa og börk í staðinn fyrir appelsínu. SHERRYBÚÐINGUR: Sama uppskrift, nema sherry í staðinn fyrir ávaxtasafa og börk. VANILLUÍS: 1 líter rjómi, 1 stöng vanilla, 6 eggjarauður, 100 gr sykur. Sjóðið rjómann og vanillustöngina augnablik undir loki, slökkvið undir og látið pottinn standa á heilunni, meðan þér þeytið eggjarauðurnar og syk- urinn. Takið vanillustöngina upp og hellið heitum rjómanum í eggjamassann, þeytið vel á meðan. Hellið öllu aftur í pottinn og hitið varlega, hrærið í á meðan. Gætið þess, að það sjóði ekki í pottin- um. Takið pottinn af hellunni, þegar búðingurinn er orðinn jafnþykkur. Hrærið í búðingnum, unz hann hefur kólnað, hellið síðan í ísform og látið frjósa. KAFFIÍS: í staðinn fyrir 2 dl af rjóma í fyrrnefndri upp- skrift notið þér 2 dl af sterku kaffi. Að öðru leyti er hann búinn til eins og vanilluís. Framreiðið hann með makarónukökum og þunnum appelsínuskífum. Hetta, sem skýlir bæði hálsi og eyrum, er næstum ómissandi í vetrarkuldanum. Þessi hetta fer jafnvel við sportklæðnað og vetrarkápuna. Þvx ættuð þér að sauma yður slíka, það er ómaksins vert, hún er baeði falleg og klæðileg, ef þér veljið yður rétta litinn. í hettuna þarf 55 cm af poplíni, sem er 1 m á breidd, og í fóður þarf 80 cm af köflóttu bómulla1"" efni, það þarf að auka það lítið eitt, þar sem bóm- ullarefni er sjáldan meira en 80 cm á breidd. Myndin sýnir annan helming hettunnar, Teiknið sniðið á silkipappír, sem þér-hafið skipt í 5 cffl ferninga, festið helmingana saman með límpappú' °g athugið, hvort málið passar. Þegar þér hafið lag" fært sniðið, klippið þér efnið og fóðrið, og reiknið með 1V2 cm í saumrúm. Þræðið og stangið inn- sniðið og hnakkalínuna (A—B) bæði ytra byrðið og fóðrið, setjið fóðrið inn í hettuna, rangt á móti röngu, brjótið inn brúnirnar hvora á móti annarri og þræðið vandlega, svo að hornin komi vel fram- Þræðið 29 cm langan rennilás, sem hægt er að opna niður, milli fóðursins og efnisins. Stangið síðan all- an hringinn. SÚKKUL AÐlIS: Sama uppskrift og að vanilluís, en sjóðið upp rjómann með 200 gr af brytjuðu súkkulaöi í stað- inn fyrir vanillustöngina. NÚGGAÍS: Sama uppskrift og að vanilluís, nema þið sleppið vanillustönginni, en setjið í þess stað 150 gr af nið- urbrytjuðum núgga í búðinginn, rétt áður en þér setjið hann í ísformið. Skreytið með kokkteilberj- um. 254 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.