Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1961, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.01.1961, Blaðsíða 15
líkt og tveir skuggar læddust þær að bak- hlið hallarinnar. Stúlkan fann kuldagjóstur næða um sig, er þær komu inn í kaldan og dimman &ang — og þegar í stað sló að henni grun: ®g hef verið veidd í gildru ...! En strax er hún sá vingjarnlegan svip madame Gerrards, þegar bjarmanum af kertinu sló 1 andlit henni, hvarf henni allur ótti. »,Hvar er garðyrkjumaðurinn — sem ^élt yfir mér hlífðarskildi?" hvíslaði hún. „Mr. Bardet er hjá hermönnunum," ®varaði konan stuttlega, og stúlkan fann til ánota við tilhugsunina um það, að hann %ldi geta verið þekktur fyrir að umgang- ast slíka böðla. Er þær höfðu gengið gegnum langan ^ang, stönzuðu þær að lokum fyrir utan Járnklæddar dyr, og madame Gerrard barði tvö snögg högg, hvort á eftir öðru. Dyrn- ar opnuðust, og hún hratt stúlkunni inn íyrir. Stúlkan sneri sér við til að spyrja nana, hvernig hún 'ætti að bera sig að — eH sér til skelfingar komst hún að raun um, a® hún stóð uppi ein. Fyrst í stað sá hún e^ki handa sinna skil, en skyldilega var áyratjöldum svipt frá, og í ljós kom gamall ’ttaður og grár fyrir hærum. „Stígðu feti nær, barnið gott,“ sagði aann vingjarnlega, og stúlkan, sem varla Eafði áttað sig til fulls, gekk óttaslegin lílnar eftir gólfinu. . Þegar hún var komin til gamla manns- ^s> hneigði hún sig djúpt, og hann hneigði Sle sömuleiðis, á heimsmannavísu. Því næst oauð hann henni að ganga inn fyrir, og á°m hún þá inn í stóra stofu með smá- ^lóttum rúðum í gluggum. Þykkt teppi var á gólfinu, svo að fótatak heyrðist ekki. egur, lítil slagharpa stóð úti í horni. Á yrirferðarmiklu skrifborðinu stóðu tveir stórir stjakar með fjölda af logandi kert- um. Þetta hlaut að vera í einum af turn- ^ hallarinnar, því að stofan var sex- °ntuð, og gluggarnir voru óvenjulega lail&t frá gólfi. „Herra,“ sagði hún, þar sem hún stóð y^ir framan hann. „Frelsið mig úr hönd- m þeirra, sem vilja fyrirfara mér, og ég /mi vera yður ævilangt þakklát." Hún leit hann bænaraugum. „Segið mér þá fyrst, hver þér eruð — og hvernig þér hafið komizt hingað,“ sagði hann og ýtti til hennar stól. „Verið ekki hrædd — ég er sjálfur í jafn mikilli hættu og þér eruð.“ Augu hennar voru myrk af þjáningu og ótta, er hún sagði honum frá áhyggju- lausri ævi sinni í foreldrahúsum — sem voru greifahjónin Cheaumont—, og er hún tjáði honum, að hún hefði, á átján ára af- mælisdaginn sinn, klæðzt fötum stofustúlk- unnar að gamni sínu og borið súkkulaði á borð fyrir foreldra sína, þá hefði skyndi- lega verið barið að dyrum mjög harkalega, inn komið sendimaður borgararáðsins og handtekið foreldra hennar. „Hvar er dóttir yðar?“ hafði hann spurt. Faðir hennar hafði gætt þess að líta ekki á hana, en svaraði: „Denisse? — Hún er ekki heima ... Hún fór í heimsókn ...“ „í heimsókn, hahahah! Heldurðu, að við tökum slíkt gott og gilt? Enginn yfirstétt- armaður skal komast út fyrir Parísar- borg ... og nú skulum við sjá til, hvar þú felur hana. Þú þarna, Pierre, láttu stúlk- una þá arna fara með þér um húsið, og leitaðu í hverjum krók og kima — hún skal koma í ljós!“ Það hafði verið hræðileg stund, er hún varð að kveðja foreldra sína þannig fyrir- varalaust — og daginn eftir höfðu þau ver- ið leidd undir fallöxina. Sjálf hafði hún farið með böðlunum um húsið, klædd í dul- argervi stofustúlkunnar. Að lokum höfðu þeir þó gefizt upp á leitinni, eftir að hafa sett allt á annan endann á heimilinu. Bóndi nokkur, sem árum saman hafði selt fjölskyldunni grænmeti og var vel við foreldra stúlkunnar, þekkti hana daginn eftir — þrátt fyrir dulargerfið — og bauðst til að koma henni burt frá París; en eftir það yrði hún að sjá um sig sjálf — hann þorði ekki að hjálpa henni frekar, því það gat kostað hann lífið. Hann færði henni klæðnað ungs pilts, klippti hár hennar og smurði hendur hennar og andlit með ösku og mold. Bóndinn þóttist vera útúrdrukkinn og lét hana stjórna hestinum. Þótt óvön væri, ók hún vagninum um göturnar — og brátt ^Eimilisblaðið 15

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.