Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1961, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.01.1961, Blaðsíða 20
gleði. Og hún leyfði tárunum að fá óhindr- aða útrás. horfinn — og við hliðina á henni sat Bardet. Hönd var lögð á öxl hennar. Það var markgreifinn. „Hvað — eruð þér að gráta, barnið gott? — Ég hélt þó, að þér væruð orðin ham- ingjusöm núna?“ „Já, kæri herra,“ stamaði hún. „Ég er líka hamingjusöm. Haldið ekki, að ég sé yður vanþakklát. — En hjarta mitt verð- ur — þar!“ Hún benti yfir að Frakklands- strönd, og án þess að líta aftur til baka, hraðaði hún sér niður í farþegarúmið. Markgreifinn fór á eftir henni og sagði í hughreistingar-rómi: „Kæra Denise, — segið mér hvað þjak- ar yður. Kannske get ég hjálpað yður.“ „Nei — mér getur enginn hjálpað,“ stundi hún, og í stuttu máli, en með löng- um þögnum, sagði hún honum hug sinn allan varðandi Bardet — hversu hann hefði brugðizt bæði ást hennar og trausti. Á meðan hún sagði honum allt þetta, leit hún út yfir hafið, og hún lauk tali sínu með því að segja: „En hvers vegna? Hvers vegna? Ég skil það ekki...'“ Svo þagði hún við, en spurði því næst: „Hvernig stóð annars á því, að þér frelsuðuð mig?“ Hún sneri sér að mark- greifanum, sem hafði hlustað á hana án þess að segja orð. En — markgreifinn var „Denise — ástin mín!“ hvíslaði hann. Hún þokaði sér fjær og setti henduma í varnarafstöðu. ?(í „Hvað er þetta? Hvar er markgreif m11 • „Ég er markgreifinn. — En með P að búast tötrum garðyrkjumannsins to mér að halda lífi — sömuleiðis bial yður. Kannske skiljið þér núna framkotf^ mína, — en í gærkvöldi beið ég yðal þess að segja yður, að við myndum Se flúið um nóttina, en einn af hermönnu^ um komst á snoðir um innganginn að tu herberginu og kallaði svo á lagsmenn snn^ Hugur minn varð lamaður af hræðslu, einkum þegar þér sem sagt lögðuzt un fallöxina með því að segja, hver þér v,„g uð. I örvinglan minni greip ég til þesS 1 . _ að segja, að þér mynduð vita, hvar mal greifinn fæli sig, — svo ég gæti kom yður burt úr drykkjuveizlunni. Og Pe tókst, framar öllum vonum. Löng^ Gustaves í vínið varð yfirsterkari Öðia og mér tókst að lauma í það svefn 5 Og núna, Denise ...?“ Hann leit spyrlal í augu henni. Undrandi og hrærð hyíslaði hún: „Og ég sem hélt, að ...“ „Að hvað, Denise ... ?“ . „Að aðeins ég, en ekki þú, værl fangin...-“ < Nýlega var haldin sýning i Lundúmim á fleiri ])úsundum af stofufuglum. Myndin sýn- ir hvernig páfagaukarnir tóku á móti brezku kvikmyndaleik- konunni Anne Heywood, er hún kom á sýninguna. Fram að ]>essu hafa menn lát- ið sér nægja að eiga hund eða kött sem húsdýr, en þessi stúlka hefur nú brugðið af gömlum vana. Myndin er frá Þýzkalandi. > 20

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.