Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1961, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.01.1961, Blaðsíða 22
< Þetta er enginn venju- legur knapi og hestur. En hundurinn Bobby og apinn Tobby eru perluvinir, og þegar vel liggur á Bobby, fær Tobby að koma á bak. Fyrst það má nota jóla- skraut í verzlunum þegar í nóvembermánuði er ekkert við því að segja þótt glugga- skreytarinn í þessari stór- verzlun í Berlin hafi feng- ið fyrirmæli um að hefjast handa á nýársskreyting- unni. > < f litla, þýzka bænum Knittingen í nánd við Karlsruhe hafa menn reist þessa styttu af doktor Faust, hinum fræga töframanni. sem Goethe gerði ódauð- legan. Max Mengel á heima í nánd við Hanau í Þýzka- landi. Hann erfði eftir föð- ur sinn litinn dýragarð, mestmegnis skriðdýr, og hann sér sjálfur um að stofninn lifl og tímgist. Hér sést einn af gæzlumönn- imum með suðurameríska nöðru, sem í heimalandi sinu er skæður hænsnaþjófur. > < Listfræðingur nokkur frá Bologne spurði nýlega um verð á mynd af óþekktum manni, en honum fannst verðið of hátt. Maður, sem gekk fram hjá í því, hrópaði upp: „En sú Casanova- manngerð!" Listfræðingur- inn leit nú nánar á málverk- ið og keypti það síðan. Það kom á daginn, að myndin var af Casanova, hinum al- kunna kvennabósa, máluð 1767 af Spánverjanum Ra- faello Mengel. Picasso, hinn frægi málari, er fjölhæfur listamaður, sem lætur sér ekki nægja að mála og móta í leir og stein, heldur fæst hann lika við leirkerasmiði af miklum áhuga. Hér sjást nokkur af hans frumlegu verkum á sýningu í París. > 22 HEIMI LISBLA5I0

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.