Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1961, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.01.1961, Blaðsíða 5
Ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guð! lút þú í náð til vor! Kenn oss sem böm að beygja kné, °S blessaðu öll vor spor! O, gef þjóð vorri sólarsýn, að sjái hún guðdóm þinn í heilagri lotning — og hverfi til þín °g helgi þér starfsdag sinn! Lát birta og blána, lát hlýna og hlána, og huga vom lyftast mót sólarglóð! Lát sjónarmið hækka og hringsviðið stækka, svo himininn eygi vor nærsýna þjóð! Ká hlýna og blána himinsins tjöld, 1 hásumar klæðist hver sveit! °g blessun þín drýpur sem daggar-flóð á dauðþyrstan gróðurreit! Ká spretta hjarta vors ljóða-Ijóð! sem loftfara- vænglétt hjörð Þau svífa um geim með söngglöðum hreim °g samtengja himinn og jörð! hjartans þökk fyrir ævilanga vinátti 8 samleið á fömum vegi himins og jarðai ^ eð eg þig, kæri vinur, Jón Helgason! - ^tumst heilir á næstu vegamótum! senn kyrrir og lægir hvern stormvakinn styr Vlð strengleik og sólgeisla-spil. — há brosir lífið við „dauðans dyr“, og dauði er ekki til! Helgi Valtýsson. ^JÓísj HELGASON prentari andaðist að 18 sínu, Bergstaðastræti 27, þann ‘*lci . nnar’ eWr stutta legu, 83ja ára að q ' Óann var fæddur 24. maí 1877 að ^^Kdarbakka á Berufjarðarströnd. Tæp- hóf tV^tuSur ^om hann til Reykjavíkur og j, l)lentnám í Félagsprentsmiðjunni, hjá -■ (lól'i Lórðarsyni bókbindara og Ólafi yni prentara, 2. janúar 1897. Skömmu 1M I l I seinna kynntist ég honum og hefur sá kunn- ingsskapur haldizt og aukizt allt til síðustu stundar. Jón Helgason var enginn hávaða- maður. Brá vart skapi, svo sæist. En hon- um gat sámað, ef hann heyrði óvirðingar- eða hæðnistal um þau málefni, sem honum vom hjartfólgin, svo sem trúmál og bind- indismál. Hann gat verið orðheppinn og gamansamur, enda greindur vel og bók- hneigður. Að náminu loknu fór Jón til Noregs til frekara náms og gekk þar á lýðháskóla. Eft- ir heimkomuna gerðist hann meðstofnandi að prentsmiðjunni Gutenberg, sem þá var í uppsiglingu. Vann þar til 1907, að hann keypti Aldarprentsmiðju með Karli Bjarna- syni prentara. Fluttu þeir hana til Hafnar- fjarðar og vom þar til 1910. Þaðan fluttu þeir til Eyrarbakka og vom þar til 1913. Þar hóf Heimilisblaðið göngu sína. Það heldur enn velli, og er nú að byrja fimm- tugasta árið. Svo seldu þeir prentsmiðjuna. Eftir það kom Jón aftur til Reykjavíkur og vann í Gutenberg til 1925, að hann kom sér upp lítilli prentsmiðju heima hjá sér og prentaði í henni Ljósberann (unglingablað) sem þá var í litlu bókarbroti. En prent- smiðjan stækkaði og blaðið var stækkað í sama brot og Heimilisblaðið. Jón Helgason var maður félagslyndur; gekk ungur x Góðtemplararegluna og K.F.- U.M. Hann var líka einn af stofnendum Ungmennafélags Reykjavíkur 1906. — Hér læt ég staðar numið, þó margt fleira mætti segja, og kveð þig, kæri vinur, og þakka þér fyrir margra ára samvinnu og allar þær mörgu og góðu minningar, sem ég á um þig frá fyrstu tíð. — í Guðs friði. Guðm. Gunnlaugsson prentari. SBLAÐIÐ 5

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.